Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2015, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.02.2015, Qupperneq 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands M argir hafa kynnst borðtennis- íþróttinni með einum eða öðrum hætti. Hjá mörgum er borðtennis dægrastytting, þar sem vinir og vandamenn hitt- ast og spila saman. Borðtennisborð eru víða í grunn- og framhaldskólum landsins og jafn- vel í fyrirtækjum. Borðtennis er vinsæl íþrótta- grein á heimsvísu og er m.a. gríðarlega út- breiddur í Asíu. Frá Evrópu hafa einnig kom- ið mjög sterkir spilarar. Sterkasti borðtennisspilari á Íslandi er án efa Guðmundur Stephensen en hann afrek- aði það að verða Íslandsmeistari tuttugu ár í röð. Hann lék í nokkur ár á erlendri grundu við góðan orðstír og náði m.a. að komast í 198. sæti á heimslistanum í borðtennis árið 2011. Reykjavíkurfélögin Víkingur og KR hafa í gegnum tíðina starfrækt sterkar borðtennis- deildir og eins hafa félög víða um land rekið deildir. Sigurður Valur Sverrisson, formaður Borð- tennissambands Íslands, segir það mark- vissa stefnu að halda úti góðri útbreiðslu á borðtennisíþróttinni hér á landi og kynning- ar í þeim efnum séu alltaf í gangi. Norðurlandsdeild stofnuð „Við héldum námskeið í haust í Eyjafirði og í framhaldinu var stofnuð svokölluð Norður- landsdeild. Í deildinni taka þátt Ungmenna- félagið Samherji, Ungmennafélagið Æskan og Askur. Til stóð að Magni yrði einnig með en ekki varð af því að þessu sinni. Deildin er farin af stað, leikið er heima og heiman og þetta lofar góðu. Það er stefnan hjá Borðtennissambandinu að koma svona deildum á fót víðar um land. Við lítum til Austfjarða og Snæfellsness í þeim efnum sem komandi verkefni. Það eru margir sem vilja fá námskeið og við viljum helst halda þau í samvinnu við íþróttafélögin á hverjum stað. Þannig nýtast þessi námskeið best, til framtíðar litið,“ sagði Sigurður Valur í samtali við Skinfaxa. Sigurður Valur sagði dæmið fyrir norðan mjög spennandi og hann vonaðist eftir því að liðum myndi fjölga á næsta ári. Gaman yrði að fá lið Magna en félagið er frægt frá fornu fari og átti á sínum tíma landsliðsfólk. Aukning hjá fyrirtækjum - Svo virðist sem að fólk sé alls staðar að leika borðtennis sér til skemmtunar? „Já, það er alveg rétt enda er ekki mikið mál að setja upp borð og spila. Það eru hins vegar fáir sem kunna reglurnar til hlítar en þær hafa tekið ýmsum breytingum á síðustu 15 árum. Formlega eru iðkendur um 700 talsins hér á landi en vissulega er borðtennis spilaður úti um allt land. Mér hefur fundist m.a. aukning í því að fyrirtæki komi borðum upp hjá sér svo að starfsmenn geti spilað. Borðtennissambandið getur tekið með sér borð til að halda námskeið og kynningar en sambandið fékk styrk úr íþróttasjóði til borðakaupa í þessum tilgangi,“ sagði Sigurður Valur Sverrisson. Stefnan er að koma á deildum víða um land Sameiginlegt markmið borðtennishreyfing- arinnar er að Íslendingar eigi hverju sinni afreksfólk í borðtennis sem skipar sér í fremstu röð. Markmiðið er að tryggja mögu- leika afreksfólks framtíðarinnar til að ná settu marki, stuðla að bættum aðstæðum iðkenda og auka menntun, færni og kunn- áttu þjálfara á Íslandi. Í því felst að efla hæfni og færni allra þeirra sem koma að afreks- starfi borðtennishreyfingarinnar í nútíð, en ekki síður þeirra sem vinna fyrst og fremst við uppbyggingu afreksfólks framtíðarinn- ar. Til þess að ná markmiðum sínum setur borðtennishreyfingin sér tímabundnar og markvissar áætlanir um frammistöðu á stór- mótum svo sem HM og EM. Borðtennissam- band Íslands setur sér markmið og kynnir þau fyrir borðtennishreyfingunni og afreks- sviði ÍSÍ. BTÍ stefnir til langframa að því að styðja við einstaklinga og félög þannig að þau geti styrkt sig og unnið að langtíma- markmiðum. Árangur í keppni er metinn sem skref til aukinna afreka. Í afreksstefnu Borðtennissambands Íslands segir: Sigurður Valur Sverrisson, formaður Borð- tennissambands Íslands „Formlega eru iðkendur um 700 talsins hér á landi en vissulega er borðtennis spilaður úti um allt land.“ „Það er ekki mikið mál að setja upp borð og spila.“

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.