Morgunblaðið - 22.04.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.04.2015, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 ✝ Björn Her-mannsson fæddist 29. júlí 1943. Hann lést á heimili sínu 13. apr- íl 2015. Björn fæddist og ólst upp í Borgar- nesi og bjó þar alla sína ævi þar til fyr- ir um mánuði síðan. Hann var sonur hjónanna Hallberu Björnsdóttur og Hermanns Búa- sonar. Bræður Björns eru Georg, giftur Helgu Helgadótt- ur, og Brandur, giftur Sigríði Sverrisdóttur. Árið 1965 giftist Björn eftir- lifandi eiginkonu sinni, Þóru Hafdísi Þorkels- dóttur. Eignuðust þau fjórar dætur, þær Hebu Soffíu, gift Þorkeli Þor- kelssyni, Heru Hall- beru, gift Ágústi Mogensen, Unni Magdalenu, gift Sigurdóri Braga- syni, og Bylgju El- ínu, gift Kristóferi Helgasyni. Fyrir átti Björn eina dóttur, Ellu Kristínu, gift Rögnvaldi Arnari Hrólfssyni. Alls eru afabörn Björns 12 talsins. Útförin fer fram frá Borgar- neskirkju í dag, 22. apríl 2015, kl. 14. Aldrei hafði neitt annað hvarflað að okkur í gegnum tíð- ina en að hann pabbi ætti eftir að verða eldgamall karl en ör- lögin gripu í taumana. Óvinurinn bankaði upp á fyrir nokkrum ár- um en pabbi mætti honum með jákvæðnina að vopni, þarna var bara verkefni til að takast á við og leysa. Hann barðist eins og ljón síðustu mánuði fyrir lífi sínu en að lokum hafði óvinurinn betur og þá mætti pabbi örlög- um sínum af miklu æðruleysi. Það er margs að minnast en efst í huga okkar er þakklæti fyrir alla samveruna í gegnum árin. Þó húsið hafi verið fullt af stelpum þá urðum við allar að læra að bjarga okkur og lærðum allar snemma að bjarga okkur við ýmis verkefni varðandi við- hald fasteigna og umhirðu bíla. Fjölskyldan hefur í gegnum tíðina eytt miklum tíma saman, bæði við vinnu og skemmtun. Pabbi var einstaklega jákvæður og skemmtilegur maður, engin vandamál, aðeins verkefni og alltaf best ef við stæðum saman. Við systurnar höfum allar notið góðs af því hversu úrræðagóður og handlaginn pabbi var. Hann gat alltaf greint aðalatriði frá aukaatriðum og svo var hafist handa. Búið er að standsetja nokkur hús, sumarbústað, smíða palla og margt fleira. Við gátum líka setið og spjall- að mikið saman, ekkert málefni var þannig vaxið að pabbi væri ekki til í að ræða málið. Við ræddum oft landsins gagn og nauðsynjar þó okkur hafi ekki enn tekist að leysa lífsgátuna. Pabbi hafði mikla unun af því að vera með barnabörnunum og eiga börnin okkar dýrmætar minningar um afa Bjössa. Hann las mikið fyrir þau og enginn nennti í eins langa göngutúra og afi Bjössi þar sem tími gafst til að velta við hverjum steini, spá í hvern einasta fugl og spjalla um heima og geima. Við trúum því að nú dvelji pabbi góðu yfirlæti í Sumarland- inu, léttur í lund og á fæti. Von- andi segir hann sögur, gantast og hlær því maður er maður er jú manns gaman. Hvíl í friði, elsku pabbi, og takk fyrir allt. Unnur og Bylgja. Genginn er góður drengur og margs er að minnast. Foreldrar okkar fluttu í Borgarnes 1942 og ráku þá Hót- el Borgarnes. Ári seinna hóf pabbi störf hjá K.B.og við flutt- um í „Arabíu“ og þar fæddist Björn. 1944 fluttum við í „Skarðið“.Við undum okkur vel í „Skarðinu“. Þar girti pabbi af blett sem leiksvæði fyrir Bjössa. Var mér ætlað að vera hjá hon- um og líta eftir honum. Mér leiddist að hanga þarna í girð- ingunni. Ég setti þá kassa við girðinguna og klifraði af honum yfir girðinguna. Bjössi var fljót- ur að læra, fylgdi fordæmi stóra bróður. Lékum við okkur síðan sælir og glaðir í fjörunni. Annað minnisstætt atvik þegar stráka- hópur var að keppa í jakahlaupi. Jakarnir voru svo litlir að hlaupa varð hratt, ef maður hik- aði sukku jakarnir