Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 15
FÁRÁNLEGA FLOTTUR PAKKI FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT á 365.is Aðeins 310 kr. á dag 365.is | Sími 1817 Með því að greiða 1.990 kr. aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM. SKEMMTIPAKKINN Sex sjónvarpsstöðvar, internet, heimasími, Stöð 2 Maraþon og aðild að Vild. Vandað sjónvarpsefni og fjarskipti á frábæru verði SKÚLAVERÐLAUNIN Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015 fyrir handofin teppi úr íslenskri ull. Skúlaverðlaunin voru veitt á opnunarkvöldi Handverks og hönnunar en sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur lýkur í dag. SÍÐA 2 Hvaða hús eru þetta í stofunni hjá ykkur? Kjartan: Mitt er gamaldags pappahús með ljósi inni í. Ragnhildur: Mitt er búð sem er hægt að breyta í hús. Hvernig datt ykkur í hug að búa þau til? Kjartan: Þegar við vorum að kaupa sófa upp í ris til bræðra minna þá kom hann í stórum pappakössum. Systir mín bjó fyrst til búð úr einum kassa og þá vildi ég líka fá einhvern veginn hús en ekki búð. Ég var að reyna að festa þakið saman og þá datt mér í hug að hafa svona gamaldags hús. Ragnhildur: Mér finnst svo gaman að föndra eitthvað svona úr pappakössum. Fyrst ætl­ aði ég að gera bíl, svo búð og síðan hús. Hvernig settuð þið þau saman? Bara með límbandi. Mamma hjálpaði okkur. Hún skar líka hurðirnar út með hníf. Hvernig notið þið þau? Kjartan: Ég get notað mitt hús fyrir tilrauna­ stofu og líka fyrir venjulegt hús sem maður sefur í. Ég gerði einu sinni tilrauna ­ nammisúpu á tilraunastofunni minni. Ragnhildur: Ég gerði líka nammisúpu. Þegar búðin er opin þá get ég haft búðarborðið niðri en lokað því ef ég ætla að nota hana sem venjulegt hús. Hafið þið gist í þeim með sæng og kodda? Kjartan: Já, mörgum sinnum. Og Keli, kisan mín, er oft í mínu húsi, eiginlega alltaf þegar hann er ekki úti. Ragnhildur: Ég er búin að gista í mínu húsi í heila viku. Það er mjög kósí að liggja þar og lesa. Eruð þið dugleg að búa til hluti? Kjartan: Já, ég lita og teikna helst. Ragnhildur: Já, ég bý til dúkkuballerínur. Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera? Kjartan: Mér finnst skemmtilegast að lita eitthvað bull. Ragnhildur: Mér finnst skemmtilegast að hjóla úti með vinkonum mínum. Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stór? Kjartan: Ég ætla fyrst að verða fornleifa­ fræðingur og svo ætla ég að verða eins og pabbi minn er, verkfræðingur. Ragnhildur: Ég ætla að verða mamma og kannski kennari eða listmálari. KÓSÍ STOFUKOFAR HÚSASMÍÐI Systkinin Kjartan Orri Ingvarsson og Ragnhildur Ingvarsdóttir eru bæði í Laugarnesskóla. Kjartan er alveg að verða sex ára og Ragnhildur er sjö ára. Þau eru nánast flutt úr herbergjunum sínum og inn í stofu þar sem þau hafa komið sér upp einkahúsnæði úr pappa. KOFAKRAKKAR Systkinin Ragnhildur og Kjartan Orri í húsunum sínum sem þau bjuggu til úr pappakassa utan af sófa. MYND/STEFÁN Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900- www.jarngler.is Fyrirtæki - Húsfélög ————————— Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða- opnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin. 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E D -C 6 B 4 1 6 E D -C 5 7 8 1 6 E D -C 4 3 C 1 6 E D -C 3 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 8 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.