Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2015, Side 31

Skinfaxi - 01.02.2015, Side 31
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Íþrótta- og leikjadagur Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, var haldinn í íþróttahús- inu í Austurbergi í Breiðholti 18. febrúar sl. Þetta var í 30. sinn sem þessi dagur er haldinn og var mikil og góð stemning á hátíðinni. Vel var mætt á hátíðina og skein gleði og ánægja úr hverju andliti. Á íþrótta- og leikjadeginum komu fram nokkrir hópar af Stór-Reykjavíkur- svæðinu og úr Reykjanesbæ og sýndu atriði við góðar undirtektir áhorfenda. Þess má geta að fyrsti íþróttadagur Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra var haldinn 1985 en fyrstu sex árin komu eldri borgarar saman og gerðu sér glaðan dag á gervigras- vellinum í Laugardal. Mikil vakning hefur orð- ið í íþróttum og hreyfingu almennt meðal eldri borgara hin síðustu ár og er ljóst að hún mun aðeins vaxa enn frekar á næstu árum. „Það er alltaf ánægjulegt að koma saman á þessum degi og þetta er jafnan stór dagur í okkar huga. Starfið innan Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra stendur með blóma og við erum þakklát fyrir samstarfið með Ung- mennafélagi Íslands sem hefur veitt okkur mikinn og góðan stuðning í gegnum tíðina,“ sagði Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður FÁÍA. Íþrótta- og leikjadagur FÁÍA haldinn í 30. sinn: Alltaf jafn ánægjulegt að koma saman Íþróttafólk ársins 2014 Skíðakappinn Sævar Birgisson í Skíðafélagi Ólafsfjarðar var kjörinn íþróttamaður Fjallabyggðar. Þetta var fjórða árið í röð sem Sævar hlýtur þessa nafnbót. Kjör á Íþróttamanni Fjalla- byggðar er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar. Ólöf María Einarsdóttir í Golfklúbbnum Hamri í Dalvíkurbyggð var kjörin íþróttamaður UMSE. Ólöf María náði frábærum árangri á síðasta ári og er tvímælalaust í hópi efnileg- ustu kylfinga landsins. Hafdís Sigurðardóttir var valin íþróttamaður UFA og Akureyrar. Hafdís setti m.a. þrjú Íslandsmet og vann fjölda Íslandsmeistaratitla á árinu. Boccia- maðurinn Kristbjörn Óskarsson í Völsungi var valinn íþróttamaður Húsavíkur 2014. Kjörinu var lýst við athöfn í Íþróttahöllinni á Húsavík. Kiwanis- klúbburinn Skjálfandi stóð að kjörinu. Íþróttamaður Hattar árið 2014 var fótboltakonan Heiðdís Sigurjóns- dóttir. Heiðdís lék 5 leiki með U19 landsliði Íslands sem tryggði sér þátt- tökurétt í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Ísrael. Bjarni Bjarnason, Hestamanna- félaginu Trausta, var útnefndur Íþróttamaður Bláskógabyggðar. Hápunktur ársins var þegar Bjarni og Hera frá Þórodds- stöðum sigruðu í 250 m skeiði á Lands- móti hestamanna á Hellu og settu þar Íslands- og heimsmet. Ástrós Brynjarsdóttir var valin Íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2014. Ástrós hlaut einnig verðlaunin í fyrra en hún var valin taekwondokona Íslands árin 2012, 2013 og nú í ár. Knattspyrnufólkið Daníel Leó Grétarsson og Guðrún Bentína Frímannsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþrótta- kona Grindavíkur 2014 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Knattspyrnukonan Guð- munda Brynja Óladóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði í Umf. Selfoss, eru íþróttakona og íþróttakarl Árborgar 2014.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.