Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
✝ Guðrún Þór-hallsdóttir
fæddist að Hrafna-
gili í Eyjafirði 24.
október 1925. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 3. jan-
úar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Þórhallur
Antonsson, bóndi á
Hrafnagili, f. 1895,
d. 1959 og Guðlaug
Jónasdóttir, húsmóðir og verka-
kona, f. 1901, d. 1996. Systkini
Guðrúnar voru Gunnlaug, f.
1924, d. 1935, Rafn, f. 1927, d.
1950, Anna María, f. 1928, d.
2011, Þráinn, f. 1931 og Auður, f.
1935.
Guðrún giftist Jóhannesi F.
Jónssyni frá Siglufirði 1949, f.
1926, d. 1987 og eignuðust þau 7
börn: 1) Helga, f. 1950, gift Hans
J. Neumann, f. 1945, börn: Egill,
f. 1981 og Helgi, f. 1989; 2) Guð-
laug Halla f. 1951, gift Ingimundi
Elíssyni, f. 1955, fyrri eig-
inmaður F. Róbert Eiríksson, f.
1951, börn: Guðrún Mjöll, f. 1972
og Rakel, f. 1976, fyrri sambýlis-
maður Einar Þórðarson, f. 1955,
barn: Kristín, f. 1988; 3) Þórhall-
ur, f. 1953, kvæntur Önnu H.
aðardal. Árið 1946 flutti fjöl-
skylda hennar til Akureyrar og
byggði hús við Glerárgötu 18.
Guðrún gekk í Barnaskóla Ak-
ureyrar og stundaði nám við MA
og lauk þaðan gagnfræðaprófi.
Til að ljúka stúdentsprófi þurfti
þrjú ár til viðbótar sem fáar
stúlkur fengu tækifæri til á þeim
tíma. Guðrún stundaði svifflug
og er líklega fyrsta kona á Ís-
landi sem lauk flugprófi. Þá sat
hún í stjórn Svifflugsfélags Ak-
ureyrar um árabil. Ágrip af flug-
ferli Guðrúnar má sjá á Flug-
safninu á Akureyri. Árið 1947
hóf Guðrún nám við Handíða- og
myndlistaskólann í Reykjavík en
þar kynnist hún Jóhannesi sem
einnig var þar við nám. Þau út-
skrifast 1949 og hefja búskap á
Siglufirði. Á þeim 12 árum sem
þau búa þar fæðast börnin sjö.
Þaðan flutti fjölskyldan í Hafn-
arfjörð þar sem bæði fengu stöðu
við Öldutúnsskóla. Jóhannes sem
smíðakennari og Guðrún sem
myndmenntakennari. Guðrún
var listhneigð og fékkst við
myndlist og handverk af ýmsu
tagi. Eftir hana liggja margir
fjölbreyttir og fágætir listmunir.
Guðrún og Jóhannes byggðu fjöl-
skyldunni sumarbústað á Flúðum
sem fjölskyldan hefur haft mikla
gleði af. Síðustu árin átti Guðrún
við veikindi að stríða sem að
hluta til má rekja til lömunar-
veiki í æsku.
Útför Guðrúnar fer fram í
kyrrþey í dag, 13. janúar 2014.
Þórðardóttur, f.
1953, börn: Þórhild-
ur, f. 1974, Jóhanna
María, f. 1978,
Klara, f. 1982,
Signý, f. 1987 og
Þórður Frímann, f.
1995; 4) Þorleifur, f.
1955, kvæntur Sjöfn
Sigurðardóttur, f.
1957, börn: Jóhann-
es Freyr, f. 1979,
Svava, f. 1983, Hild-
ur Guðrún, f. 1991 og Þórný
Vaka, f. 2000. Fyrir á Þorleifur
dótturina Fjólu Rún, f. 1973; 5)
Börkur, f. 1957, kvæntur Sól-
veigu Guðjónsdóttur, f. 1956,
börn: Brynjar, f. 1981 og Lísa
Björk, f. 1985; 6) Pétur Bolli, f.
