Húnavaka - 01.05.1996, Blaðsíða 194
192
HUNAVAKA
Júní.
Norðanstæð átt var fyrstn viku
júní og kalt og síðan aftur 16. til
20. Snjólag var gefið til 8. Hæg-
viðri var til 10. en mesti vindur, 6
sdg af norðaustri, jrann 19. Hlýj-
ast varð 9. eða 16,2 stiga hiti og
kaldast þann 4. aðeins 0,5 stiga
hiti. Úrkoma féll í 20 daga, alls
23,1 mm, allt regn. í mánaðarlok
var enn mikill snjór í fjöllum og
nokkuð um skafla í byggð. Kart-
öflur voru settar niður í annarri
viku mánaðarins og grösin að
gægjast upp í mánaðarlokin. Þá
var trjágróður að laufgast, úthagi
að grænka og komið að slætti á
bestu blettum í bestu túnum. All-
víða bar á kali í túnum. Miklir
vatnavextir voru frá 10. til 12. og
ár enn vatnsmiklar í mánaðarlok-
in. Veiði í ám rnjög treg, bæði
vegna mikils vatnsmagns og
tregrar göngu. Fjallvegir voru að
opnast í mánaðarlokin.
Júlí.
Júlímánuður hóf feril sinn með
hlýindum. Hitinn varð 17,5 stig
2. dag mánaðarins en brátt tók
verra við því frá 11.-21. var þrá-
lát norðlæg átt, bæði þurr og
köld. Spratt jörð þá mjög lítið.
Eftir það gekk til suðlægra átta
og varð hagstæð sprettutíð. Hlýj-
ast varð 18,1 stig þann 30. Lág-
markshiti mánaðarins var 1,7 stig
jrann 8. Úrkomu varð vart í 17
daga en 15 mælanlegir. Alls 30,9
mm. Af því féllu 17 mm þann 5.
og þá var skráð mesta veðurhæð
7 stig af norðaustri. Mánuðurinn
var áfallalídll og hagstæður dl
verka. Ekki voru allir bændur
farnir að heyja í mánaðarlokin
og töldu að heyannir byrjuðu
u.þ.b. mánuði síðar en í venju-
legu árferði og yrði trúlega 30 -
40% undir venjulegum heyfeng.
Ágúst.
Framhald góðrar veðráttu, eftir
21. júlí, hélst allan ágústmánuð
með hægum, suðlægum áttum
að mestu. Þó voru 7 vindstig
skráð af suðvestri þann 14. Hlýj-
ast varð 9. dag mánaðarins, 19,8
stig, og mjög sjaldan var hidnn
undir 10 sdgum. Lágmark var þó
0,1 stigs frost þann 24. og 1,5
stiga hiti þann 25. Kartöflugrös
féllu þá víða í görðum og dró úr
sprettu. Úrkoma var óvenju mikil
í mánuðinum eða alls 75,4 mm
og féll á 19 dögunt en 2 voru ekki
mælanlegir. Gras var í sprettu all-
an mánuðinn enda grasveður og
erfiðlega gekk að þurrka hey
þótt nokkrir ágætir þurrkdagar
kæmu. Flestir bændur verkuðu í
rúllubagga og voru að ljúka, eða
höfðu lokið heyskap, í mánaðar-
lokin. Talið að heyfengur verði
60 - 70% af heyfeng 1994. í heild
var mánuðurinn mjög hagstæð-
ur.
September.
Einmuna veðurblíða var fram
um 21. september. Varla féll