Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2015, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.02.2015, Qupperneq 28
28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Á rangur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik hefur vakið verð-skuldaða athygli í körfuboltaheimin-um. Menn trúa varla sínum eigin augum þegar þeir sjá að íslenskt landslið er á leið í úrslitakeppni Evrópumóts- ins. Þar etur liðið kappi við bestu lið Evrópu í riðli sínum sem verður leikinn í Berlín. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknatt- leikssambands Íslands, segir að í mörg horn sé að líta í undirbúningi landsliðsins fyrir úrslitakeppnina í haust en að þetta sé ofsa- lega spennandi og gaman. Hann segir þetta frábært afrek og fyrir íslenskan körfubolta þarf að nýta þetta tækifæri út í æsar. „Ég er viss um að þetta mun nýtast hreyf- ingunni í heild sinni vel og tíminn fram undan er bara spennandi. Árið 2015 verður mjög stórt og nóg við að fást hvert sem litið er. Öll yngri landsliðin í drengja- og stúlknaflokkum standa frammi fyrir miklum verkefnum. A-landslið kvenna tekur þátt í nýju verkefni í kringum Evrópukeppnina þar sem leikið verð- ur heima og heiman og í undirbúningi sín- um mun liðið leika æfingaleiki í júlí. Sjálf forkeppni Evrópumótsins hefst í nóvember og heldur svo áfram í febrúar á næsta ári. Þetta er nýtt í evrópskum körfubolta og síðan mun karlaliðið fara inn í svipað fyrirkomulag frá og með árinu 2017, þar sem keppt er heima og heiman. Núna hefur þetta bara verið yfir sumarið og það hefur háð körfu- boltanum sem íþrótt að vera með landslið okkar í gangi á sumrin og þess á milli gerist ekkert. Í kjölfar árangurs A-landsliðsins finn- um við mikinn meðbyr og þá ekki síst frá þjóðinni sjálfri en einnig úti í heimi. Það er alveg sama hvar maður kemur, fólk er að ræða það að Ísland sé á leiðinni í úrslita- keppni Evrópumótsins. Þetta er einstakt afrek og það hefur engin jafn fámenn þjóð keppt á lokamóti á vegum FIBA. Það er því klárlega verið að skrifa nýjan kafla í stóru sögubókina ef við getum sagt svo,“ sagði Hannes í spjalli við Skinfaxa. - Hver er ástæðan fyrir því að liðið er komið í úrslit á stórmóti sem þessu? „Það er vegna þess, að ég tel, að við eigum þvílíka snillinga sem hafa gefið sig af fullum krafti í landsliðið á síðustu 10–12 árum, í verk- efni sem í boði hafa verið. Stóra atriðið í þess- ari umræðu er þetta stóra íslenska hjarta. Við erum líka með hæfileikaríka körfubolta- menn sem hafa verið að koma upp á síðustu árum í gegnum yngri landsliðin okkar. Auð- vitað er búið að vinna undirstöðuna úti í körfuboltahreyfingunni þannig að vinna síðustu 10–15 ára gerir það nú að verkum að við erum komin þetta langt með A-landslið karla í dag. Það hefur líka klárlega hjálpað okkur að megnið af leikmönnum leikur nú sem atvinnumenn á erlendri grundu. Við eig- um að stefna að því að eignast fleiri atvinnu- menn í framtíðinni. Að eignast fleiri atvinnu- menn, bæði á meðal karla og kvenna, er það sem mun koma íþróttinni á enn hærra plan. Þetta á við allar íþróttagreinar því að auð- vitað kemur það landsliðum okkur til góða þegar leikmenn geta helgað sig alfarið íþrótt sinni,“ sagði Hannes. - Þessi framganga A-landsliðs karla hlýtur að hafa verið mikil og góð auglýsing fyrir körfu- boltann og hefur hjálpað ykkur í útbreiðslunni til lengri tíma litið? „Jú, klárlega og í útbreiðslunni sem slíkri. Við erum búin að sýna þjóðinni hvað við höfum verið að gera hin síðustu ár. Þessi árangur á bara eftir að gera körfuboltann enn stærri. Það er mjög ánægjulegt að sjá að körfubolt- inn hefur verið ein vinsælasta íþróttagreinin í landinu á undanförnum árum og við ætlum að halda því áfram.“ - Hvaða verkefnum er nú unnið að fyrir stóra verkefnið í Berlín? „Það liggur fyrir í stórum dráttum en fyrsta verkefnið verður þátttaka karla- og kvenna- liðsins á Smáþjóðaleikunum sem verða hér á landi í byrjun júní. Karlalandsliðið kemur síðan aftur saman um miðjan júlí og þá taka við æfingar og frekari undirbúningur. Í byrjun ágúst verða hér heima tveir leikir við Hollend- inga, svo verður farið á æfingamót í Eistlandi og lokadæmið verður síðan æfingamót í Pól- landi og þaðan farið beint til Berlínar. Allar þjóðir, sem við leikum við á æfingamótun- um, eru einnig að fara á úrslitakeppni Evrópumótsins,“ sagði Hannes. - Íslenskur körfubolti er nú líklega í þeim sporum sem hann hefur aldrei staðið í áður. „Svo sannarlega, þannig er það bara. Eitt er mjög ánægjulegt í þessu ferli öllu. Það er að stór hópur Íslendinga mun leggja leið sína á mótið til að styðja íslenska liðið. Það fóru rúmlega 500 aðgöngumiðar í forsölu hjá KKÍ og svo vitum um 200–300 manns sem hafa orðið sér úti um miða á mótið í Berlín í gegn- um miðasöluna hjá FIBA og keppnishöldur- unum. Þessi mikli áhugi Íslendinga sýnir hversu stórt og mikið afrek þetta er.“ - Þegar svona er ástatt hlýtur vinnan í hreyf- ingunni að vera skemmtileg og uppörvandi. „Hún er það en það eru alltaf í gangi krefj- andi verkefni og því verðum við að vera á tánum gagnvart ýmsu öðru. Við viljum auð- vitað nýta þennan meðbyr til að breiða út boðskapinn til framtíðar litið og fá fleiri til að iðka íþróttina. Þetta er mjög skemmtilegt og krefjandi en margt sem verður að hafa í huga. Nú fær íslenska liðið forsmekkinn af því að taka þátt í úrslitakeppni á stórmóti og vonandi tekst okkur það í náinni framtíð. Stefnan er að stelpurnar fylgi í kjölfarið og verði með á stórmótum á næstu árum. Ef allt gengur upp hjá okkur eigum við að vera að keppast um að komast á þessi stórmót og komast sem vonandi oftast á þau. Við erum að horfa á það til framtíðar að í síðasta lagi 2021 verði stelpurnar með á stórmóti,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknatt- leikssambands Íslands, í spjalli við Skinfaxa. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands: Árangur A-landsliðsins mun nýtast hreyfingunni í heild sinni vel

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.