Fréttablaðið - 09.11.2015, Side 18

Fréttablaðið - 09.11.2015, Side 18
Það er frábært að vera komin í eigið húsnæði, yndislegt líf,“ segir Erla Dröfn Kristjánsdóttir hjúkr unar­ fræðingur en hún keypti nýlega sína fyrstu íbúð, rúma sextíu fermetra. Stór pallur fylgir íbúðinni þar sem Erla seg­ ist sjá fyrir sér skemmtilegar garðveislur í sumar. „Ég er þegar búin að plana fyrsta grillpartíið,“ segir hún hress. Erla hafði leitað sér að íbúð í hálft ár áður en hún festi sér þessa. Áður hafði hún verið á leigumarkaðnum en flutti aftur heim til foreldra sinna og bjó þar í um eitt ár áður en hún keypti sitt eigið húsnæði. „Þá náði ég að safna fyrir út­ borgun,“ segir hún og spurð hvaða ráð hún eigi handa þeim sem séu í kauphug­ leiðingum í fyrsta sinn segir hún númer eitt tvö og þrjú að safna. „Maður þarf að vera duglegur að leggja fyrir og taka alltaf einhvern hluta launa hvers mánaðar frá. Svo þarf maður bara að vera meðvitaður um hvað maður vill, hvernig íbúð hentar og liggja yfir miðl­ unum og skoða það sem kemur á sölu.“ Þótt íbúðarleit Erlu hafi staðið í hálft ár endaði hún á að kaupa íbúð sem hún féll fyrir í upphafi leitar. „Ég hafði séð þessa íbúð á sölu áður og farið að skoða en þá hafði ég ekki efni á henni. Hálfu ári síðar var hún komin aftur á sölu og þá var ég búin að safna nóg. Það var bara eins og hún hefði verið ætluð mér. Þegar ég skoð­ aði hana í fyrra skiptið þurfti að skipta um gólfefnin og mála og það var akk­ úrat það sem eigendurnir í millitíð­ inni höfðu gert. Hún var því bara eins og sniðin fyrir mig og ég þurfti ekkert að gera, bara f lytja inn,“ segir Erla en undanfarnar vikur hefur hún verið að koma sér fyrir. „Mig vantaði í raun allt nema rúm. Það var rosalega gaman að geta valið mér hluti og húsgögn eftir mínum smekk. Enginn að skipta sér af,“ segir hún hlæj­ andi. „Það er gaman að geta gert heimilið að sínu eigin. Það er ákveðið frelsi í því. Ég er búin að sanka að mér dóti héðan og þaðan. Amma og afi gáfu mér ísskáp og ég fékk gamalt sjónvarp hjá pabba. Svo hef ég fundið mikið gegnum Bland, not­ aða en samt nýlega hluti. Mér líður best í björtu umhverfi,“ segir Erla. Þegar verið er að koma upp heimili er ekki verra að kunna að fara með hamar og nagla. Ertu handlagin? „Þar kemur að mínum veikleika, ég er ekkert í því að bora og festa upp hillur,“ segir Erla hlæjandi. „Ég hef verið að bíða með það þar til ég fæ aðstoð og þang­ að til ég finn út hvar ég vil hafa hlutina. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin mun ég bara hafa yfirumsjón með verkinu. Ég setti þó upp gardínurnar sjálf, það finnst mér bara nokkuð gott.“ Gaman að gera heimilið að sínu Fyrstu íbúðakaupin eru jafnan stór áfangi á lífsleiðinni. Það er bæði spennandi og skemmtilegt að koma sér fyrir í eigin húsnæði. Erla Dröfn Kristjánsdóttir segir frelsandi að geta hagað hlutunum eftir eigin höfði. Heima er best. Erla Dröfn Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur festi nýlega kaup á sinni fyrstu íbúð og segir yndis- legt líf að eiga sitt eigið heimili. MYND/GVA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tökum er að fjárfesta í íbúð. Þess vegna skiptir máli að hafa fjölbreytta valkosti og góða ráðgjöf í takt við ólíkar þarfir. Allt sem skiptir máli um fyrstu kaup, á landsbankinn.is/ibudalan. „Auðvitað er stórt skref að kaupa íbúð“ Engin lántökugjöld við fyrstu kaup. Fjármögnun allt að 85% af markaðsvirði. Fjölbreyttir lánakostir í takt við þínar þarfir. Mig vantaði í raun allt nema rúm. Það var rosalega gaman að geta valið mér hluti og húsgögn eftir mínum smekk. Enginn að skipta sér af. Kynning − auglýsingHúsnæðislán 9. nóvEmbEr 2015 mÁnUDAGUr2 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -3 3 5 4 1 6 E E -3 2 1 8 1 6 E E -3 0 D C 1 6 E E -2 F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 8 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.