Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 19

Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 Myndaskáld Guðmundur Ingólfsson tekur myndir af vegglistaverki við Kleppsveg. Hann er einn fremsti ljósmyndari landsins og þekktur fyrir myndir af götum og byggingum borgarinnar. RAX Sá sem þetta ritar hefur eins og margir aðrir haft ánægju af því að fylgjast með íþróttum í áratugi. Hluti af þessum áhuga beinist að vali á íþróttamanni ársins ár hvert. Oftast munu úr- slitin hafa verið sann- gjörn, miðað við ár- angur íþróttafólksins, en stundum vafasöm eða fjarri öllu lagi. Rétt er að taka fram að ég þekki engan persónulega af þeim sem tilnefndir voru að þessu sinni og er ekki tengdur þeim svo ég viti á nokkurn hátt. Sá sem valinn var íþróttamaður ársins að þessu sinni er sýnilega mjög þekkilegur og myndarlegur maður og efalaust besti körfubolta- maður okkar á síðasta ári. Hann leikur nú með sterku liði á Spáni og í viðtali sagðist hann vonast til að verða valinn í þrettán manna úrval hjá liðinu. Þetta dugar þó skammt til að jafnast á við þá, sem bestum árangri hafa náð. Á árinu 2014 var Guðjón Valur Sigurðs- son valinn af erlendum íþróttasérfræðingum sá besti í heimi af vinstri hornamönnum í handbolta og Aron Pálmarsson var kjör- inn besti leikmaður úr- slitakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Engir aðrir íslenskir íþróttamenn voru nálægt því að vinna slík afrek á síðasta ári. Ég lít svo til að það hefði verið sjálfgefið að velja þessa tvo afreks- menn í tvö efstu sætin við kjör á íþróttamanni ársins 2014. Það gerð- ist ekki. Guðjón Valur var settur niður í 3. sæti, Aron Pálmarsson all- nokkrum sætum neðar. Hvað veld- ur? Augljóst er að slík niðurstaða verður ekki fyrir tilviljun. Það þýðir að fréttamenn hafa sameiginlega tekið ákvarðanir fyrirfram og at- kvæðagreiðslan því leikaraskapur. Geðþóttaákvarðanir fréttamanna virðast litaðar af því að gert sé upp á milli íþróttagreina, ekkert tillit sé tekið til mats erlendra sérfræðinga, sleggjudómar felldir um árangur einstakra íþróttamanna og varla hægt að verjast þeirri hugsun að vild eða óvild í garð einstaklinga ráði för. Einn fréttamannanna sagði fyrir fáum kvöldum í fjölmiðli: Nú fer „handboltafárið“ að byrja. Þessi tónn er í samræmi við það er að framan er skráð. Það má vera álitamál hvor þeirra tveggja afreksmanna, sem ég tel að hafi staðið fremstir á síðasta ári hefði átt að hreppa titilinn „íþrótta- maður ársins“. Ég tel þó eðlilegt að það hefði komið í hlut Guðjóns Vals, m.a. vegna þess að árið áður, 2013, hafði hann sambærilega stöðu í al- þjóðlegum handbolta og í fyrra og átti að mínum dómi skýlausan rétt á æðstu viðurkenningu, en var þá eins og nú settur niður í 3. sæti. Þriðja og fjórða sæti á listanum eru auðvitað ekki jafn þýðingarmikil og tvö þau fyrstu. Ég tel að í þau sæti hefðu sterklega komið til greina Sif Pálsdóttir fyrirliði og burðarás í landsliði kvenna í hóp- fimleikum og Jón Margeir Sverr- isson, sem setti tvö heimsmet og þrjú Evrópumet í sundi fatlaðra á síðasta ári. Val á liði ársins var einnig undar- legt. Ekkert lið komst með tærnar þar sem landslið okkar í hópfim- leikum kvenna hafði hælana. Þetta frábæra lið vann silfrið