Fréttablaðið - 09.11.2015, Page 4

Fréttablaðið - 09.11.2015, Page 4
Skin Blossom eru margverðlaunaðar lífrænt- og veganvottaðar húðvörur. Innihalda ekki paraben, silikon, tilbúin litar/ilmefni eða önnur skaðleg efni. Fást í Heilsuveri Suðurlandsbraut 22, á Heimkaup.is og í Akureyrarapóteki Kaupangi. Facebook: Skin Blossom á Íslandi. 400.000 380.000 360.000 340.000 320.000 300.000 280.000 260.000 240.000 220.000 200.000 0-70 m2 210+ m2 heimild: þjóðskrá Íslands ✿ Þróun fermetraverðs á höfuðborgarsvæðinu eftir stærð Viðskipti Eftirspurn eftir litlum íbúðum hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir.  Samkvæmt nýrri skýrslu Greiningar Íslandsbanka er fermetra- verð íbúða í minnsta stærðarflokki (0 til 70 fermetrar) orðið 50 prósentum hærra en íbúða í stærsta stærðarflokki (210 fermetrar og þar yfir). Munurinn nam 15 prósentum þegar íbúðaverð var með hæsta móti fyrir hrun. Ný rannsókn Jóhanns Sigurðssonar arki- tekts sýnir að stórt húsnæði er lágt á forgangslistanum bæði hjá ungu fólki og svo eldra fólki með háar tekjur. Þrátt fyrir vaxandi kaupmátt almennings virðist eftirspurn eftir stærra húsnæði ekki hafa vaxið eins og fyrir hrun. Ef til vill á eftirspurnin eftir stærra hús- næði hins vegar eftir að fylgja þegar við færumst frekar inn í þenslutímabilið að mati Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka. Jón Guðmundsson, annar eigenda Fasteignamarkaðarins, segist hafa fund- ið fyrir minni eftirspurn eftir stærri fast- eignum að undanförnu, en staðsetning minni íbúðanna skýri að hluta til verð- muninn. „Vegna aukinnar eftirspurnar og lítils framboðs af minni eignum þá hefur fermetraverð þeirra hækkað veru- lega. Það eru trúlega að uppistöðu til þær eignir sem eru miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu sem skapa þennan til- vitnaða þverskurð. Það er mun meiri eftirspurn eftir eignum miðsvæðis en í úthverfum,“ segir Jón. Hann bendir einnig á að 80 prósent allra kaupsamn- inga á þessu tímabili varði minni eignir en 20 prósent varði stærri eignir og þar séu verðsveiflurnar miklu meiri. Jón telur að breytingar á lánastarf- semi bankanna hafi að hluta til valdið þessari breytingu. „Það hafa alltaf verið miklu fleiri kaupendur að minni eignum en stærri. Í uppsveiflunni fyrir hrun voru bankar að lána 90 og allt að 100 prósent af andvirði stórra eigna og þar af leiðandi voru miklu fleiri kaup- endur að þeim eignum. Nú er mun erfiðara að fá lán fyrir stærri eignum og kaupendur þurfa að leggja fram meira eigið fé,“ segir Jón. Aðspurður segir Jón að tíminn sem litlar íbúðir seljast á hafi styst en tím- inn sem stærri og dýrari eignir seljast á hafi lengst síðustu mánuði. Hann telur trúlegt að verkföll og samningar sem staðið hafa yfir um launakjör fólks hafi spilað að einhverju leyti þar inn í. „Við reiknum með að það tímabil sé yfir- stigið þannig að markaðurinn gæti færst aftur í eðlilegra horf,“ segir Jón. Hann segir erfitt að meta sölutímann á stærri eignum en minni og vel stað- settar eignir seljist í fleiri tilfellum en færri á viku til tíu dögum. Ingólfur tekur undir með Jóni að eftirspurn eftir stærra húsnæði eigi ef til vill eftir að aukast á komandi miss- erum, í efnahagsuppsveiflu hafa stærri íbúðirnar fylgt eftir síðar. „Þetta hefur byrjað í smáu og eftir að hagur heimil- anna vænkast og fleiri hafa efni á því að búa stærra, þá fylgir eftirspurnin þar á eftir,“ segir Ingólfur. saeunn@frettabladid.is Minni áhugi er á stærri húsum en fyrir hrun. Ástæða þess er meðal annars að fólk þarf að tefla fram mun meira eigin fé í dag. Fréttablaðið/Ernir Stærri íbúðir eru að detta úr tísku Eftirspurn eftir minni íbúðum hefur aukist töluvert og er fermetraverð þeirra orðið 50 prósentum hærra en stærra húsnæðis. Samkvæmt nýrri könnun hefur ekki einungis ungt fólk heldur einnig eldra tekjuhærra fólk áhuga á að búa í litlum íbúðum. Stór hús fá lítið vægi Rússland Vladimír Pútín Rússlands- forseti tekur þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í París dagana 30. nóvember til 11. desember næstkomandi. