Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 13
Með Adobe Acrobat DC verður skjalaumsýsla auðveldari, öruggari og fjárhagslega hagkvæmari. Eftirlit með breytingum verður leikur einn sem og varanleg eyðing viðkvæmra upplýsinga í texta eða myndum úr skjölum (þær ekki bara faldar). Rafrænar undirskriftir og auðkenning verður öruggari með dulkóðuðum upplýsingum og uppruni skjala rekjanlegur. AADC er fyrir lögfræðistofur, nefndir og stjórnir, hönnunar- og markaðsfyrirtæki, opinberar stofnanir, banka og auðvitað alls konar önnur fyrirtæki sem sýsla með PDF-skjöl. Eftir kynninguna er boðið upp fundi „MAÐUR Á MANN” til að fá nákvæma útlistun á möguleikum fyrir hvern og einn. Möguleikarnir eru miklir. Verið velkomin. Morgunverður kostar kr. 2.800. Frítt er fyrir Creative Cloud viðskiptavini Hugbúnaðarsetursins ehf. Nánari upplýsingar og skráning á hugbunadarsetrid.is www.hugbunadarsetrid.is info@hugbunadarsetrid.is s: 824-1849 Morgunverðarfundur Adobe Acrobat Document Cloud Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 12. nóvember, kl. 08-10 Þekkir þú alla möguleikana sem PDF býður upp á fyrir utan bara það að lesa og senda? Fullkomin sjúkrastofnun opnar í Ármúla (Hótel Ísland) með öllum nýjustu tækjum og öllu starfsfólki svo vel höldnu að það hvarflar ekki að því að fara í verkfall. Á sama tíma dynur á Landspítalanum enn eitt verkfallið og tækjabúnaður er annaðhvort skammt­ aður af tímabundnu örlæti þingmanna eða ölmusugjöfum velunnara spítalans. Samt sækja bæði klínikin í Ármúl­ anum og Landspítalinn alla sína fjár­ muni í sama vasa, vasa skattgreiðenda. Hvernig má þetta vera? Hið rangsnúna kerfi Svarið hefur legið lengi fyrir og vitað að svona myndi fara (http://uni.hi.is/bh/). Klínikin í Ármúlanum fær sérstaklega greitt frá ríkinu fyrir hvert viðvik en Landspítalinn þarf að búa við greiðslur ákvarðaðar einu sinni á ári á fjárlögum. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er beiðni um viðbótarframlag upp á nokkra milljarða til sérfræði­ læknaþjónustu utan sjúkrahúsa. Hluti þess framlags mun einmitt renna til klínikarinnar í Ármúla. Landspítalinn aftur á móti fær ekki að „keppa“ um fjármagn úr ríkissjóði með sama hætti og klínikin. Á meðan svo er mun Landspítalinn alltaf tapa í þeirri samkeppni um skattfé almenn­ ings, sem smátt og smátt dregur úr spítalanum þrótt. Landspítalinn „tapar“ á aukinni þjónustu Ef senda þarf sjúklinga til útlanda í meðferð eða rannsóknir þá borgar ríkið það í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Yrði Landspítalanum falið að sjá fyrir sömu meðferð og rannsóknum hér á landi (sem getur sparað þjóðar­ búinu stórar fjárhæðir svo ekki þurfi að senda sjúklinga til útlanda) þýðir það bara viðbótarkostnað fyrir Land­ spítalann. En hjá Sjúkratryggingum (sem þá sleppa við að borga ferðirnar til útlanda) er þetta hreinn sparnaður sem gefur aukið svigrúm til frekari greiðslna til stofa úti í bæ, svo öfugsnúið sem það kann að virðast. Vítahringurinn heldur áfram, Landspítalanum heldur áfram að hraka en einkaaðilar dafna, allt í boði okkar skattgreiðenda. „Engin stefnumótun í heilbrigðismálum“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir heilbrigðisráðherra á fundi sem efnt var til í september um íslenska heil­ brigðiskerfið. Auk þess sagði hann skort á heildrænni yfirsýn og að engin raunveruleg stefnumótun til lengri tíma hafi átt sér stað. Það er vandséð að annar eins áfellisdómur hafi verið felldur um jafn mikilvægan mála­ flokk. Samt sem áður virðast þessi orð hafa farið fram hjá flestum fjöl­ miðlum, hvað þá að þingmenn eða aðrir hafi séð ástæðu til að taka þau upp og spyrja hvort hér verði ekki ráðin bót á. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem síst þykir líklegur til vinsælda hjá stjórnmálamönnum. Þeir kinoka sér við að kynna sér rekstur heilbrigðis­ stofnana og álykta ranglega að allt megi bæta með auknum fjárframlögum. Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins er miklu djúpstæðari og þar skapa mismunandi aðferðir við skiptingu á framlögum ríkisins til einkarekinna og opinberra heilbrigðisstofnana mestan vanda. Landspítalanum áskapað að verða undir Vítahringurinn heldur áfram, Landspítalanum heldur áfram að hraka en einkaaðilar dafna, allt í boði okkar skattgreiðenda. Bolli Héðinsson hagfræðingur Úrtölumenn í lofts­lagsmálum hafa í málgögnum sínum hrundið af stað umræðu um ógnvæn­ legan fjölda fulltrúa frá Reykja­ víkurborg á væntanlega lofts­ lagsráðstefnu í París. Ýmsir hafa stokkið á vandlætingarvagninn. Umræðan er orðin gamalkunnugt tuð um „bruðl“ og „sama rass“ og „eitthvað mætti nú malbika fyrir allan þennan pening …“ Svipuð umræða átti sér stað hér fyrir loftslagsráðstefnuna í Ríó árið 1992. Heldur borgarfulltrúa en … Önsum þessu ekki. Síst af öllu eigum við að leggja eyrun við því sem úrtölumenn í loftslagsmálum segja. Þeir hafa ekkert fram að færa annað en vífilengjur og útúrsnúninga, sem flestir koma frá dönskum reikningshaus sem heitir Björn Lomborg og hefur reiknað það látlaust út að ekkert þurfi að gera. Fyrst sögðu þeir að engin loftslagshlýnun á Jörðinni væri í gangi – „ég myndi nú alveg þiggja smá hlýnun ho ho ho“; því næst fengum við að heyra að hlýnun væri að vísu í gangi en hún væri bara fín, að minnsta kosti fyrir okkur hér á norður­ hveli; svo var ekki lengur hægt að afneita slæmum afleiðingum hlýnunar, en skuldinni skellt á eldgos og vindgang kúa; engin ástæða til að breyta neinu í lífs­ háttum. Nú yppa þeir öxlum og segja að allt sé hvort sem er um seinan og að ekki taki því að verja fé í að breyta um orkugjafa á heimsvísu og keppist nú Lom­ borg við að reikna út hvernig því fé sé betur varið til annarra hluta en að breyta um orkugjafa. Alltaf að ganga erinda olíu­ félaga og auðhringa þessir rangnefndu íhaldsmenn og talsmenn óhófs, eyðingar og sóunar, Lomborg og fulltrúar hans hér. Önsum þeim ekki. Styðjum heldur borgarfulltrúa en lomborgar fulltrúa. Þegar við hugsum um Parísar­ ráðstefnuna megum við ekki sjá fyrir okkur trallandi borgarfull­ trúa í léttum úllala­fíling í opnum sportbíl með vindinn í hárinu – eins það er nú alltaf freistandi að hneykslast og gaman að ímynda sér kjörna fulltrúa að gera sér glaðan dag á kostnað skattborgar­ ans þrautpínda. Sjáum heldur fyrir okkur það sem gæti gerst ef þjóðir heims ná ekki árangri í París. „Hættuleg röskun af mannavöldum“ Markmiðið er að koma í veg fyrir „hættulega röskun á loftslags­ kerfinu af mannavöldum,“ eins og segir í Rammasamningi loftslags­ ráðstefnunnar í Ríó de Janeiro frá árinu 1992. Seinna urðu menn ásáttir um að því markmiði yrði náð ef tækist að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C að meðaltali á öldinni. Það er hægt, en aðeins með samstilltu átaki mannkyns. Annars verður ill­ mögulegt að hindra stjórnlausar loftslagsbreytingar sem svo aftur stigmagna upp frekari losun á gróðurhúsalofttegundum; regn­ skógar Brasilíu verða að þurrum steppum, enda jafngildir eyðing skóga u.