á Evrópu- mótinu sl. haust og gullið árið áður, án þess að hljóta eðlilega við- urkenningu íþróttafréttamanna. Nú var bætt um betur og látið eins og þetta lið hefði ekki verið til á síðasta ári. Það var ekki einu sinni með á lista yfir þau lið sem greiða skyldi atkvæði um við val á liði ársins. Með þessu sýndu fréttamenn okkar glæsilegu fimleikakonum ótrúlega vanvirðingu. Vonandi stafar það ekki af því að liðið var skipað kon- um. Þegar ítrekað er gengið fram hjá okkar öflugustu íþróttamönnum við veitingu viðurkenninga og val á íþróttamanni ársins, eins og hér hefur verið lýst, kann það að virka eins og blaut tuska í andlit afreks- manna. Enginn veit hvaða skaða það getur valdið. Ástæða er til að meta í fullri al- vöru, hvort ekki sé nauðsynlegt að taka upp aðra aðferð við val á íþróttamanni ársins og tengdum viðurkenningum. Íþróttafréttamenn gætu síðan skemmt sér við að velja úr sínum hópi íþróttafréttamann ársins hverju sinni. Eftir Pálma Jónsson » Val á liði ársins var einnig undarlegt. Ekkert lið komst með tærnar þar sem landslið okkar í hópfimleikum kvenna hafði hælana. Pálmi Jónsson Höfundur er fv. alþingismaður. Íþróttamaður ársins 2014 Hinn 15. desember síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein eftir Artur Mas, for- seta Katalóníuhéraðs á Spáni. Í greininni fjallar hann um meint- an rétt Katalóníubúa til að slíta sig frá Spáni og stofna sjálfstætt ríki. Í þessu svari mínu mun ég reyna að út- skýra og leiðrétta ýmsar rang- færslur sem komu fram í grein herra Mas. Í fyrsta lagi vil ég segja að ég vildi að ég hefði ekki þurft að skrifa þessa grein. Öfugt við þá skoðun herra Mas, sem kemur fram í grein hans, held ég að það muni ekki auð- velda lausn þessa innanríkismáls Spánar að færa það inn í fjölmiðla annarra landa. Þá sýnir hann einnig alvarlegan skort á hollustu gagn- vart embætti sínu sem forseti kata- lónsku héraðsstjórnarinnar, en eitt af hlutverkum hans er „að vera helsti málsvari spænska ríkisins í Katalóníu“ eins og kemur fram bæði í stjórnarskrá Spánar og í sjálfstjórnarlögum Katalóníuhéraðs. Það er því þversagna- kennt og sorglegt að sá sem á að vera helsti málsvari Spánar í ákveðnum landshluta ríkisins skuli nota það vald sem honum er fal- ið til þess að ráðast ut- an frá á ríkið sem hon- um ber skylda til að standa vörð um. Leyf mér, herra forseti, að tjá undrun mína og sorg yfir þessari hegð- un. Í öðru lagi setur herra Mas fram þá kröfu að Katalóníubúar fái að kjósa, rétt eins og þeir hafi ekki haft þann rétt á öllum stjórnsýslu- stigum (bæjarstjórnar-, héraðs- stjórnar-, þing- og Evrópuþings- kosningum) síðan lýðræðið var endurheimt á Spáni árið 1977. Af grein herra Mas mætti ráða, fyrir þá sem ekki þekkja raunveruleik- ann, að á Spáni væri ennþá einræði þar sem íbúarnir hefðu ekki kosningarétt. Þetta sama fólk spyr sig þá örugglega í undrun hvernig í svoleiðis kúgunarríki einhver skuli bera titilinn forseti Katalóníuhér- aðs. En vitanlega er staðan ekki þessi. Síðan 1979 hefur Katalónía notið mikils sjálfstæðis sem sjálf- stjórnarhérað. Þessi réttur var tryggður í stjórnarskrá Spánar frá 1978, sem var samþykkt af 93% kjósenda í Katalóníuhéraði (sem var hærra hlutfall en annars staðar á