Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Morgunblaðið/Ómar Hellisheiði Stikurnar meðfram veginum skipta bílstjóra miklu í slæmu skyggni. Malín Brand malin@mbl.is Mikið hefur mætt á hluta Suðurlandsvegar í vetur enda veður verið með eindæmum breytilegt. Snjómoksturstæki hafa rutt veg- inn oftar en margir kunnugir muna og hefur snjóhreinsunin gjarnan bitnað á snjóstikum og vegstikum sem gegna mikilvægu hlutverki á veginum sem ekki er upplýstur. Í verstu færðinni hafa stikur einfaldlega skotist tugi metra út fyrir veginn og sums staðar er stikulaust á löngum köflum. Hafa ökumenn margir kvartað, enda erfitt að þræða stikulausan veginn í afleitu skyggni. Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur ekki verið sent út til að skipta um stikur í nokkuð lang- an tíma og segir Páll Halldórsson, rekstr- arstjóri svæðismiðstöðvarinnar á Selfossi, að ekki hafi þótt hættandi á að senda manns- skap út í óveðrið til að skipta stikunum út. Vorverk Vegagerðarinnar eru því ærin og í gær voru verktakar og starfsmenn komnir upp á Hellisheiði til að setja upp nýjar snjó- og vegstikur. Kostnaðurinn er nokkur því 60% allra snjóstika eru brotin eða löskuð. „Hver snjóstika kostar 3.485 krónur og rörið kostar 2.061 krónu. Við giskum á að niður komin stika kosti um 4.500 krónur ef þetta er alveg endurnýjað og ætli það þurfi að end- urnýja 60 prósent af stikunum sem alls eru í kringum 2.000,“ segir Páll. Kostnaðurinn er því á bilinu átta til níu milljónir króna með mannskap og tækjakosti. Tuttugu og fimm metrar eru á milli snjós- tika á þessari leið og nær rörið (festingin) fyrir hverja stiku fimmtíu sentímetra ofan í jörðina. Sjálf fer stikan 15 sentímetra ofan í keilulaga tappa með gúmmíi á milli til að hægt sé að herða. Sé rörið ekki ónýtt má laga það með því að fræsa ofan af því. Þá er rörið híft örlítið upp og slípirokkur notaður á efsta hluta þess. Skipt um snjóstikur á Hellisheiði fyrir 9 milljónir  Stikum rutt út í móa í snjómokstrinum  Sextíu prósent stika ónýt  Vorverk Vegagerðarinnar ærin Andrésar andar leikarnir í skíða- íþróttum verða haldnir í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 22.-25. apríl. Andrésarleikarnir eru stærsta skíðamót landsins með um 700-800 keppendur á aldrinum 6-15 ára ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, far- arstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2.500 manns sæki leikana. Um langt skeið hefur verið keppt bæði í alpagreinum skíðaíþrótta sem og skíðagöngu, en árið 2012 var í fyrsta skipti keppt á snjóbrett- um og á sú grein án efa eftir að efl- ast og stækka innan leikanna. Einnig hefur verið keppt í svo- kölluðum stjörnuflokki um nokk- urra ára skeið, en þar keppa fatl- aðir og/eða hreyfihamlaðir íþróttamenn. Aðstæður í Hlíðarfjalli eru nú með ágætum þó oft hafi verið meiri snjór í fjallinu. Búast mótshaldarar við góðri þátttöku og miklu fjöri á afmælisleikunum í ár. Nú þegar hafa rétt tæplega 700 börn verið skráð frá 19 félögum á Íslandi, en auk þeirra eru nokkrir gestir frá Noregi sem taka þátt. Búist við yfir 700 þátttakendum í Hlíðarfjalli Ljósmynd/Pedrómynd Sumarkomunni á Seltjarnarnesi er fagnað með við- burðaríkum fjöl- skyldudegi í Gróttu á sum- ardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl frá kl. 14-16. Hátíðin höfðar til allra aldurshópa og fer fram víða um eyjuna, úti sem inni. „Upplagt er að koma með skóflur og fötur til að leika sér með í fjör- unni og krækja sér í furðuverur til að rannsaka undir leiðsögn líffræð- inga í nýjum víðsjám í Fræðasetr- inu,“ segir í tilkynningu frá bæn- um. Klukkan 13:30 verður boðið upp á helgistund í Albertsbúð. Allir viðburðir eru ókeypis. Samkvæmt flóðatöflu er opið út í eyjuna frá kl. 13:40-17:40, en fært er út í eyjuna rúmlega það. Björgunarsveitin Ársæll mun sjá um að ferja fólk sem ekki á auðvelt með að komast fótgangandi til og frá Gróttu. Friðlandið Grótta er lokað allri umferð frá 1. maí til 15. júlí. Seltirningar fagna sumrinu í Gróttu Gróttuviti. Parki Interiors Dalvegi 10-14 201 Kópavogi Sími 595 0570 Mán-föst 09.00-18.00 Laugardaga 11.00-14.00 OPNUM SCHMIDT INNRÉTTINGADEILD ÍPARKA NÚ ERU SCHMIDT INNRÉTTINGARNAR LOKSINS FÁANLEGAR AFTUR Á ÍSLANDI. KOMDU OG UPP LIFÐU ÓTAL SAMSETN INGAR, FRÁBÆR GÆÐI, LITI, FORM OG FEGUR Ð. www.parki.is/innrettingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.