óðar, Bjössi gaf ekki eftir og fylgdi fast á hælana á stóra bróður. Auðvitað endaði þetta með því að við duttum báðir í sjóinn og komum blautir heim. 1948 fluttum við að Gunn- laugsgötu 14. Þá varð holtið þar sem kirkjan er nú leikvöllur okkar strákanna. Stunduðum búskap með horn, leggi og kjálka, byggðum kofa og börð- umst með sverðum og skjöldum. Við smíðuðum vörubíla og lögð- um vegi milli stórbúanna. Við uxum úr grasi og alvara lífsins tók við. Bjössi lærði húsa- smíði og vann við smíðar. Þá vann hann lengi sem bílstjóri. Keyrði mjólkurbíla, vöruflutn- ingabíla og rútur. Lengst vann hann þó sem verksmiðjustjóri hjá Vírneti. Bjössi var félagslyndur og hvar sem hann starfaði var hann virkur félagi og hrókur alls fagnaðar. Mikill húmoristi og sagði skemmtilega frá. Hann var dansmaður góður. Við Helga fórum margar ógleymanlegar ferðir með Bjössa og Þóru bæði innanlands og til Spánar. Bjössi var einstaklega já- kvæður, glaðvær og hjálpsamur. Hann sagði alltaf að vandamál væru ekki til, bara verkefni sem þyrfti að leysa. Ég byggði sumarbústað. Þá kom hann og setti upp fyrir mig eldhúsinnréttinguna. Dóttir mín flutti í nýtt hús. Bjössi mætti og lagði parket. Svona rétti Bjössi mörgum hjálparhönd. Smá-verk- efni, ekkert mál, bara þakka. Þetta var Bjössi. Fyrir sjö árum greindist bróðir minn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann fór í að- gerð og framhaldandi meðferð og þetta virtist á góðri leið. Fyr- ir um ári síðan tók meinið sig upp aftur og erfið barátta hans og Þóru hófst á nýjan leik. Sárþjáður og í kapphlaupi við tímann tókst honum að ljúka við sitt síðasta verkefni sem var að selja húsið í Borgarnesi, kaupa góða íbúð handa Þóru í Kópa- vogi og flytja þangað. Þar verð- ur Þóra hans í nálægð við dætur sínar. Á þeirra nýja heimili hjúkraði Þóra honum með ómet- anlegri aðstoð Heimahlynningar Landspítalans uns yfir lauk fjór- um vikum eftir að þau fluttu. Bjössi var trúaður, æðraðist aldrei né kvartaði. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt hann sínu góða skapi og brosinu bjarta allt framundir það síðasta. Hann gerði sér grein fyrir að komið var að leiðarlokum og kveið þess ekki sem bíður okkar allra. Nú á ég ekki lengur eftir að heyra glaðlega rödd hans í sím- anum segja „sæll bróðir“ eða þegar hann birtist hjá okkur og skellir sér í Lazy Boy stólinn og fer að segja fréttir eða skemmti- legar sögur, sem hann kunni endalaust af. Ég á eftir að sakna bróður míns og besta vinar mikið, en ég trúi því að nú sé honum létt og líði betur. Ég sendi Þóru, Hebu, Heru, Unni, Bylgju og Ellu Kristínu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur okkar Helgu. Blessuð sé minningin um góð- an mann. Georg. Í dag kveðjum við okkar kæra vin, Björn Hermannsson, eða Bjössa eins og við kölluðum hann. Þessi kröftugi og glaðværi maður varð að lokum að láta undan eftir langa og erfiða bar- áttu við hinn illvíga krabba. Við þessi veikindi barðist Bjössi af miklu æðruleysi. Við skynjuðum að það væri ekki langt eftir þegar við kvödd- um þau hjón á nýju heimili þeirra í Rjúpnasölum, miðviku- daginn fyrir páska. Þar hafði hann greinilega nýtt síðustu krafta sína til að koma þeim hjónum fyrir á smekklegan hátt í fallegri íbúð. Honum var mjög umhugað um að Þóra væri kom- in í örugga höfn áður en hann félli frá. Það er margs að minnast þeg- ar litið er yfir farinn veg og samverustundirnar rifjaðar upp. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Bjössi og Þóra voru með þeim fyrstu sem við hjónin kynntumst þegar við fluttum í Borgarnes 1977. Þá fengum við Heru dótt- ur þeirra til að passa elsta son okkar. Með kynnum okkar af Þóru og Bjössa eignuðumst við trausta og yndislega vini. Milli húsa okkar í Borgarnesi voru ekki nema tvær húslengdir. Í mörg ár fórum við sumarbú- staðarferð í lok nóvember, fyrst til þeirra í Grímsnesið en síðan til okkar í Stykkishólm þar sem við áttum saman góða helgi, skrifuðum jólakortin og nutum ánægjulegrar samveru. Síðast nú í vetur. Helgin eftir verslunarmanna- helgi var lengi frátekin í ferða- lög og víða farið, gist á tjald- stæðum, húsbíll þeirra skilinn eftir og ekið á afskekktari staði, landið skoðað bæði til fjalls og fjöru. Í þessum ferðum var einn- ig Georg, bróðir Bjössa, og Helga kona hans. Í lok dags var grillað undir öruggri verkstjórn Bjössa og kvöldum eytt í ánægjulegt spjall. Bjössi var mikill félagsmála- maður og tók virkan þátt í ýms- um félagsstörfum. Við áttum samleið bæði í Lionshreyfing- unni og með frímúrurum. Í nokkur ár var Bjössi örygg- isfulltrúi hjá okkur í Loftorku og allt þar til að heilsan þraut. Kom þar í ljós elja og dugnaður auk lipurðar í mannlegum sam- skiptum við að laða menn til samstarfs og ná árangri. Örygg- isvitund starfsmanna jókst veru- lega með tilkomu Bjössa í þetta verkefni og fyrir það viljum við þakka. Við hjónin og synir okkar vilj- um þakka allar góðu og skemmtilegu samverustundirnar sem við höfum átt á liðnum ára- tugum. Þóru, dætrunum, tengdasonum og barnabörnum sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Blessuð sé minning Bjössa, vin- ar okkar. Hvíldu í friði, kæri vinur. Ósk og Óli Jón. Í dag kveðjum við kæran vin sem fallinn er frá eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Hann er okkur vinum hans mikill harmdauði. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Þóra mín, við biðjum Guð að vaka yfir þér og fjöl- skyldunni allri og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin um góðan mann lifir. Elsku Bjössi, takk fyrir vin- áttu og góðar samverustundir. Hvíl í friði, kæri vinur. Þóra og Jón (Nonni). Elsku Bjössi vinur okkar er fallinn frá eftir erfið veikindi. Gamlar minningar koma upp í huga okkar fjölskyldunnar, til dæmis allar ferðirnar á vélsleða, berjaferðirnar þar sem tíndar voru heilu tunnurnar af berjum, við mismikla gleði okkar stelpn- anna, útilegur og sumarbústaða- ferðir. Heimili Þóru og Bjössa var alltaf opið fyrir okkur og voru þau alltaf tilbúin að hjálpa okkur við að leysa málin. Kæra fjölskylda, missir ykkar er mikill, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Minning um góðan mann lifir. Guðmundína, Elín og Unn- ur (Dídí, Ella og Unnur). Björn Hermannsson  Fleiri minningargreinar um Björn Hermannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þórður Guð-jónsson fæddist í Rifshalakoti, Ása- hreppi, Rangár- vallasýslu 14. apríl 1921. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 4. apríl 2015. Foreldrar Þórðar voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir, f. 27.9. 1888, d. 25.1. 1980, og Guðjón Einarsson, f. 25.7. 1884, d. 16.7. 1966. Margrét og Guðjón eign- uðust 13 börn og 10 komust til fullorðinsára. Þau eru: Páll, Guð- rún, Guðmundur, Guðríður, Ólaf- ur, Ragnar, Þórður, Skarphéð- inn, Hermann og Ágúst sem var þeirra yngstur. Þau eru öll látin og Þórður er því síðastur þeirra systkina að kveðja þetta jarðlíf. Þórður kvæntist Hrefnu Orms- dóttur, f. 30. mars 1919, d. 22. apríl 2004, hinn 23. nóvember börn þeirra eru Anna Hrefna, f. 2009, d. 2009, Aþena Katrín og Matthías Tristan, c) Hrefna Rós, f. 1988, sambýlismaður hennar er Karl Sigurður Sigfússon, f. 1987. Þórður ólst upp í Rifshalakoti þar til hann flutti til Reykjavíkur 16 ára gamall. Þórður var til sjós meira og minna næstu árin, fyrst á dagróðrabátum