Morgunblaðið - 26.01.2015, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.01.2015, Qupperneq 23
fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák 1958. Á skákferli sínum tefldi Friðrik á skákmótum víða um heim og bar sigur úr býtum á skákmótinu í Hast- ings 1955-56, í Beverwijk í Hollandi 1959, í Marianske Lasne í Tékkóslóv- akíu 1961, á alþjóðlegu skákmótunum í Reykjavík 1966, 1972 og 1976 og í Wijk an Zee í Hollandi 1975, auk fjölda annarra. Á millisvæðamótinu í Portoroz 1958 vann hann sér rétt til þátttöku í áskor- endakeppninni um heimsmeistaratit- ilinn í skák í Júgóslavíu 1959 þar sem hann varð sjöundi. Friðrik starfrækti Skákskóla Frið- riks Ólafssonar 1982-84. Hann hefur samið bækurnar Lærið að tefla, kennslubók í skák, ásamt Ingvari Ás- mundssyni, útg. 1958; Heimsmeist- araeinvígið í skák, 1972, ásamt Frey- steini Jóhannssyni, útg. 1972, og Við skákborðið í aldarfjórðung, útg. 1976. Þá hefur hann skrifað fjölda greina um skák í tímarit og dagblöð. Hann hlaut riddarakross Fálkaorðunnar 1972 og stórriddarakross 1980. Hefurðu alltaf sama brennandi áhuga á skákinni Friðrik? „Eldmóðurinn er nú kannski ekki sá sami og í gamla daga en það lifir í glæðunum og ég fylgist alltaf vel með í skákheiminum enda hefur tölvu- tæknin gert allt aðgengi að mótum og skákum alveg ævintýralegt. Ég held að þessar gjörbreyttu aðstæður eigi eftir að efla mjög skáklistina um allan heim.“ Fer ekki að koma að endanlegri greiningu á skákinni þannig að hvítur hljóti alltaf að vinna? „Nei. Ég hef nú ekki áhyggjur af því. Möguleikar á leikjum og stöðum í skák eru óheyrilega margir. Því hefur verið haldið fram að þeir séu fleiri en öll atóm í alheimi. Engu að síður hef- ur skákin þróast býsna hratt, ekki síst vegna tölvunnar. En tölvur leita að besta leik fyrir báða aðila og miða því að jafnvægi. Þetta hefur orðið til þess að skákmenn taka upp sama stíl og draga úr áhættu. Fyrir vikið verða skákir ekki eins spennandi og áður.“ En áttu nokkur önnur áhugamál? „Já, já. Ég fer talsvert á tónleika og hlusta mikið á klassíska tónlist. Auk þess hef ég alltaf haft gaman af að ferðast, innanlands sem utan.“ Fjölskylda Eiginkona Friðriks er Auður Júl- íusdóttir, f. 4.3. 1941, ritari. Foreldrar hennar voru dr. Júlíus Sigurjónsson, prófessor í Reykjavík, og k.h., Berg- ljót Sigurjónsson, f. Patursson, hús- freyja. Dætur Friðriks og Auðar eru Bergljót, f. 24.8. 1962, húsfreyja í Reykjavík, gift Friðriki Stefáni Hall- dórssyni bankastarfsmanni og eru dætur þeirra Auður, f. 10.6. 1984, Est- her, f. 9.11. 1994, og Íris, f. 21.1. 1997, og Áslaug, f. 17.8. 1969, lögfræðingur, búsett í Hafnarfirði, var gift Óskari Hafliða Ragnarssyni en þau slitu samvistum og eru börn þeirra Brynja Björt, f. 6.3. 1998, og Friðrik Snær, f. 7.9. 2001. Systur Friðriks eru Margrét Ólafs- dóttir, f. 28.11. 1930, húsfreyja í Reykjavík, og Ásta Ólafsdóttir, f. 26.1. 1932, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Friðriks voru Ólafur Friðriksson, f. 14.2. 1905, d. 19.10. 