Spáni). Í fyrstu grein stjórnarskrár- innar stendur „fullveldi ríkisins er í höndum spænsku þjóðarinnar“, en ekki aðeins í höndum hluta þjóð- arinnar eins og Katalóníubúar eru. Sjálfur Artur Mas er forseti kata- lónska sjálfstjórnarhéraðsins vegna þess að Katalóníubúar kusu hann á þeim lagagrunni sem fram kemur í stjórnarskránni og í sjálfstjórnar- lögum héraðsins. En það er þó ekki leyfilegt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu til að lýsa yfir aðskilnaði við Spán vegna þess að grein tvö í stjórn- arskránni kemur í veg fyrir það, en þar segir: „Spánn er órjúfanleg ein- ing, sameiginlegt og ósundranlegt föðurland allra Spánverja“ rétt eins og gerðardómurinn um stjórn- arskrá samþykkti. Þessi yfirlýsing er alls engin ólýðræðisleg árás held- ur er þetta mjög hefðbundin yfirlýs- ing þroskaðra lýðræðisríkja. Þau ríki sem herra Mas nefnir í grein sinni, Skotland og Quebec, sem hefðbundin lýðræðisríki eru einmitt undantekning frá þessum hefð- bundnu ríkjum. Að auki má nefna að önnur grein stjórnarskrárinnar tryggir líka „ réttinn til sjálf- stjórnar til handa héruðum og land- svæðum“ og „samstöðu meðal þeirra allra“. En á hinn bóginn er hægt að breyta stjórnarskránni og lögunum. Ekkert kemur í veg fyrir það að umræddri annarri grein sé breytt, en það þarf þá að gerast í samræmi við þau lög og reglur sem fyrir eru og sem þurfa að sjálfsögðu, fyrir svona mikilvægt mál, að vera vilji meirihlutans. Kannski er það þarna sem herra Mas ætti að byrja, með því að leggja fram breytingartillögu á stjórnarskránni. Fyrst hann er svona sannfærður um réttmæti raka sinna ætti það ekki að vera honum erfitt að telja þjóðina á að samþykkja þær breytingar. Þannig mun hann vinna í takt við lögin en ekki reyna að finna leiðir sem að- eins munu leiða til höfnunar og gremju. Í þriðja lagi talar herra Mas með dramatískum hætti um hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar og tölvuárásir. Ég veit samt ekki hvaða hótanir honum hafa borist aðrar en þær að minna hann á skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni og lögum landsins. Samt sem áður er erfitt að trúa þessum meintu hótunum þegar horft er til þess að atkvæða- greiðslan, sem boðað var til einhliða hinn 9. nóvember síðastliðinn án op- inberrar kjörskrár né nokkurrar tryggingar um lýðræðislega fram- kvæmd, fór fram án þess að nokkur stæði í vegi fyrir því að fólkið mætti til að skila inn atkvæði sínu þar sem herra Mas og hans menn sögðu því að mæta. Annað mál er svo að nið- urstöðurnar sýndu kannski ekki fram á jafn eindreginn stuðning við sjálfstæði og hann hefði óskað, og þá byrjar hann að tala um hótanir sem ekki eiga sér stoð í raunveru- leikanum til að réttlæta sjálfan sig. Ég harma það að nýju að hafa þurft að skrifa þessa grein, en vona þó að með henni fái lesendur betri og víðari sýn á þetta mál. Eftir Antonio López Martínez » Af grein herra Mas mætti ráða, fyrir þá sem ekki þekkja raun- veruleikann, að á Spáni væri ennþá einræði þar sem íbúarnir hefðu ekki kosningarrétt. Antonio López Martínez Höfundur er sendiherra Spánar á Íslandi með búsetu í Ósló. Svar við grein Arturs Mas, forseta Katalóníuhéraðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.