Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 Boyhood í leikstjórn Richards Linklater var sigursæl á verðlauna- hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun. Þykir kvikmyndin einstök að því leyti að hún er tekin upp á 12 ára tímabili. Linklater var valinn besti leikstjórinn og var myndin valin besta dramatíska myndin. Patricia Arquette var svo valin besta leik- kona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Boyhood. Julianne Moore hlaut verðlaun fyrir besta leik kvenna í kvikmynd- inni Still Alice í leikstjórn Richards Glatzer. Grand Budapest í leik- stjórn Wes Andresson fékk verð- laun fyrir bestu grín- eða söngva- myndina en svarta kómedían Birdman var einnig sigursæl. Hlaut Michael Keaton verðlaun fyrir best- an leik í grín- eða söngvamynd auk þess sem handritið að Birdman var valið það besta. Fargo með fimm tilnefningar Í flokki sjónvarpsþátta og -mynda hlaut Fargo flestar tilnefn- ingar, fimm talsins. Var Fargo valin besta stutta sjónvarpssería og Billy Bob Thornton hlaut verðlaun sem besti leikari í stuttri seríu. The Affair hlaut verðlaun sem besta dramatíska þáttaröðin og Transparent sem besta gaman- þáttaröðin. AFP Vinsæl Leikstjóri, leikarar og framleiðendur kvikmyndarinnar Boyhood stilltu sér upp með verðlaunagripina. Kvikmyndin Boyhood hlaut flest verðlaun AFP Flottur Leikarinn Michael Keaton hlaut verðlaun fyrir leik sinn í Birdman. AFP Koss Ruth Wilson var svo ánægð með gripinn að hún kyssti hann. AFP Sátt Hin margverðlaunaða Julianne Moore fékk verðlaun í safnið sitt. Óhætt er að hvetja þá sem eiga leið til Lundúna nú í vikunni að missa ekki af hinni ómótstæðilegu sýningu á verkum frá síðustu æviárum hol- lenska meistarans Rembrandts. Sýningin er í National Gallery og lýkur um næstu helgi. Gagnrýn- endur hafa allir gefið henni fullt hús stiga og stjarna og segir rýnir The Telegraph að enginn listamaður hafi náð að túlka hlutskipti mannsins á jafn áhrifaríkan hátt. „Ef þú hefur einhvern áhuga á Rembrandt, á myndlist eða listum yfir höfuð, þá er þetta sýning sem þú verður að sjá,“ skrifar rýnirinn og telur tíu eða ellefu meistaraverk í heimsklassa á sýningunni, nokkuð sem sjaldan má sjá á sýningum. The Telegraph birtir á vef sínum lista yfir aðrar framúrskarandi sýn- ingar sem nú er boðið upp á í Bret- landi. Í Royal Academy er það sýn- ing á skúlptúrum Allen Jones, í Tate Modern er sýningin „Conflict, Time, Photography“, og þá er mælt með sýningu á nektarteikningum Egons Schiele í Courtauld Gallery. AFP Eitt það besta Rýnir The Telegraph segir þetta málverk Rembrandts vera eitt „stórkostlegasta hópportrett allra tíma“. Það er á sýningunni. Sýning sem listunn- endur missi ekki af Í dag, þriðjudag, klukkan 15 ræðir Soffía Sæmundsdóttir myndlist- arkona við gesti á sýningu sinni, „Brottför“, í SÍM-salnum, Hafn- arstræti 16. Þetta er þriðji hluti sýningaraðar Soffíu, „Kleine Welt“ eða „Smá- heimur“ sem varð til í vinnustofud- völ í Lukas Künstlerhaus í Ahrenshoop í Þýskalandi 2012. Á sýningunni eru málverk, smáhlutir og teikningar. Soffía hefur verið virk í listinni frá útskrift frá MHÍ árið 1991. Ferðalangur Eitt verka Soffíu Sæ- mundsdóttur á sýningunni í SÍM-salnum. Soffía ræðir við gesti á sýningunni JK Rowling, höf- undur Harry Pot- ter-bókanna, hef- ur svarað Twitter- póstum hins kunna útgef- anda News Corps, Rupert Murdoch, fullum hálsi. Hún gagn- rýnir harðlega þau orð hans að draga beri alla múslima til ábyrgðar fyrir árásir herskárra jihadista; að múslimar beri allir ábyrgð þar til krabbamein jihadista hafi veri upprætt. Rowling spyr á móti hvort hún beri þá ábyrð á Murdoch þar sem hún sé kristin. Hún bæri þá einnig ábyrgð á spænska rannsóknarrétt- inum og ofbeldisverkum kristinna öfgamanna. Samkvæmt The Independent hafði Murdoch verið gagnrýndur eftir að hann þótti senda ónærgætin skilaboð á Twitter eftir gíslatöku í Ástralíu á dögunum. Hann sendi fleiri pósta á Twitter eftir morðin í París, eftir að hafa sagt alla múslima bera ábyrgð; sagði mikla ógn vofa yfir heimsbyggðinni og að „pólitísk- ur rétttrúnaður stuðlaði að afneitun og hræsni“. Rowling benti þá á að átta sinnum fleiri múslimar en kristnir hefðu ver- ið drepnir af íslamískum hryðju- verkamönnum. Svarar tísti Murdochs JK Rowling Osmo Vänskä, fyrrverandi að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hafði lokið við upptökur á fjórum af sjö sinfóníum Sibeliuas- ar með The Minnesota Orchestra í Bandaríkjunum, til útgáfu á veg- um BIS Records, þegar langvinnar launadeilur stöðvuðu starf hljóm- sveitarinnar í sextán mánuði. Vänskä lét þá enn fremur af störf- um eftir deilur við framkvæmda- stjórn hljómsveitarinnar þar sem hann hafði látið þung orð falla. Upptökur Minestota-sveit- arinnar með Vänskä höfðu notið mikillar hylli og meðal annars hlotið Grammy-verðlaun sem besta klassíska upptaka ársins, auk þess að vera tilnefndar til annarra Grammy-verðlauna. The New York Times greindi frá því í gær að nú hefði verið ákveðið, í kjölfar þess að starfsemi hljómsveit- arinnar væri aftur komin í lag og Vänskä tekinn við tónsprotanum að nýju, að lokið yrði við upptökur þeirra þriggja sinfónía sem eftir eru, til útgáfu. „Þetta er verkefni sem skiptir okkur miklu máli og það verður ánægjulegt að geta lokað hringnum,“ er haft eftir Vänskä. Morgunblaðið/Jim Smart Virtur Osmo Vänskä lýkur við að hljóðrita allar sinfóníur Sibeliusar með The Minnetota Orchestra í vor. Fyrri upptökur unnu Grammy-verðlaun. Vänskä stýrir upp- tökum á sinfóníunum Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 17/1 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Sun 25/1 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 18/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Fim 22/1 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Fim 29/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fim 29/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Mið 21/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 ATH janúar sýningar komnar í sölu! Kynfræðsla Pörupilta (Nýja sviðið) Mið 14/1 kl. 10:00 Fim 15/1 kl. 11:30 Fös 16/1 kl. 13:00 Mið 14/1 kl. 11:30 Fös 16/1 kl. 10:00 Fim 15/1 kl. 10:00 Fös 16/1 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Fim 15/1 kl. 20:00 Frums. Mið 28/1 kl. 20:00 6.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Sun 18/1 kl. 20:00 2.k Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Mið 21/1 kl. 20:00 3.k. Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Fim 22/1 kl. 20:00 4.k. Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Sun 25/1 kl. 20:00 5.k. Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.