Morgunblaðið - 13.01.2015, Qupperneq 21
Fljótlega varð til þráður á milli
okkar og við urðum nánir vinir.
Svo nánir að eftir að kennslu-
stundum lauk og við komnir heim
þá töluðumst við í síma síðdegis,
jafnvel svo yfir klukkustundina
dró, um það sem var efst á baugi,
létum fátt okkur óviðkomandi,
fylgdumst vel með og almennt
bara býsna vel að okkur. Þessi
menntaskólavinátta hefur engan
endi tekið þótt símtölum hafi
fækkað og ég sé verr að mér um
líðandi samfélagsstund. Þéttast
héldum við hópinn í lok mennta-
skóla og á háskólaárunum; rædd-
um málin breitt, og bárum niður
víða í námi við HÍ í byrjun. Byrj-
uðum í sálfræði saman haustið
1978. Svo fékk hann flensu og
missti úr, ég glósaði fyrir okkur
báða en hraustur að nýju ákvað
Eddi að nóg væri komið af sál-
fræðinámi. En Eddi horfði alltaf
fram, hellti sér í stærðfræði um
tíma og sýndi líka íslensku og
læknisfræði áhuga, og stjórn-
málafræði. Við vorum ungir og
áhugasamir, þessi ár voru lífleg
og skemmtileg. Með mikla þekk-
ingu á samtíma sínum fann Eddi
sig best í sagnfræði og þar var
gaman að fylgjast með honum og
hans góðu vinum og kunningjum
enda varð þessi hópur að hluta til
minn hópur. Hátt ber lífið og fjör-
ið á Þjórsárgötu þar sem Eddi,
Unnar heitinn vinur okkar og
fleiri bjuggu, sannkallaður sam-
komustaður og þar man ég fyrst
eftir Þórunni. Árið 1979 varð svo
til Hið íslenska fótboltafélag sem
hefur haldið hópinn síðan með við-
komu í KR-heimilinu, íþróttahúsi
HÍ og íþróttasal MS og ýmsum
útivöllum að sumarlagi, kaffi-
drykkju í Norræna húsinu, Kaffi-
vagninum, Flóru og Perlunni, og
innihaldið marga góða félaga og
stundir. Við Eddi reyndar hættir
boltapoti hin seinni árin en fé-
lagsskapurinn okkur engu að síð-
ur mikilvægur. Eddi skipulagði
og stjórnaði árshátíðum og spurn-
ingakeppnum, klassískt að þær
færu aðeins úr böndunum, oftast
öllum til ánægju.
Í erli daganna undanfarið höf-
um við hist of sjaldan en heim-
sóknir og glaðar stundir samt ver-
ið á sínum stað, síðast heima hjá
Edda og Þórunni á Bárugötunni
þar sem boðið var til gleðifundar
vegna útgáfu bókar Edda Sveitin í
sálinni. Þá var gaman eins og áður
af líku tilefni. Eddi skrifaði nefni-
lega bækur sem eftir var tekið, og
það gerir Þórunn líka. Og svo var
menntaskólaneminn Halla dóttir
mín að horfa á myndband eftir
Edda í dag í sögutíma í MR.
Nú í haust hafði Eddi á orði að
hann yrði að fara að hitta mig til
að fara yfir heilsumálin. Nú er það
um seinan, og tilhlökkunin verður
að hugsun einni um spjall og fundi
sem ekki verða. Það er sárt að
kveðja góðan vin og ævifélaga en
það geri ég með allri þeirri þökk
og virðingu sem ég kann og hef til
hans sjálfs og þeirra örlaga sem
leiddu leiðir okkar saman.
Haukur Hjaltason.
Lærifaðir, samstarfsmaður og
kær vinur okkar hefur lagt af stað
í sitt hinsta ferðalag allt of fljótt.
Eggert Þór var einstakur maður,
ástríkur fjölskyldufaðir og mikill
gleðigjafi í vinahópi. Hann var
fjölhæfur, afkastamikill og vand-
aður fræðimaður, sem hafði sér-
staka ástríðu fyrir að miðla þekk-
ingu á fjölbreyttan hátt. Hann var
bæði farsæll og vinsæll sem kenn-
ari við Háskóla Íslands og hafði
einstakt lag á að ná til nemenda
og hvetja þá til dáða.