1983, verslunarmaður í Reykjavík og fyrrv. forseti Skáksambands Íslands, og k.h., Sigríður Á.D. Símonardóttir, f. 8.1. 1908, d. 9.12. 1992, húsfreyja. Úr frændgarði Friðriks Ólafssonar Friðrik Ólafsson Ágústa Dóróthea Sighvatsd. húsk. í Dalsmynni Jón Þórarinsson koparsm. í Rvík, bróðursonur Magnúsar, föður Magnúsar Smith, tvisar skákmeistara Kanada Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Sigríður Á.D. Símonardóttir húsfr. í Rvík Margrét Kristjánsdóttir af skákættinni frá Kóps- vatni, systurdóttir Katrínar, langömmu Sigurlaugar, móður Jóhanns Hjartar- sonar skákmeistara Hallur Símonarson blaðam. og margf. Íslands- og Norðurlandam. í brids Símon Símonarson framkvæmdast. og margf. Íslands- og Norðurlandam. í brids Friðrik Friðriksson prófastur á Húsavík Örn Friðriksson prófastur á Skútustöðum Sigurrós Sigurðardóttir húsfr. í Litladal Magnús Jónsson b. Litladal í Skagafirði Valgerður Magnúsdóttir húsmóðir í Reykjavík. Friðrik Ólafsson húsvörður í Rvík Ólafur Friðriksson verslunarm. í Rvík Guðný Eyvindsdóttir húsfr. í Vestra- Súlunesi Ólafur Ólafsson b. í Vestra-SúlunesiFriðrik Dagur Arnarson framhaldsskóla- kennari Arnfríður Arnardóttir myndlistarkennari Hallur Hallsson framkvæmdastj. og fyrrv. fréttam Símon Hallsson borgarendur- skoðandi Simon Sveinbjarnarson skipstj. í Rvík Sveinbjörn Þorvarðsson form. á Kalastöðum Ólafur Péturs- son verkam. í Kaupmanna- höfn Þórarinn Ólafsson verkam. í Rvík Guðmundur G. Þórarinsson verkfr., fyrrv. alþm. og forseti Skáksambands Íslands og Norðurlanda Pétur Þorvarðarson form. í Rvík ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Þann 24.1. sl voru liðin eitthundrað ár frá andláti Mar-grétar Valdimarsdóttur, leik- konu á Akureyri. Móðir hennar var Guðrún Þorbergsdóttir úr Múla- sýslum og faðir hennar Valdimar Hallgrímsson, Tómassonar, á Stein- stöðum í Öxnadal. Tómas var syst- ursonur Jónasar Hallgrímssonar listaskálds. Margrét lést af barnsförum, við fæðingu einkadóttur sinnar, Mar- grétar Jónsdóttur, sem í gær hefði orðið 100 ára, en hún bjó á Blönduósi og andaðist 1988. Margrét eldri lék alls 55 hlutverk á sinni skömmu ævi, en hún náði ein- ungis 35 ára aldri. Hún helgaði leik- listinni allt sitt líf og var stundum nefnd svar Akureyrar við Stefaníu Guðmundsdóttur, leikkonu í Reykja- vík. Haraldur Björnsson leikari seg- ir í ævisögu sinni, að það hafi verið fyrir áhrif frá glæsilegum leik henn- ar sem hann ákvað að leggja leik- listina fyrir sig. Hann lýsir Margréti svo: „Þessi eyfirzka kona hafði í rík- um mæli flest það til að bera, sem norræna leikkonu mátti prýða. Hún var meðalhá, vel vaxin og tíguleg með sítt gullbjart hár. – Svipurinn var bjartur og höfðinglegur og and- litið fölt. Manni datt ósjálfrátt í hug grísk gyðjumynd í hvítum marmara, en mikillæti lundarfarsins, sem er auðkenni hins norræna kynstofns, lagði nokkurn blæ þótta og stórlætis um þetta fagra andlit“. Matthías Jochumsson segir m.a. í erfiljóði eftir Margréti: Þín list var fögur, full af ljúfu yndi og fas þitt hreint