Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Skákdagur Íslands er haldinn í dag á afmælisdegi FriðriksÓlafssonar, en hann er ekki eini skákmeistarinn sem á af-mæli. Bergsteinn Ólafur Einarsson er 34 ára í dag en hann varð ólympíumeistari 16 ára og yngri árið 1995 með íslenska lands- liðinu. Aðrir í sveitinni voru Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þor- finnsson, Björn Þorfinnsson og Einar Hjalti Jensson. „Þetta var há- punkturinn hjá mér í skákinni. Ég hef dregið mikið úr taflmennskunni en tek þátt í einstaka hraðskákmótum og Íslands- móti skákfélaga. Maður losnar aldrei við bakteríuna.“ Bergsteinn er í dag með 2.221 stig. „Ég náði aldrei yfir 2.300 stig, mig minnir að ég hafi náð hæst u.þ.b. 2.280 stigum upp úr aldamótunum.“ Bergsteinn er forstöðumaður Markaðsáhættu hjá Landsbank- anum og hefur verið það síðustu þrjú ár, en starfið snýr að eftirliti með markaðs- og lausafjáráhættu bankans. „Það er aldrei að vita nema maður grípi í skák í tilefni dagsins til heiðurs Friðriki. Það eru einhver skákborð hér í vinnunni og nokkrir fínir skákmenn.“ Bergsteinn hefur aðeins fiktað við brids síðustu árin. „Við vorum nokkrir skákmenn sem langaði að prófa þetta og það er skemmti- legt, en skákin er nú samt merkilegri.“ Foreldrar Bergsteins eru Einar Norðfjörð en hann var bæjar- tæknifræðingur hjá Seltjarnarnesbæ og Kristín Þórðardóttir sem var talsímavörður hjá Landsímanum en hún lést árið 2000. Bergsteinn Einarsson er 34 ára í dag Skákmeistari Bergsteinn mun líklega grípa í skák í dag en góð aðstaða er til skákiðkunar á vinnustað hans, Landsbankanum. Á afmæli á skákdegi Íslands Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hafnarfirði Jóhannes Ásgeir Bjarnason fædd- ist 16. júní 2014 kl. 9.02. Hann vó 4.280 g og var 52,5 cm langur. For- eldrar hans eru Hildur Dögg Ásgeirsdóttir og Bjarni Friðrik Jóhann- esson. Nýir borgarar F riðrik fæddist í Reykjavík 26.1. 1935 og ólst upp við Laugaveginn, skammt fyrir innan Hlemm. Hann var í Austurbæj- arskóla og Laugarnesskóla, lauk landsprófi við Ingimarsskóla, stúd- entsprófi frá MR 1955, helgaði sig síð- an skákinni alfarið um nokkurra ára skeið en hóf síðan nám í lögfræði við HÍ 1962 og lauk embættisprófi þaðan 1968. Friðrik var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1968-74, at- vinnuskákmaður 1974-78, forseti Al- þjóða skáksambandsins, FIDE, 1978- 82, ritstjóri Lagasafns Íslands 1982-83 og skrifstofustjóri Alþingis 1984-2005. Friðrik er einn sigursælasti skák- meistari Íslendinga, fyrr og síðar og var um skeið í hópi örfárra, allra sterkustu skákmanna heims. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari í skák, fyrst 1952, og tvisvar sinnum Norðurlandameistari, 1953 og 1971, varð alþjóðlegur skákmeistari 1956 og Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrv. forseti FIDE – 80 ára Tveir snillingar Friðrik Ólafsson og Bobby Fischer tefla á minningarmóti um Alékín heimsmeistara í Bled árið 1961. Hógværi snillingurinn Í úlfaldaferð Friðrik og Auður með Bergljóti og Áslaugu í Lanzarote, 1974. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS EKKISLEIKJA MALBIKIÐ Í FROSTINU! -NAGLADEKKIN UNDIRHJÓLIÐ FÁST ÍGÁP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.