1959, kvæntur Rut Indr-
iðadóttur, f. 1960, börn: Dagný, f.
1979, Birna, f. 1989 og Dagur, f.
1991; 7) Grétar Anton, f. 1961,
kvæntur Gitte Johannesson, f.
1962, börn: André, f. 1985, Elin,
f. 1989, Frida, f. 1991 og Julia, f.
1991. Ættbogi Guðrúnar er stór
en hún átti 24 barnabörn og 29
barnabarnabörn. Því eru afkom-
endur hennar nú 60 talsins.
Foreldrar Guðrúnar stunduðu
búskap á Hrafnagili, á Grund í
Eyjafirði og að Völlum í Svarf-
Elskuleg tengdamóðir mín,
Guðrún Þórhallsdóttir er látin.
Ung kynntist ég Guðrúnu og
Jóhannesi, tengdaforeldrum mín-
um, og heimili þeirra stóð mér
strax opið. Það var vel tekið á móti
mér þrátt fyrir annríki og allan
strákaskarann sem fyrir var á
heimilinu.
Heimili Guðrúnar og Jóhann-
esar var óvenjufallegt og per-
sónulegt. Þau voru einstaklega
listræn og laghent bæði tvö og allt
heimilið bar þess merki. Mynd-
verk af ýmsum toga á veggjum
eða tauþrykk á dúkum og gard-
ínum. Hún var sískapandi og opin
fyrir nýjungum og mjög upptekin
af því að finna skemmtileg og
frumleg verkefni til nota í mynd-
menntakennslunni. Hún lagði
mikla áherslu á að ýta undir sköp-
unargleði nemenda sinna og beitti
til þess ýmsum aðferðum sem
voru nýstárlegar. Börnin mín
nutu þess í ríkum mæli því að allt-
af var hægt að komast í liti og
föndurdót af ýmsu tagi hjá ömmu.
Amma fór svo með afraksturinn
eins og mikilsverð listaverk sem
yrðu að fara upp á vegg öllum til
sýnis.
Guðrún var óspör á að miðla af
reynslu sinni og ég nýtti mér það
til hins ýtrasta í minni kennslu og
fékk hjá henni góðar hugmyndir
og ótal sýnishorn.
Guðrún kom oft í sveitina og
vildi þá gjarnan taka til hendinni.
Hún var með græna fingur og
naut þess að hjálpa til í garðyrkj-
unni. Alltaf var af nægu að taka
þar og arfinn lét ekki á sér standa.
Þegar hún hafði lokið verki mátti
varla greina að þar hefði nokkurn
tímann verið illgresi.
Guðrún og Jóhannes byggðu
sér sumarhús á Flúðum, í sveit-
inni okkar, og áttum við þar marg-
ar góðar stundir. Þau nutu sín þar
samhent við að fegra hús og um-
hverfi.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
Guðrúnu að tengdamóður og
þakka henni alla hjálpina og
stuðninginn.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Þórhallsdóttur.
Sjöfn Sigurðardóttir.
Nú kveð ég þig, elsku amma
Guðrún, með miklum söknuði. Þú
hefur átt svo stóran þátt í mínu lífi
alla tíð. Ég veit þó vel að þú ert
hvíldinni fegin þó ég syrgi sárt
þau tímamót. Ég hugga mig þó
sannalega við það hve góðir og
gleðilegir endurfundir hafa verið
á nýja staðnum. Þú ert svo sann-
arlega búin að skila þínu hér á
jörð og notaleg tilfinning að finna
að á milli okkar var allt sagt og
gert sem einhverju máli skipti.