Við kynntumst Eggerti haustið
1993 þegar við hófum nám í sagn-
fræði og hann nýlega fastráðinn
kennari. Frá fyrstu kennslustund
kveikti hann mikinn áhuga hjá
okkur og samnemendum. Hann
lagði okkur lífsreglurnar um að-
ferðirnar og gaf hvergi eftir, en
opnaði jafnframt heiminn um
miðlun fræðanna. Þannig kynnt-
umst við honum fyrst og eigum
það sameiginlegt að enginn utan
nánustu fjölskyldu eða æskuvina
hefur mótað okkur jafnmikið á
lífsleiðinni.
Eftir þennan fyrsta vetur í
sagnfræðinni hófst afar ánægju-
legt og lærdómsríkt ferðalag með
Eggerti. Við áttum því láni að
fagna, eins og margir fleiri, að
koma að ótrúlega fjölbreyttum
verkefnum sem Eggert setti af
stað af eigin rammleik. Það var í
hans stíl að vinna náið með sam-
ferðafólki sínu, leita leiða til sam-
starfs, byggja brýr, draga fram
það besta í fólki og skapa ný tæki-
færi, en slá þó hvorki af metnaði
né kröfum.
Síðar fengum við ómetanlegt
tækifæri til að leggja Eggerti lið
við að láta draum hans rætast. Að
setja á stofn hagnýta námsleið um
miðlun sem mundi styrkja fræði-
greinina sem hann unni og standa
sjálfstæð við hlið hennar. Verk-
efnið átti hug hans allan og hann
lagði líf og sál í það. Hagnýt
menningarmiðlun hefur staðið
traustum fótum síðan og afar mik-
ilvægt er að standa vörð um nám-
ið og halda nafni hans og arfleifð á
lofti.
Það var ástríða Eggerts að
færa söguna til fólksins. Miðla
henni á lifandi hátt og klæða í fjöl-
breyttan búning. Hann var fjöl-
hæfur í miðluninni, unnandi kvik-
mynda, ljóðrænn ljósmyndari,
setti upp sýningar, stofnaði tíma-
rit, samdi þætti fyrir útvarp og
gerði heimildamyndir fyrir sjón-
varp. Þyngstu lóðin á vogarskál-
arnar voru þó ritin um sögu
Reykjavíkur, braggalífið í bænum
og sveitina í sál Reykvíkinga.
Bækur sem þjóðin tók opnum
örmum.
Við styrktum vináttuböndin
með því að fara saman í ferðalög,
m.a. á Strandir, í Dalina, á Snæ-
fellsnes, um Eyjafjörð, í Flatey,
til Vestmannaeyja, á Eyrarbakka
og til Kaupmannahafnar. Þetta
voru skemmtiferðir með sögulegu
ívafi. Við fórum á söfn og sýning-
ar, líka á barinn, en ætíð með
borðspil við hönd og húmorinn að
vopni. Oftar en ekki flugu fim-
maurabrandarar – sumir söguleg-
ir en aðrir týndust með tímanum.
Eggert var gull af manni, í
senn umhyggjusamur, gjafmild-
ur, jákvæður og skemmtilegur.
Minningarnar eru ómetanlegar
og við varðveitum þær með hlýju.
Hugur okkar er hjá fjölskyldunni,
Þórunni, Gunnari, Valdimar,
Yrsu, Þórhildi Elínu og móður
hans, Guðrúnu, og við vottum
þeim innilega samúð. Við trúum
því og treystum að kærleikurinn
og minningarnar styrki ykkur í
sorginni. Góða ferð, kæri vinur.
Guðbrandur, Viggó
og Þórmundur.
