Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 19

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 M ikill metnaður og frábær ástundun hefur komið Jóni Margeiri Sverris-syni í hóp þeirra bestu í heiminum úr röðum fatlaðra sundmanna. Þjóðin öll var stolt yfir afreki hans þegar hann vann til gull- verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í London 2012. Jón Margeir, sem keppir undir merkjum Ungmennafélagsins Fjölnis, varð ólympíu- meistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á heimsmeti sem er enn í gildi. Auk þess á hann heimsmetið í 800 og 1500 metra skrið- sundi í sínum flokki. Markmiðin eru skýr Jón Margeir hefur ekki látið deigan síga, hann stefnir enn hærra, verkefnin eru næg fram undan og hann hefur sett stefnuna á Ólympíumótið í Ríó 2016. Undirbúningur er þegar hafinn og markmiðin eru skýr. Jón Margeir Sverrisson, Fjölni, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, voru undir lok síðasta árs kosin íþróttafólk ársins 2014 hjá Íþrótta- sambandi fatlaðra. Þetta var í fjórða sinn sem Jón Margeir hlýtur nafnbótina. Árangur Jóns á árinu 2014 var einkar glæsilegur þar sem hann setti tvö ný heimsmet og fjögur Evrópu- met. Hann setti að auki samtals tíu Íslands- met í 25 metra laug og sjö í 50 metra laug. Stífar og erfiðar æfingar „Núna einbeitir maður sér að stífum og erfið- um æfingum og því að byggja sig sem best upp fyrir heimsmeistaramótið sem verður haldið í Glasgow í júlí. Ég geri ekkert annað í dag en að æfa og keppa í sundi og fara í líkamsræktina. Ef veturinn væri ekki svona erfiður væri ég búinn að fara út að hjóla. Til að standa sig á stórmótum og ná því að standa jafnfætis þeim bestu verður maður alfarið að geta helgað sig sundinu. Það tekst mér og það skiptir öllu máli,“ sagði Jón Margeir. Æfir með þeim sterkustu Jón Margeir hefur æft sund frá því að hann var sjö ára gutti. Í upphafi var hann hjá Ösp en í kringum níu ára aldurinn gekk hann í Fjölni og hefur verið þar síðan. Hann æfir eingöngu með ófötluðum sundmönnum í dag og eins og hann orðar það sjálfur, það skiptir öllu máli að fá að æfa með sterkustu sundmönnum landsins. Stefnir á gullverðlaun Þegar Jón Margeir er inntur eftir markmiðum sínum segir hann þau vera að standa sig vel í þeim verkefnum sem hann tekur þátt í. „Markmið mín eru þau að standa mig vel á Heimsmeistaramótinu og á Ólympíumót- inu. Ég stefni að því að vinna til gullverð- launa á þessum mótum báðum.“ - Hvað hefur sundíþróttin gert fyrir þig í lífinu? „Það er svo afar margt. Sundið heldur mér í formi en þetta er mjög erfið íþrótt. Það þarf mikinn aga, skipulagningu og góða ástund- un til að ná árangri. Aðalgrein mín er skrið- sund og svo hef ég einnig verið að synda flugsund, bringusund og baksund. Ég hef upp á síðkastið hvílt mig á flugsundi og ein- beiti mér í staðinn að bak- og bringusundi.“ Jón Margeir Sverrisson, heimsmethafi í sundi: Skiptir öllu að geta alfarið einbeitt sér að sundinu - Hver er stærsta stund þín á ferlinum til þessa? „Það er ógleymanlegt þegar ég fékk gull- verðlaunin á Ólympíumótinu í London. Silfur- verðlaunin á HM og gullverðlaun á EM standa líka upp úr. Þetta er búinn að vera frábær tími og margs að minnast. Ég ætla að njóta mín í sundinu áfram en síðan hef ég áform um að snúa mér að þríþrautinni eftir Ólympíuleik- ana í Ríó. Þríþrautin finnst mér spennandi og hún á örugglega eftir að henta mér. Það eru bara spennandi tímar fram undan,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.