Amma var ekki síður góður
vinur en góð amma. Hún var ein-
staklega sjálfstæð og víðlesin
kona sem átti alltaf fullan banka
af góðum ráðum sem gott var að
leita í. Amma var einnig ótrúlega
handlagin og skilur hún eftir sig
ótrúlegustu hluti sem hún hefur
búið til eða lagað. Stelpurnar mín-
ar voru einnig fljótar að læra inn á
hvað langamma Guðrún var klár
að laga allt mögulegt, því var
ósjaldan sagt „heldur þú ekki að
langamma geti lagað þetta og
hitt?“ Svo Aron sem elskaði lang-
ömmu fyrir það eitt að eiga alltaf
til kex í krukkunni góðu. Þolin-
mæði ömmu í kennslu var óþrjót-
andi, það veit ég þar sem hún
gafst ekki upp við að kenna mér
að prjóna, hekla og sauma út.
Þegar ég var komin með þessa
hluti á hreint gátum við setið og
prjónað saman svo tímunum
skipti, þetta verða mér ótrúlega
dýrmætar minningar sem verða
vel geymdar. Einnig er mér minn-
isstæður tíminn sem við Gísli
leigðum hjá þér herbergi á Hjalla-
brautinni, já það voru góðir tímar.
Viltu mínar þakkir þiggja
þakkir fyrir liðin ár.
Ástríkið og umhyggjuna
er þú vina þerraðir tár.
Autt er sætið, sólin horfin
sjónir blinda hryggðar-tár.
(Höf. ók.)
Elsku hjartans amma mín, ég
kveð þig með söknuði í hjarta,
takk fyrir allar góðu samveru-
stundirnar okkar. Minning þín
mun lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð. Hvíldu í friði, amma
mín. Þín
Rakel.
Elsku amma. Mikið finnst mér
erfitt að kveðja þig en jafnframt
er ég ánægð fyrir þína hönd að þú
fáir loks að hitta afa.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa átt þig fyrir ömmu, þú varst
ákveðin en umfram allt góðhjört-
uð og frá þér streymdi væntum-
þykja. Ég er einnig þakklát fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman. Minnisstæðastar
eru ferðirnar okkar upp í sum-
arbústað. Það var undantekninga-
laust stoppað á Selfossi og keypt
pulsa eða ís og ef maður var ekki
nógu saddur þá lumaðir þú alltaf á
Rolo-nammi í veskinu þínu. Uppi í
bústað fannst okkur báðum æð-
islegt að vera og ég man þegar ég
var yngri þá varst þú að dunda þér
í garðinum við að klippa og hlúa að
gróðrinum á meðan ég skottaðist í
pottinum.
Ég er líka þakklát fyrir að hafa
átt ömmu sem var lagin í höndun-
um því ef einhver bangsi, flík eða
annað þurfti lagfæringar við þá
varst þú ekki lengi að bjarga mál-
unum. Þegar ég byrjaði að búa
fannst mér gott að geta leitað til
þín með smálagfæringar og eftir
það gátum við sest og fengið okkur
hressingu.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa
átt þess kost að hafa þig með í
stórum viðburðum í lífi mínu, það
er að segja í brúðkaupinu okkar
Eika og við útskriftina mína í sum-
ar. Síðast en ekki síst var Kolbrún
Erla svo heppin að fá að kynnast
langömmu sinni.
Elsku besta amma mín, hvíldu í
friði, þín verður sárt saknað. Þín,
Kristín.
Það eru margar ljúfar minning-
ar sem við eigum um ömmu Guð-
rúnu. Hún var einstaklega vinnu-
söm, skapandi, kærleiksrík og
hafði sterkar skoðanir á hlutunum.
Þegar fjölskyldan skrapp til
Reykjavíkur var iðulega farið í
heimsókn til ömmu og afa og gisti
fjölskyldan þá gjarnan í Grænuk-
inn. Í minningunni fannst manni
húsið gríðar stórt og spennandi.
Amma og afi störfuðu bæði við
kennslu og stundum fengum við að
fara með þeim í skólann þegar þau
undirbjuggu kennslu. Þar fengum
við að fikta, föndra og skoða allt
mögulegt á smíðaverkstæðinu og í
myndmenntastofunni. Við fengum
gjarnan leiðsögn hjá þeim og þau
voru sérstaklega handlagin og með
mikla sköpunargleði. Okkur fannst
ævintýralegt að skoða öll listaverk-
in sem amma lét nemendur sína út-
búa. Allir veggir skólans voru
þaktir með allskonar föndri. Þau
skilja eftir sig mikið af falleu hand-
verki. Það yljar manni að eiga verk
eftir þau í heimkynnum okkar sem
halda uppi minningunni um þau.