Það er með trega í hjarta og
döprum hug sem ég kveð vin minn
og félaga Eggert Þór eða Edda
eins og ég kallaði hann alltaf. Við
kynntumst í Árbæjarhverfinu 10
ára gamlir og með okkur tókst
góð vinátta sem entist allar götur
síðan. Í Árbæjarhverfinu komst
Eddi næst því að vera sveitamað-
ur, hann flutti þangað úr 101
Reykjavík en í miðborginni kunni
hann best við sig, bjó á Bárugöt-
unni og starfaði við HÍ sín fullorð-
insár. Reykjavík átti alltaf hug
hans og hjarta enda skrifaði hann
lærðar bækur um borgina og nú
síðast Sveitin í sálinni sem að ég
held að sé að hluta sprottin úr
þeim andstæðum sem hann upp-
lifði við flutninginn í Árbæjar-
sveitina. Í Ábæjarhverfinu var
margt brallað og boltaíþróttir
spiluðu þar stóran þátt. Fylkir var
félagið okkar og Eddi gerði garð-
inn frægan þar, sérstaklega í
handboltanum, þótti líkjast Faxa,
Svíanum fræga bæði hvað varðaði
skotkraft og hárprýði. Svo fórum
við saman í MS og næstu fjögur
árin liðu í R bekknum í góðum fé-
lagsskap. Á sumrin vann Eddi við
útkeyrslu hjá Ölgerðinni, Gunnar,
stjúpi Edda, mikill öndvegismað-
ur, sem starfaði þar á bæ, útveg-
aði Edda vinnuna. Bestu kúnn-
arnir voru Rússarnir því þeir gáfu
alltaf bjórkassa og nutum við vin-
irnir góðs af, hver bjór var ger-
semi á þessum bannárum. Að
loknum menntaskólanum endaði
ég í sjúkraþjálfun og Eddi í sagn-
fræði þannig að daglegur hitting-
ur var úr sögunni. Við urðum aft-
ur báðir félagar í Hinu íslenska
fótboltafélagi og hittumst nánast
vikulega á fundum hjá félaginu,
sem samanstóðu af fótboltaiðkun,
kaffidrykkju og umræðu um það
sem hæst bar hverju sinni í þjóð-
félaginu. Eddi var mikil driffjöð-
ur í þessum félagsskap og bar þar
hæst skipulagshæfileika hans
varðandi árshátíðir félagsins og
svo var spurningakeppnin hans
víðfræg, margra klukkustunda
löng þegar best lét. Æfingin þar
nýttist honum örugglega þegar
hann tók að sér að semja spurn-
ingar fyrir spurningakeppnina
Gettu betur við góðan orðspor.
Ljóst er að Edda verður sárt
saknað á fundum félagsins í fram-
tíðinni, að ekki sé talað um á
næstu árshátíðum. Við félagarnir
í fótboltafélaginu vorum heppnir
að hitta Edda á fundi um miðjan
desember þrátt fyrir mikið ann-
ríki hjá honum þegar hann kom
og sýndi okkur stoltur nýju bók-
ina sína. Frábært verk og ég var
svo gæfusamur að fá hann til að
árita eintak fyrir mig og verður
bókin sú til að ylja mér um hjarta-
ræturnar í framtíðinni þegar
góðs drengs verður minnst. Mér
fannst sérstaklega gaman þegar
Eddi sýndi mér mynd í bókinni af
mömmu hans á yngri árum. Mér
finnst hugsunin um að Eddi sé
horfinn á braut óraunveruleg,
hann átti alltof margt eftir að
gera, klára þríleikinn um Reykja-
vík með því að færa sögu borg-
arinnar til nútímans og halda
áfram að þróa sitt frábæra starf í
Hagnýtri menningarmiðlun við
HÍ. Nú er mál að skrifum linni en
ég vil ekki hætta, finnst að þá sé
kominn endapunktur sem ég er
ekki tilbúinn fyrir. Elsku Þórunn,
Gunnar Theodór, Valdimar
Ágúst, Guðrún mamma hans
Edda, allir aðrir í fjölskyldunni
og vinir, ég samhryggist ykkur
öllum. Kæri Eddi, bless í bili.
Ágúst Jörgensson.
Eggert Þór Bernharðsson var
einstakur maður. Skarpgreindur
og vel lesinn, vinnusamur og ag-
aður, forvitinn og skemmtilegur,
stríðinn og glettinn, tryggur og
traustur. Heimurinn er fátækari
að honum gengnum.
Við kynntumst haustið 1978 er
við hófum báðir nám í sagnfræði
við Háskóla Íslands og bundumst
þá sterkum vinaböndum er aldrei
röknuðu. Fas hans bar strax með
sér að þar færi enginn meðaljón.
Eggert var ákveðinn í framkomu,
skýr í tali og með ríka ábyrgð-
artilfinningu. Hann hafði sterka
forystuhæfileika og varð snemma
foringi okkar hóps og hélt þeirri
stöðu æ síðan.
Það lék í raun aldrei vafi á að
hann myndi ganga akademíunni á
hönd. Sem fræðimaður var hann
fundvís á nýstárlegar nálganir og
fræðasvið og hvað hann naut þess
að stíga þessa nýju dansa við
músuna Clio. Tónlistarlíf, bragg-
ar, sveitin í höfuðborginni, leik-
húslíf og borgarskáld voru meðal
þeirra viðfangsefna sem hann
sökkti sér ofan í og afraksturinn
var glæsilegur eins og þrjár til-
nefningar til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna bera með
sér. Í ritverkum Eggerts er ætíð
lögð mikil áhersla á hið mynd-
ræna og hann var fundvís á góðar
myndir og kort sem oft brugðu
óvæntu ljósi á frásögnina.