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakkslands, staðfesti þetta í gær. Pútín mun hitta þar bæði Barack Obama Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína, auk fjölmargra annarra þjóðarleiðtoga. Fyrirkomulagið á ráðstefnunni verður frábrugðið fyrri ráðstefnum þar sem þjóðarleiðtogar hafa ekki komið fyrr en undir lokin, þegar undirsátar þeirra hafa fundað dögum saman. Í þetta skiptið koma þeir strax í byrjun viðræðna, sem þykir auka líkurnar á því að samkomulag takist að þessu sinni. Rússland hefur þarna mikilvægu hlutverki að gegna vegna þess hve fyrirferðarmikið landið er í olíufram- leiðslu heimsins. Markmiðið er að ná samkomu- lagi sem tryggir að dregið verði úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Vegna þess hve illa hefur gengið að ná samkomulagi á mörgum fyrri ráðstefnum þykir orðið of seint að stefna að því marki, að hitastig and- rúmslofts jarðar hækki ekki meira en 2 gráður. Þess í stað er nú stefnt að því að setja markið við 2,7 gráður. – gb Rússlandsforseti ætlar til Parísar Vladimír Pútín rússlandsforseti. Fréttablaðið/EPa 2,7 gráður á Celsíus er markið sem nú er miðað við í stað tveggja gráða áður. ta í Van   X i J i n p i n g , f o r s e t i Kína, skrapp til Taívans á laugar- daginn og spjallaði í um klukku- stund við Ma Ying-jeou, forseta Taívans. Þetta þótti afar sögulegur fundur þar sem leiðtogi Kína hefur aldrei áður farið til Taívans, hvað þá átt í viðræðum við þjóðarleiðtogann þar. Kína viðurkennir ekki sjálfstæði Taívans, heldur lítur á eyjuna sem hérað í Kína. Taívan hefur hins vegar haft sjálfstæða ríkisstjórn allar götur frá árinu 1949 þegar Mao Tse Tung og félagar hans gerðu byltingu og stofnuðu komm- únistaríki í Kína. Chang Kai-shek, þáverandi leið- togi Kína, flúði til Taívans ásamt stjórn sinni og viðurkenndi aldrei kommúnistastjórnina á megin- landinu. Stjórnin í Taívan viðurkennir því enn ekki Kínastjórn, ekki frekar en Kínastjórn viðurkennir Taívans- stjórn. Samskipti ríkjanna hafa þó eitthvað verið að skána á síðustu árum. Viðskiptasamningur hefur verið gerður og íbúum beggja landa er að mestu frjálst að ferðast á milli. Ma Taívansforseti og flokkur hans, Kuomintang, riðu ekki feit- um hesti frá sveitarstjórnarkosn- ingum á síðasta ári. Þar er helst um kennt ótta íbúa Taívans við að Kína komi til með að notfæra sér þessi auknu samskipti ríkjanna til þess að hafa áhrif á stjórnarhætti í Taívan. – gb Leiðtogar Kína og Taívans á sögulegum fundi um helgina Ma Ying-jeou og Xi Jinping, forsetar taívans og Kína, á stuttum, sögulegum fundi um helgina. nordicPhotos/aFP Taívan hefur haft sjálf- stæða ríkisstjórn frá árinu 1949 þegar Mao Tse Tung og félagar gerðu byltingu og stofnuðu kommúnistaríki í Kína. Stjórnin í Taívan viður- kennir því ekki Kínastjórn um leið og Kína viðurkennir ekki sjálfstæði Taívans. Lokaverkefni Jóhanns Sigurðssonar arkitekts til MBA-prófs við Háskóla Íslands er að rannsaka þarfir og for- gangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði. Í spurningakönnun bað hann fólk að forgangsraða eftir mikilvægi frítíma, stóru íbúðarhús- næði og fjárhagslegu svigrúmi. Þar fékk stórt íbúðarhúsnæði aðeins 0,7 prósent atkvæða í fyrsta sæti. Fjárhagslegt svigrúm fékk 54 prósent atkvæða og frítími 45 prósent. Þetta átti við um alla aldurshópa en alveg sérstaklega hjá fólki 24 til 34 ára. 430 manns tóku þátt í rann- sókninni. Jóhann segir að það sem lesa megi úr þessari könnun sé að mikil vöntun sé á minni íbúðum og að þær íbúðir sem eru í sölu séu mun stærri en yngri hópar kjósa. „Það þarf að kanna þarfirnar til að einstakir hópar verði ekki út undan eins og nú hefur orðið. Það er ekki bara fólkið en líka eldri hópar og tekjuháir sem segjast vilja búa í minni íbúðum,“ segir Jóhann. „Þessi kynslóð leggur meira upp úr upplifun og minna upp úr efnislegum gæðum en fyrri kyn- slóðir. Hún vill ekki láta skammta sér gæði. Hún er tilbúin að sætta sig við minna en vill fá að velja sjálf hvaða gæði hún fær.“ 9 . n ó V e m b e R 2 0 1 5 m Á n U d a G U R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -0 1 F 4 1 6 E E -0 0 B 8 1 6 E D -F F 7 C 1 6 E D -F E 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 8 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.