Amma og afi elskuðu að ferðast í
sveitina og það var alltaf gaman að
fá þau í heimsókn. Þau keyptu sér
lítið hjólhýsi til að geta varið lengri
tíma í sveitinni okkur til mikillar
gleði. Síðar byggðu þau sumarbú-
stað í grennd við heimkynni okkar.
Amma varði miklum tíma í garð-
inum við ýmiss konar garðyrkju-
störf og hafði mikla ánægu af því.
Það var erfitt að hugsa til þess að
hún gæti ekki sinnt þeim verkum
ásamt handavinnunni þegar hún
veiktist á efri árum.
Amma var alltaf áhugasöm um
það sem við höfum tekið okkur
fyrir hendur og hvatti okkur af
heilum hug sem er ómetanlegt.
Hún var sérstaklega kærleiksrík
manneskja sem lagði mikla
áherslu á að rækta persónuleg
tengsl við öll sín barnabörn.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Jóhannes Freyr Þorleifsson,
Svava Þorleifsdóttir og Hild-
ur Guðrún Þorleifsdóttir.
Það er sárt að kveðja ástvin og
þótt viðbúið sé að lífið taki enda er
höggið þungt þegar kallið kemur
– þá finnur maður fyrir söknuðin-
um og minningarnar rifjast upp.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast ömmu – ömmu G eins og
við kölluðum hana gjarnan.
Amma var merkileg kona fyrir
margra hluta sakir; bráðskörp,
listræn, vel lesin og hafði mjög
breitt áhugasvið.
Hún átti myndarlegt safn bóka
og hafði yndi af bóklestri. Þjóð-
félagsumræðan var henni hug-
leikin sem og stjórnmál. Hún var
afar réttsýn, hafði sterkar skoð-
anir og fylgdist vel með um-
ræðunni og sló sér á lær. Eftir
heimsókn til ömmu var maður
margs vísari og hefði maður seint
rekið hana á gat. Á spjalli við
ömmu bættist gjarnan við orða-
forðann hjá manni því hún hafði
tamið sér skemmtilegt orðfæri og
var glettilega kímin. Það duldist
engum sem þekkti ömmu hversu
praktísk hún var og lausnamiðuð.
Hefði hún fæðst nokkrum áratug-
um síðar er ég þess fullviss að hún
væri tæknitröll hið mesta og væri
okkur hinum fremri í hvers kyns
tæknimálum.
Amma var af merkilegri kyn-
slóð – kynslóð sem hafði lifað tím-
ana tvenna og gat miðlað til okkar
yngri kynslóðanna af þeirri
reynslu og þekkingu. Við barna-
börnin vorum lánsöm að eiga
ömmu að og ekki síst stelpurnar
að eiga svo sterka kvenfyrirmynd,
sem amma svo sannarlega var.
Hún var í mörgu langt á undan
sinni samtíð og býsna framúr-
stefnuleg. Fallegt handverk
hennar og listsköpun ber þess
merki. Þá lagði hún stund á svif-
flug og var að öllum líkindum
fyrst íslenskra kvenna til að ljúka
flugprófi.
En það sem einkenndi ömmu
allra mest og lýsir mannkostum
hennar einna best var hversu ein-
staklega barngóð hún var. Það
var ekkert sem gladdi hana jafn-
mikið og ungviðið – hún beinlínis
ljómaði í kringum litlu afkomend-
ur sína og það fundu börnin líka
vel. Fyrir skömmu heimsótti ég
hana ásamt yngsta barninu mínu
og hafði litli snáðinn á orði að
langamma væri svo „mjúk“ – og
þar hitti sá stutti naglann á höf-
uðið því amma var með sanni
mjúk og faðmur hennar mjúkur.