þ.b. 20 ­ 25% af losun kol­ tvísýrings hvert ár, sem þá ekki binst. Túndrur norðursins þiðna og það mun leysa úr læðingi gríðarlegt magn metans sem er margfalt sterkari lofttegund en koltvísýringur. Ólíft verður víða vegna hita. Sjávarborð hækkar með þeim afleiðingum að heilu löndin fara undir vatn, til dæmis allt ræktarland Bangladess, sem er eitt þéttbýlasta svæði heims; stíflur bresta með ægilegum afleiðingum, flóðum og hörm­ ungum. Flóttamannavandi heimsins þykir ærinn um þessar mundir, og nær meira að segja hingað til lands; þar sem fögur fyrirheit hafa verið gefin um framlag Íslendinga til lausnar á vanda flóttafólks frá Sýrlandi – þó að fram til þessa sé raunar eina framlag okkar í því máli áform ríkisstjórnarinnar um að vísa úr landi ungum sýrlenskum hjónum með tvær litlar stúlkur. Sýrlenskir flóttamenn eru ekki bara að flýja snaróða byssu­ banditta á mála hjá ókunnum öflum. Þar í landi hafa líka geisað miklir þurrkar sem valdið hafa átökum og gert svæði óbyggileg. Fái úrtölumenn enn að ráða ferð í viðbrögðum heimsins við lofts­ lagsvánni lenda milljónir manna á vergangi í löndum sem verða nánast óbyggileg sökum þurrka og hita – eða flóða. Því fylgja styrjaldir og enn meiri óáran. Sérstakt áhyggjuefni Íslendinga í þessu sambandi – eins og fyrir tækið HB Grandi hefur þegar markað sér framsækna umhverfisstefnu út af – er súrnun sjávar sem hlýst af sívaxandi losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hluti þessa magns binst í hafinu og hér norður frá er súrnunin tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafinu. Hér kann skammur tími að vera til stefnu. Aukist magn gróðurhúsalofttegunda svo mikið að andrúmsloftið hlýni á bilinu 1,5–2°C geta loftslagsbreytingarnar gengið til baka en afleiðingar súrn­ unar fyrir lífríkið verða varanlegar og fiskimiðin hér við land heyra sögunni til. Það var fagnaðarefni að for­ sætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skyldi í ræðu­ stól SÞ staðhæfa án fyrirvara að Íslendingar ætli að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir 2030. Í þessum efnum er mjög mikilvægt að segja satt. Reyndar kom aðstoðarmaður hans á harða­ hlaupum í kjölfarið og sagði að hér hefði ráðherrann vísað til áforma ESB sem Íslendingar hyggist taka „sanngjarnan þátt í“. Vonandi sýna þær hulduhrútslegu eftirá skýringar ekki vilja stjórnvalda í þessu efni. Hér þurfum við í raun og veru stór­ hug. Og ekki þarf að fjölyrða um möguleika Íslands til að losa sig við olíuna. Þegar við hugsum um Parísarráð­ stefnuna skulum við sjá fyrir okkur afleiðingarnar fyrir mannkyn og allt líf á Jörðunni ef samkomu­ lag mistekst. Og svo skulum við hugsa: Hvað get ég gert? Þegar við hugsum um Parísarráðstefnuna Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í dag Fái úrtölumenn enn að ráða ferð í viðbrögðum heimsins við loftslagsvánni lenda milljónir manna á vergangi í löndum sem verða nánast óbyggileg sökum þurrka og hita – eða flóða. Því fylgja styrjaldir og enn meiri óáran. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13M Á n u d a g u R 9 . n ó v e M B e R 2 0 1 5 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -0 1 F 4 1 6 E E -0 0 B 8 1 6 E D -F F 7 C 1 6 E D -F E 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 8 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.