Morgunblaðið - 13.01.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 13.01.2015, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 Ég átti gott jólafrí en er mætt aftur á skrifstofuna að pæla, þóað þingfundir hefjist ekki fyrr en 20. janúar,“ segir Val-gerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún á afmæli í dag. „Meðal þess sem ég er að glöggva mig á þessa dag- ana er skýrsla Rannsóknarnefndar um sparisjóðina, en stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd tekur hana til ítarlegrar umfjöllunar á vor- þinginu. Þá hef ég verið að skoða drög að reglugerð félags- og húsnæðisráðherra um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta og velta fyrir mér áhrifum hennar. Svo fylgist ég auðvitað með þessum hræðilegu atburðum í Frakklandi og því sem um þá er sagt og skrif- að. Þingmenn þurfa að setja sig inn í alls konar hluti, það er nóg að gera þó að hlé sé á þingfundum,“ segir Valgerður. En þegar þú ert ekki að vinna, hvað gerirðu þá? „Mér finnst gott að fara út að ganga – á sumrin fer ég í golf, það er ansi tímafrekt. Ég les mikið, um jólin var ég einna hrifnust af bókum Oddnýjar Æv- arsdóttur og Guðrúnar Evu Mínervudóttur og nú er að ég klára sög- una um Hinn litlausa Tsukuru Tazaki eftir Japanann Haruki Mura- kami, hún snertir mig sérstaklega. Svo gengur lífið bara sinn vanagang: vaka, borða, sofa og njóta þess góða sem lífið býður upp á.“ Eiginmaður Valgerðar er Kristófer Már Kristinsson, Valgerður á tvö börn og Kristófer fjögur. „Við eigum svo samtals sextán barnabörn. Nafna mín, Valgerður Freyja Baldursdóttir, er níu mán- aða og hefur nú þegar náð betri tökum á sundtökunum en ég, en þau hafa satt að segja aldrei legið vel fyrir mér.“ Valgerður Bjarnadóttir er 65 ára í dag Morgunblaðið/Ómar Hjónin Valgerður og Kristófer Már í leikhúsferð. „Nýt þess góða sem lífið býður upp á“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hafnarfirði Fanney Hulda Arnars- dóttir fæddist 13. janúar 2014 kl. 12.16. Hún vó 3.622 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Berglind Dís Guðmundsdóttir og Arnar Sigurðsson. Nýir borgarar Reykjavík Nína Brimdís fæddist 5. desember 2013 kl. 3.57. Hún vó 3.580 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Erla Björk Árskóg og Sigurbjörn Magnússon. Á sa Dagný fæddist í Reykjavík 13.1. 1975. Hún átti heima í Breið- holtinu til fimm ára ald- urs en flutti þá í Mos- fellssveit og ólst þar upp í Garði við Álafossveginn meðan hverfið í ná- grenninu byggðist upp: „Ég fór aldrei í sveit á sumrin. Hjá mér snérust sumrin um knattspyrnu en á veturna var það knattspyrna, handbolti og badminton. Ég var íþróttastelpa fram í tær og fingurgóma.“ Ása Dagný gekk í Varmárskóla og Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar, lauk stúdentsprófi af íþróttabraut FB 1995, stundaði nám við Íþróttakenn- araskóla Íslands 1995-97, fór í sjúkra- þjálfun við HÍ og útskrifaðist þaðan með BS-gráðu 2004 auk þess sem hún lauk námskeiðum hjá KSÍ til UEFA-B gráðu í þjálfun. Ása Dagný var í unglingavinnu frá 12 ára: „Ég náði svo að starfa á Ála- fossi áður en það sögufræga fyrirtæki Ása Dagný Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari við LSH – 40 ára Fótboltafjölskylda Ása Dagný og Jón Smári með Steinari Kára, Gunnari Smára og Arnari Degi fyrir tveimur árum. Tápmikil íþróttafjöl- skylda í Mosfellsbæ Ása Dagný Í brúðkaupveislu Hafsteinu og Adams, bróðursonar Jóns Smára. - Þín brú til betri heilsu Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Kynningarfundur á námskeiðum Heilsuborgarskólans fimmtudaginn 15. janúar kl 18:00 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? www.heilsuborg.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.