en síðar meir á síðutogurum sem sigldu mest til Englands á stríðsárunum. Þórð- ur fór að læra húsasmíði 1954 og nam við Iðnskólann í Reykjavík. Hann kláraði meistaranámið og vann eftir það sjálfstætt við iðn sína fram til sjötugs. Þórður var eftirsóttur húsasmiður, vand- virkur, vinnusamur og traustur. Mörg húsin og verkin standa eft- ir hann sem minnisvarðar um vandaða vinnu síðustu aldar. Þórði þótti afar vænt um land- ið sitt og naut þess að ferðast um hálendið með konu sinni og fjöl- skyldu. Útför Þórðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 22. apríl 2015, og hefst athöfnin klukkan 13. 1946. Foreldrar hennar voru Ormur Ormsson, f. 4. mars 1891, d. 26. desem- ber 1965, og Helga Kristmundardóttir, f. 19. desember 1897, d. 3. maí 1977. Börn Þórðar og Hrefnu eru: 1. Kol- brún, f. 3. febrúar 1947, maki Stefán Jónsson, f. 18. júní 1942. Dóttir þeirra er Steinunn, f. 1971, gift Sverri Olsen, f. 1970, börn þeirra eru Marta Birgitta, Vala Kolbrún og Stefán Samúel. 2. Matthías, f. 24. júlí 1953, maki Guðrún Harðardóttir, f. 22. des- ember 1952. Börn þeirra eru: a) Jón Henrik, f. 1971, kvæntur Soffíu Melsteð Eyjólfsdóttur, f. 1976, börn þeirra eru Einar Sturla og Iðunn Elísabet, b) Þórð- ur, f. 1979, kvæntur Heiðrúnu Berglindi Finnsdóttur, f. 1986, Þórður Guðjónsson, tengdafað- ir minn, hefur nú lagst til hinstu hvíldar, sáttur og saddur lífdaga. Það eru nær 40 ár síðan ég hitti þau sæmdarhjón Þórð og Hrefnu fyrst þegar einkasonurinn kynnti mig fyrir þeim. Mér leist strax vel á þau, Hrefna þessi rólynda, ynd- islega kona og Þórður traustur, hæfilega þrjóskur og þau bæði með sterkar skoðanir. Þau voru ekki alltaf með sömu skoðanir á pólitík en þau hugsuðu þó líkt og voru bæði með mikla réttlætis- kennd og umfram allt góð við þá sem minna máttu sín. Þórður var mikill barnakarl og naut þess að leika sér með barna- börnunum, sagði þeim sögur, ekki alltaf eftir bókinni, og gat hann þá farið á flug þannig að það heyrðist frá Hrefnu ömmu „Þórður, núna ertu að skálda!“ Þá fannst henni hann taka sér of mikið skáldaleyfi á liðnum atburðum því oftar en ekki sagði hann þeim „sannar sög- ur“ um eitthvað sem hann þekkti eða hafði upplifað. Það voru ófáar nætur sem gist var hjá afa og ömmu sem ávallt tóku barnabörn- unum með ástúð og opnum örm- um. Á ferðalögum hvort sem verið var í tjaldi eða sumarhúsi var það afi sem fór út með börnin að leika, hvernig sem viðraði. Þórður og Hrefna voru bæði mikil náttúrubörn og nutu sín best í ósnertri náttúrunni og þar áttu þau sínar dýrmætustu gæða- stundir. Þeim þótti báðum afar vænt um landið sitt og nutu þess að ferðast um fjöll og firnindi með fjölskyldunni. Einnig fóru þeir bræður Skarphéðinn, Hermann, Ágúst og þeirra eiginkonur mikið saman um hálendi Íslands, bæði vegi og vegleysur á sínum „fjalla- bílum“. Ég man eftir minni fyrstu fjallaferð 1975 með þessum höfð- ingjum og þeirra konum um syðra Fjallabak sem var algjört ævin- týri fyrir borgarbarn eins og mig. Það var glatt á hjalla og oftar en ekki mikil keppni á milli þeirra bræðra, allt í góðu og mikið hlegið. Þórður hafði yndi af lestri góðra bóka, síðustu árin voru það ævisögur sem honum voru hug- leiknar auk alls kyns fræðibóka um Ísland sem hann þekkti betur en nokkur sem ég þekki. Það var gríðarlega mikill missir fyrir Þórð þegar Hrefna tapaði baráttunni við krabbamein í apríl 2004, hann saknaði hennar sárt alla tíð. En baráttuandinn sigraði að lokum og hann stóð upp, seldi húsið þeirra og keypti sér íbúð fyrir eldri borgara að Hæðargarði 33 haustið 2005 – þarna leið hon- um vel þrátt fyrir allt í þau sjö ár sem hann bjó þar. Þegar heilsan fór