En Eggert skrifaði ekki bara
bækur heldur miðlaði einnig
sagnfræði til fræðimanna og þó
sérstaklega almennings með þátt-
um í útvarpi og sjónvarpi, á You-
tube og með uppsetningu sýninga
af ýmsu tagi. Við Háskóla Íslands
kom hann af stað námi á meist-
arastigi í hagnýtri menningar-
miðlun sem hefur notið góðra vin-
sælda. Hann var sannur
frumkvöðull.
Sjálfur kynntist ég fræðimann-
inum Eggerti vel er ég vann með
honum að bók er gefin var út í til-
efni af 100 ára afmæli Íslands-
banka. Öguð og skipulögð vinnu-
brögð hans vöktu athygli mína,
sem og natni hans og nákvæmni.
Eftir að Eggert og Þórunn
fluttu vestur í bæ enduðu kvöld-
göngurnar merkilega oft með inn-
liti á Bárugötunni þar sem spjall-
að var um heima og geima og
stundum spilað mahjong langt
fram á nætur. Oft hlustuðum við á
klassíska íslenska dægurtónlist
sem Eggert hafði miklar mætur
á, og ef gesti bar að garði með
hljóðfæri undir hendi settist frúin
við píanóið og síðan voru gamlir
djassstandardar, svo sem As time
goes by, sungnir og spilaðir af
hjartans list. Og þá var fjör.
Eftir að ég hóf sjálfur störf við
Háskóla Íslands hittumst við oft-
ar þar, borðuðum stundum saman
í hádeginu eða ræddumst við á
förnum vegi. Ég sé hann fyrir mér
rölta um háskólasvæðið, í síðum
dökkum frakka og með skærrauð-
an trefil um hálsinn. Dökkt hárið,
sem er þó orðið nokkuð grá-
sprengt, tekið í tagl að aftan, sól-
gleraugun ofarlega á enninu.
Hann lítur upp eins og hann sé að
hugsa sig um og heldur svo för
sinn áfram.
Far vel, kæri vinur.
Sveinn Agnarsson.
Kveðja frá Háskóla Íslands
Við kveðjum í dag Eggert Þór
Bernharðsson, kæran samstarfs-
mann, prófessor við Sagnfræði-
og heimspekideild. Auk starfa við
kennslu, rannsóknir og stjórnun á
Hugvísindasviði var honum annt
um velferð skólans í heild. Eggert
hafði frumkvæði að ýmsum nýj-
ungum og taldi aldrei eftir sér að
leggja góðum málum lið og vinna í
þágu skólans. Þetta kom fram
með skýrum hætti á aldarafmæl-
isári Háskóla Íslands 2011. Þar
lagði Eggert mikið af mörkum.
Hann hafði til að mynda umsjón
með sérstökum afmælisvef sem
sýndi þróun skólans í máli og
myndum frá stofnári 1911. Þá átti
hann hugmyndina að Háskóla-
lestinni, sem hefur farið um landið
og gefið unglingum færi á að hitta
og kynnast vísindamönnum á öll-
um fræðasviðum skólans. Ung-
lingunum hefur boðist að taka
námskeið í japönsku, stjórnmála-
fræði, stærðfræði, sagnfræði,
tölvuverkfræði og ótal fleiri grein-
um, jafnframt því að fræðsluer-
indi hafa verið haldin fyrir full-
orðna. Eggert kom að gerð
hátíðardagskrár í tilefni afmælis-
ins í Hörpu, þar sem þekking
hans á myndefni, bæði ljósmynd-
um og kvikmyndum, skipti sköp-
um.
Mér eru minnisstæð persónu-
leg samskipti við Eggert á liðnum
mánuðum sem mér finnast lýsa
honum vel. Í fyrra skiptið var
hann að leggja lokahönd á bókina
Sveitin í sálinni, sem kom út fyrir
jólin og lýsir hvernig margir af
fyrstu kynslóð Reykvíkinga, sem
áttu uppruna í sveit, höfðu með
höndum smábúskap innan borg-
armarka. Eggert var að leita að
myndefni fyrir bókina og ég fann
glöggt hvílíka alúð og vandvirkni
hann lagði í þetta verkefni. Það
átti hug hans allan og því kom
ekki á óvart að bókin skyldi til-
nefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna. Þannig var Egg-
ert, ósérhlífinn, vandvirkur og
einlægur í öllum sínum verkum.
