Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2014, Page 10

Ægir - 01.07.2014, Page 10
10 Útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækið Einhamar Seafood ehf. í Grindavík tók nú í ágústmánuði við tveimur nýjum 30 tonna Cleopatra 50 bátum frá bátasmiðjunni Trefjum ehf. í Hafnarfirði. Bátarnir eru í hvívetna vel tækjum búnir, rúmgóð vinnuaðstaða um borð, sem og aðstaða fyrir áhöfn í lúkar. Bátarnir hafa fengið nöfnin Gísli Súrsson GK og Auð- ur Vésteins SU en þeir verða yfir sumar- og haustmánuðina gerðir út frá Stöðvarfirði en frá áramótum til vors á vetrarver- tíð frá Grindavík. Fyrir átti Ein- hamar Seafood minni báta með sömu nöfnum sem hverfa úr rekstri og auk þess báturinn Nafri SU. Tveir bátar koma því í stað þriggja en forsvarsmenn Einhamars segja stærri og öfl- ugri báta þrátt fyrir það skapa fyrirtækinu meiri stöðugleika í hráefnisöflun en Einhamar Seafood vinnur úr öllum sínum veiðiheimildum í ferskan fisk til útflutnings. Heildarfjár- festing í nýju bátunum er um 350 milljónir króna. Skila betra hráefni að landi Stefán Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Einhamars Sea- food ehf., segir gríðarlega breyt ingu fyrir fyrirtækið að fá þessa tvo öflugu línubáta í rekstur. Minni bátarnir sem fyr- irtækið átti gátu síður róið í verri veðrum og þá þurfti að treysta á fiskmarkaðina hvað hráefni fyrir vinnsluna varðar. Stefán segir því fækkun þessara „bræludaga“ eitt af stóru at- riðunum. Fyrirtækið sé skuld- bundið kaupendum um af- hendingu á ferskum afurðum og því sé dýrkeypt að fá marga daga þegar veður hamla hrá- efnisöfluninni. „Síðan er það blóðgunar- og ískrapakerfið frá 3xStál, það hvernig fiskurinn er meðhöndl- aður og blóðgaður í hreinum krapa áður en hann fer niður í Einhamar Seafood ehf. í Grindavík tekur fyrir tveimur nýjum línubátum frá Trefjum: Gríðarleg breyting með tilkomu bátanna - segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gísli Súrsson GK 8 og Auður Vésteins SU 88 í höfninni í Grindavík. Myndir: Trefjar Tækjaflóra í brúnni. Vel búinn lúkar með eldavél, bakaraofni og örbylgjuofni, svo fátt eitt sé nefnt. S k ip a stóllin n

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.