Minningin um ömmu lifir;
– og minningarnar breytast í myndir og
ljóð.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Þín,
Dagný.
Fallinn er frá frumkvöðull, í
hárri elli. Guðrún Þórhallsdóttir
var fyrsta konan til að ljúka flug-
prófi á Íslandi, eftir því sem næst
verður komist. Hún flaug fyrst
Grunau IX renniflugu Svifflug-
félags Akureyrar 21. júlí árið 1945
og lauk A-prófi í svifflugi á Mel-
gerðismelum 20. júlí 1946. Síðasta
flug Guðrúnar var, samkvæmt
leiðabók, 3. nóvember 1946. Guð-
rún, sem var gjaldkeri í stjórn
Svifflugfélags Akureyrar árið
1946, flaug aðallega Grunau IX
renniflugu en á einnig skráðar
þrjár ferðir á Schweizer TF-SBA.
Báðar þessar svifflugur hanga
uppi á Flugsafninu á Akureyri.
Það var gaman að hitta Guð-
rúnu á efri árum. Hún var lífsglöð
og skemmtileg, og gat farið á flug
á ný í frásögnum um liðna tíð.
Blessuð sé minning hennar.
Með kveðju frá norðlenskum
svifflugmönnum,
Arngrímur Jóhannsson.
Guðrún
Þórhallsdóttir
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUNNLAUGUR R. JÓNSSON
frá Neðri-Svertingsstöðum
í Miðfirði,
Hjallabrekku 43,
sem lést föstudaginn 2. janúar, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 14. janúar kl. 15.00.
.
Kristrún Ásgrímsdóttir,
Sigfríður Gunnlaugsdóttir, Sveinn A. Reynisson,
Eiríkur Gunnlaugsson,
Ása Gunnlaugsdóttir, Ólafur Rögnvaldsson,
Hólmfríður Ýr Gunnlaugsdóttir,
Kristrún Ingunn og Sif Celeste.
Ástkær eiginkona, móðir og amma,
KRISTÍN BJÖRG HERMANNSDÓTTIR
TÖNSBERG
sjúkraliði,
sem lést föstudaginn 9. janúar á líknardeild
Landspítalans, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 11.00.
.
Steinar Sigurðsson,
Stefanía Steinarsdóttir,
Rebekka Steinarsdóttir,
Kolbrún Lind Steinarsdóttir,
Anton Helgi Steinarsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞÓRHALLUR B. ÓLAFSSON
læknir,
Laufskógum 19,
Hveragerði,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 6. janúar.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. janúar
kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök
Íslands.
.
Þórdís Þórhallsdóttir,
Halla Þórhallsdóttir,
Ingiríður Brandís Þórhallsdóttir, Kristberg Óskarsson,
Guðríður Þórhallsdóttir,
Vilborg Þórhallsdóttir, Egill Jón Kristjánsson,
Björgvin Þór Þórhallsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
GUÐMUNDAR ÞORLEIFSSONAR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu,
Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Matthildur Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson,
Sigríður Matthíasdóttir,
Þorleifur Guðmundsson, Hrefna Einarsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Einína Einarsdóttir,
María Jónasdóttir, Sverrir Jónsson
og afabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
ÞORVARÐUR VIGFÚS ÞORVALDSSON,
VARÐI,
húsgagnasmíða- og
dúklagningameistari,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
föstudaginn 9. janúar
Útförin fer fram frá Landakirkju
laugardaginn 24. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en bendum á söfnun
Kvenfélagsins Líknar fyrir sneiðmyndatæki á HSV,
kt: 430269-2919, 0582-14-402014 / 1167-05-402014.
Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir,
Bjarný Þorvarðardóttir, Gunnar Heiðar Þorvaldsson,
Gauti Þorvarðarson, Elísabet Þorvaldsdóttir,
Víðir Þorvarðarson,
Ásta Þorvarðardóttir
og barnabörn.