Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
Íhugull Egill Valdimarsson var heldur betur hugsi þar sem hann skoðaði
myndirnar úr bókinni Lítil kraftaverk, enda heimurinn sýndur í nýju ljósi.
» Sýningin Þetta vilja börnin sjá! var opnuð í gærí Borgarbókasafninu í menningarhúsinu Gerðu-
bergi. Á henni má sjá myndskreytingar 28 mynd-
skreyta úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru
út í fyrra. Meðal sýnenda eru Anna Cynthia Lep-
lar, Áslaug Jónsdóttir, Brian Pilkington, Chris
Aryanto, Denisa Negrea, Elsa Nielsen, Högni Sig-
urþórsson, Rán Flygenring og Sigrún Eldjárn.
Sýning á myndskreytingum úr barnabókum opnuð í bókasafninu í Gerðubergi
Morgunblaðið/Eggert
Líf og fjör Það var sannarlega glatt á hjalla hjá sumum börnunum.
Sprell Þessum krökkum fannst gaman að leika í
púðunum eftir að þau höfðu skoðað myndirnar.
Gaman Rithöfundurinn Aðalsteinn Ásberg ásamt Sölva
Högnasyni, Högna Sigurþórssyni og Hildi Högnadóttur.
„Ef sársauki getur verið hlægilegur
og það sem er hlægilegt stundum
sársaukafullt, þá hófst Villa Toronto
með sprenghlægilega hryllilegum
hætti á föstudaginn,“ segir í umfjöll-
un listavefjarins Hyperallergic um
gjörning sem Ragnar Kjartansson
myndlistarmaður og píanóleikarinn
Davíð Þór Jónsson frömdu við upp-
haf myndlistarhátíðarinnar Villa To-
ronto, 16. janúar sl. Villa-hátíðin
flakkar milli borga og að þessu sinni
fór hún fram í Toronto í Kanada.
Gjörninginn frömdu félagarnir í Art
Gallery of Ontario og buðu upp á
„kvöldstund eymdar með sorglegum
lögum og svörtu spaugi“, eins og
segir í greininni. Þetta upphafsatriði
hátíðarinnar hefði verið heillandi.
Á Villa Toronto sýndu 19 gallerí,
og þar á meðal hið íslenska i8, verk
listamanna sem eru á mála hjá þeim
og þá bæði gallerí í Toronto og frá
öðrum löndum en Kanada.
Hlægileg eymd
Vinir og gjörningamenn Ragnar og Davíð Þór á góðri stundu árið 2008.
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Ísnet Húsavík s. 5 200 555
Ísnet Akureyri s. 5 200 550
Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565
Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560
Hafðu samband og
kynntu þér vöruúrvalið
og þjónustuna
Vertu viðbúinn vetrinum
Mest seldu snjókeðjur á Íslandi
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
48
RAMMA
STÆRSTA OPNUNAR-
HELGI ALLRA TÍMA Á
ÍSLANDI!
E.F.I -MBL
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND
www.laugarasbio.isSími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS
- bara lúxus