Morgunblaðið - 06.01.2015, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.01.2015, Qupperneq 5
Gerðir eru tveir leirskúlptúrar. Annar fyrir bílinn að utan og hinn utan um innréttinguna. Sá rauði lítur út eins og endanleg útgáfa en er laufléttur því hann er úr trefjagleri og undir vél- arhlífinni er ekkert. Leirbíllinn er nokkuð þyngri. málin mjög svipuð og á fyrri kyn- slóð bílsins. Undantekningin er þó greinilega sú að hann er mun lægri en fyrri árgerð og töluvert breiðari. Aðspurður hvers vegna ekki standi „MUSTANG“ aftan á bílnum út- skýrði hann að á sumum út- færslum, eins og GT, væri bara merkið en engir stafir. Fyrir því er gild ástæða. „Með því að hafa sem fæsta stafi lítur bíllinn út fyrir að vera breiðari. Áherslan og athyglin er því öll á línur bílsins,“ segir hann. Eins og í flugstjórnarklefa Doyle Letson er maðurinn að baki hönnuninni á innra rými bíls- ins. Rétt eins og Curic og félagar unnu með leirmót að ytra byrði bílsins var gert leirmót af inn- anrýminu. „Í hreinskilni sagt þá var það tækifæri lífs míns að fá að hanna innanrými 50 ára afmæl- isútgáfu Ford Mustang. Það er meira en að segja það. Ég hef unn- ið hjá Ford í rúmlega tuttugu ár og það að fá að taka þátt í að skapa þennan einstaka bíl er ótrúlegur heiður og reynslan er dásamleg,“ segir Letson og mér varð ljóst að allt það fólk sem ég hitti var al- gjörlega í skýjunum með vinnuna sína. Þannig á það að vera! „Þegar hafist er handa við hönnun á bíl á borð við Mustang er mikilvægt að hlusta á það sem viðskiptavinir segja og hvað þeir vilja. Við vissum til að mynda áður en við byrjuðum að Mustang yrði að hafa þennan tvöfalda boga í mælaborðinu og að hann yrði að vera samhverfur. Við vissum líka að mælarnir yrðu að vera stórir. Allt eru þetta atriði sem við urðum að ganga út frá,“ segir Letson. Það er því ljóst að hönn- uðirnir vildu ekki koma dyggum viðskiptavinum sínum úr jafnvægi með hrikalegum breytingum. „Þá spyr maður sig hvernig færa megi hönnunina upp á næsta þrep og halda um leið í sérkennin. Jú, við ákváðum að nota efni sem væri ekta og við völdum ál í innrétt- inguna. Okkur fannst það dálítið byltingarkennt að nota ekta ál,“ segir hann. Jú, það er sannarlega framúrstefnulegt að hafa flenn- istóran flöt úr áli og áferðin á álinu er margbreytileg. „Við horfðum til flugstjórnarklefa flugvélar við hönnunina. Við vildum að bílstjór- inn gæti sest inn í bílinn og liðið eins og í flugtaki.“ Hönnunin er stíl- hrein, enda sagði Letson að inn- réttingin mætti alls ekki virka eins og eitthvert glys. Það tókst sann- arlega. Bullitt í ýmsum myndum Svo virðist vera að allar deildir hönnunarinnar hafi haft ofarlega í huga bílinn sem Steve McQueen ók í kvikmyndinni Bullitt frá 1968. Sá Mustang var um margt sérstakur og má þar til dæmis nefna litinn. Liturinn veitti litahönnuðunum þremur innblástur og þær eru afar stoltar af græna litnum sem er býsna líkur hinum upprunalega Bullitt-lit. „Litirnir okkar þurfa að segja eitthvað og verða að vera ný- stárlegir. Þeir verða að fanga aug- að,“ segir Susan Lampinen lita- hönnuður. Það er ekki bara græni liturinn sem er nýr í afmælisútgáf- unni heldur er það líka perluhvítur, skærrauður, dökkrauður og gulur. „Það var orðið æði langt síðan við höfðum verið með gulan þannig að við bjuggum til lit sem er mynd- aður úr þremur lögum af gulum lit- brigðum. Hann er skær og kemur afskaplega vel út með svörtu felg- unum,“ segir litahönnuðurinn Marcy Fisher. Litirnir sjálfir segja meira en fjölmörg orð og eiga án efa eftir að gleðja augu unnenda Ford Mustang, rétt eins og annað í hönnun þessa sögulega bíls. malin@mbl.is Hinn eini og sanni leirbíll. Króatinn Kemal Curic er útlitshönnuður bílsins. Hann er menntaður iðnhönnuður og er ungur að árum en hefur unnið hjá fyrirtækinu í áratug. Vinnuveggspjöld útlitshönnuða byggjast á þúsundum teikninga sem þeir þurftu að velja úr. Skref fyrir skref mótaðist hugmyndabíllinn og er ekki annað hægt að segja en að vel hafi tekist til. Þær Marcy Fisher (ekki á myndinni), Michele Lubin Henney og Susan Lampinen eru litahönnuðir Ford Mustang 2015. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2015 BÍLAR 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.