Eggert tók samfélagslegar skyld-
ur sínar sem prófessor alvarlega.
Hann vann að ótal mörgum verk-
efnum sem miðuðu að því að miðla
fræðslu um sögu og menningu til
almennings með skemmtilegum
og áhrifaríkum hætti. Hann nýtti
myndefni ávallt snilldarlega til að
gera söguna lifandi og aðgengi-
lega.
Í seinna skiptið hitti ég Eggert
á barnajólaballi Háskóla Íslands
milli jóla og nýárs. Þar var hann
með lítilli sonardóttur og mátti
ekki á milli sjá hvort skemmti sér
betur með jólasveinunum, barna-
barnið eða afinn. Það segir oft
mikið um fólk hvernig það um-
gengst og á samskipti við börn.
Eggert naut þess augljóslega og
einlæglega að skemmta sér með
smáfólkinu.
Tveimur dögum síðar var hann
allur, aðeins 56 ára gamall, og
stórt skarð höggvið í raðir starfs-
fólks Háskóla Íslands. Vitaskuld
er þó mestur missir og harmur
Þórunnar, eiginkonu Eggerts,
sona þeirra, móður Eggerts og
litlu afastúlkunnar. Fyrir hönd
Háskóla Íslands votta ég þeim
innilega samúð á þessari sorgar-
stundu.
Kristín Ingólfsdóttir.
Á hlaðinu við Nýja Garð stend-
ur skeggjaður maður með rauðan
trefil og tagl. Frá honum stafar
stóískri yfirvegun en einnig eft-
irvæntingu enda er allt í bígerð,
mallar og gerjast á sínum góða
tíma. Þolinmæði og áhugi eru lyk-
ilorðin og reynast vel á þessum
stað þar sem Eggert Þór Bern-
harðsson hefur byggt, bætt og
slípað stökkbretti sitt fyrir fræða-
miðlun framtíðarinnar.
Ekkert var ómögulegt þegar
Eggert var spurður, það þurfti
bara aðeins að hugsa málið og
finna rétta leið. Eggert sá mögu-
leika hvers manns og veitti af ör-
læti stuðning sinn, hvatningu og
mið í átt að hverju því marki sem
vegfarendur leituðu auk þess sem
hann viðraði oft, eins og rétt si-
svona í framhjáhlaupi, vangavelt-
ur um skemmtilega útúrdúra og
áður ókannaða hella.
Við nutum þeirra forréttinda
að fá að vinna með þessum fram-
sýna öðlingi. Hann reyndist okkur
góður kapteinn og gaf okkur öll-
um dýrmæta reynslu og innblást-
ur. Ótímabært fráfall hans er
skaði sem seint verður bættur
okkur samstarfsmönnum hans,
nemendum og háskólasamfé-
laginu öllu. Mestur er þó missir
fjölskyldu hans og vottum við
henni alla okkar samúð.
Ármann Gunnarsson,
Halla Kristín Einarsdóttir og
Margrét Pálsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Eggert Þór Bernharðs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir okkar, afi, og bróðir,
ÓLAFUR MAGNÚS HREGGVIÐSSON
smiður,
lést á sjúkrahúsi í Bærum í Noregi
miðvikudaginn 7. janúar.
Útförin fer fram í kyrrþey.
.
Brynja Mjöll, Margrét Guðbjörg,
barnabörn og systkini.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR,
Merkigerði 21,
Akranesi,
áður Hamarlandi Reykhólahreppi,
lést á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð
föstudaginn 9. janúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 16. janúar kl. 14.00.
Matthías Ólason, Olga Sigvaldadóttir,
Hermann Ólason, Lovísa Gunnarsdóttir,
Sæmundur Ólason, Katrín Baldvinnsdóttir,
Soffía Óladóttir,
Arnar Ólason, Valgerður Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
STEFANÍA JÓNSDÓTTIR
Melagötu 3,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
föstudaginn 9. janúar.
Ari Sigurjónsson,
Sigurjón Arason, Margrét Sigurðardóttir,
Jóna Katrín Aradóttir, Benedikt Sigurjónsson,
Ingibjörg Aradóttir, Sigurður Friðjónsson,
Eysteinn Arason María Ásmundsdóttir
Hilmar Már Arason, Katrín A. Magnúsdóttir,
Pjetur St. Arason,
barnabörn og barnabarnabörn.