versnandi, haustið 2013, var hann tilbúinn að fara á Hrafnistu þar sem hann fékk þá þjónustu sem hann þurfti. Á síðustu miss- erum fór að halla verulega undan fæti, Þórður þurfti orðið mikla að- hlynningu sem starfsfólkið á Hrafnistu veitti af mikilli alúð og þolinmæði, hafi þau þökk fyrir það. Núna eru þau hjónin loksins sameinuð á ný, ég sé þau fyrir mér í grænni laut, búin að tjalda og njóta fegurðarinnar saman eins og þau gerðu hér áður. Góða ferð, hvíl í friði, elsku tengdapabbi og takk fyrir allt. Guðrún. Skemmtilegi, fyndni, yndislegi og góði afi minn hefur kvatt þenn- an heim. Afi var stríðinn og mikill húm- oristi. Hann hló dátt og innilega, hláturinn var bráðsmitandi og þegar hann skellti uppúr var lítið annað hægt að gera en að hlæja með. Stundum var húmorinn hans ekki allra. Honum þótti gaman að æsa fólk svolítið upp, fékk það upp á háa „c-ið“ og dró sig svo til hlés og glotti. Þetta var bara góðlátleg stríðni sem flestir höfðu gaman af. Mér þótti afi alltaf fyndinn og var hans helsti aðdáandi þegar hann fór að segja „bullsögur“. Skemmtilegast þótti mér að heyra söguna af því þegar ég fæddist. Afi átti ýmsar útgáfur af þeirri sögu en hún endaði alltaf á þessa leið: „Svo þegar þú sást okk- ur á fæðingardeildinni sagðirðu, neeei, þetta geta ekki verið amma mín og afi!“ Þá veltist ég um af hlátri og amma sagði þér að hætta að skálda þessa vitleysu. Þessi saga var svo sannarlega algjör skáldskapur. Ég hefði alls ekki getað átt betri ömmu og afa. Þau voru mér alla tíð ólýsanlega mik- ilvæg, eru enn og verða alltaf. Ég átti ómetanlegar stundir með afa og ömmu í Safamýrinni. Þar skorti mig ekkert, hvorki vel- lystingar né ást. Minningarnar þaðan eru mér enn mjög skýrar. Ég þarf ekki annað en að loka aug- unum og þá stend ég fyrir utan Safamýrina og sé afa opna dyrnar og taka á móti mér með stóru faðmlagi og segja: „Bless, lamb- ið.“ Ég man eftir þessu öllu, þegar við spiluðum sjö, borðuðum vöffl- ur, horfðum á Múmínsnáðann, fórum í bíltúr austur og stoppuð- um á Selfossi til að kaupa „Kit Kat“ – sem raunar var KFC. Afi notaði stundum sín eigin orð yfir hluti. Til að mynda var hvítvín allt- af kallað Dallas í afa viðurvist. Þetta heiti er að sjálfsögðu dregið af sjónvarpsþættinum vinsæla en afi sagði að þar gerði fólk lítið ann- að en að drekka Dallas. Stundum reyndi barnabarnið að leiðrétta þetta orðarugl hjá afa sínum og sagði: „Afi, maður segir ekki bless þegar maður segir hæ.“ Þá brosti afi alltaf út í annað, en hélt áfram að nota orðin sín. Hann stóð nefni- lega alltaf á sínu. Við afi og amma áttum okkar eigin heim í Safamýrinni og amma var miðpunkturinn. Það var mikið áfall fyrir okkur afa þegar krabb- inn tók ömmu. Þá leituðum við hvort til annars og urðum nánari fyrir vikið. Afi elskaði ömmu alveg óendanlega og ástin var endur- goldin. Hann var sem hálfur mað- ur án hennar. Nú una þau sér vel saman, ég er viss um það. Þeysast um fjöll og firnindi eins og þeim þótti best, setjast svo niður í græna lautu og fá sér Dallas. Ég verð ævinlega þakklát afa og ömmu fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig og þá ást, umhyggju og vinskap sem þau sýndu mér í gegnum árin. Eftir sitja ómetan- legar minningar sem gleymast aldrei. Minningar um fyrirmyndir mínar, ömmu og afa. Elsku afi minn. Það er óskap- lega erfitt að kveðja þig. Þú varst sannarlega einstakur, skemmti- legur, hlýr og góður og komst mér alltaf í gott skap. Ég mun minnast þín með brosi á vör. Takk fyrir allt, elsku afi minn, ég elska þig og gleymi þér aldrei. Þín Hrefna Rós. Þórður Guðjónsson  Fleiri minningargreinar um Þórð Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.