sem morgunljós á tindi. Ef skemmt þú hefðir hærri menntalöndum þá hefði frægðin borið þig á höndum. Einkadóttirin Margrét Jónsdóttir, sem lifði af erfiða fæðingu, var tekin í fóstur af Kristínu Sigurðardóttur og Jakobi Karlssyni athafnamanni og bónda í Lundi á Akureyri. Hún fékk leiklistaráhugann í vöggugjöf og skemmti Húnvetningum sem áhugaleikari á Blönduósi helftina af s.l. öld. Merkir Íslendingar Margrét Valdimarsdóttir 85 ára Baldur Sigurbaldursson 80 ára Hulda Björk Rósmundsdóttir Stefanía Stefánsdóttir Sverrir Júlíusson 75 ára José Maria Mendanha Arriscado Kristín Ásgeirsdóttir Laufey S. Valdimarsdóttir Rósa Guðmundsdóttir 70 ára Ásta Birna Bjarnadóttir Sigrún Tryggvadóttir 60 ára Aðalsteinn Þorkelsson Ásta Sveinbjörnsdóttir Björn Stefánsson Elfar Ólason Elinóra Kristín Guðjónsdóttir Finnbjörn Þ. Kristjánsson Gísli Matthías Eyjólfsson Guðný Róbertsdóttir Halldór Bragi Sigurðsson Hólmfríður Björnsdóttir Janina Marianna Cieslukowska Karl Reykdal Sverrisson Margrét Óðinsdóttir Maria Pilarz María Guðbjörg Óladóttir Oddur Óskarsson 50 ára Einar Þór Gunnlaugsson Elinóra Friðriksdóttir Halldóra Margrét Árnadóttir Hanna Björk Jónsdóttir Haraldur Einarsson Harpa Árnadóttir Hrafnhildur Sörensen Jens Karl M. Jóhannesson Jón Halldór Bergsson Kerstin W.H. Arnold-Bechtel Kristín Benediktsdóttir Sigríður L. Guðlaugsdóttir Vygintas Vizbaras 40 ára Helga Signý Hannesdóttir Hjördís Hilmarsdóttir Hlynur Ármannsson Ingibjörg Lilja Karlsdóttir Jóhanna Leifsdóttir Kristín Gróa Sveinbjörnsdóttir 30 ára Brynjar Mar Lárusson Laufey Sigurðardóttir Marcin Dorozinski Monika Prosinska Przemyslaw Tumowski Rolandas Daulius Sara Kristín Sigurkarlsdóttir Tinna Þórarinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Björg býr í Reykja- vík, lauk MA-prófi í lög- fræði frá HÍ og hefur verið rekstrar- og mannauðsstj. Maki: Sigtryggur Birkir Jónatansson, f. 1978, sjó- maður. Börn: Bjarki, f. 2002; Elv- ar, f. 2013, og Jónatan, f. 2003 (stjúpsonur). Foreldrar: Kristín Jó- hannesdóttir, f. 1961, og Þorkell Ragnarsson, f. 1958. Stjúpfaðir: Rúnar Magnússon, f. 1956. Björg Þorkelsdóttir 40 ára Einar ólst upp í Eyjum, er stúdent, vélvirki, neyðarflutningamaður og varðstjóri á Selfossi. Maki: Ragna Björg Haf- liðadóttir, f. 1981. Synir: Kristján Örn, f. 2003; Stefan Thor, f. 2005; David Oskar, f. 2007, og Haraldur Ýmir, f. 2014. Foreldrar: Arnar Einars- son, f. 1945, d. 2006, og Þorbjörg Guðný Einars- dóttir, f. 1950. Einar Örn Arnarsson 40 ára Guðrún ólst upp í Vestmannaeyjum og starfar á félagsmiðstöð. Maki: Halldór Sævarsson, f. 1971, vélstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE 401. Börn: Sævar Vilberg, f. 1991; Finnbogi, f. 1997, Ólafur Diðrik, f. 1997, og Arna Dís, f. 2000. Foreldrar: Sigríður Svein- björg Þórðardóttir, f. 1954, og Ólafur Diðrik Þorsteinsson, f. 1951, d. 1997. Guðrún Lilja Ólafsdóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón                                    

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.