Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Hópbílar                ! "# $  % &#'( !) Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is          Hreinsa þakrennur, laga vatnstjón, ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Þjónustuauglýsingar 569 1100              Smáauglýsingar        ÁRBÆJARKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Sr. Karl Sigurbjörns- son prédikar og þjónar fyrir altari. Gospelkór Árbæjarkirkju syngur. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Kirkjukór Árbæjarkirkju leiðir almenn- an safnaðarsöng. Handavinnusýning eldri borgara. Kaffihlaðborð í safnað- arheimili í boði Soroptimistaklúbbs Árbæjar eftir messu. ÁSKIRKJA | Messa kl. 14. Sigurður Jónsson sóknarprestur og Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni þjóna. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Að messu lok- inni býður Safnaðarfélag Áspresta- kalls kirkjugestum að njóta kaffiveit- inga í safnaðarheimili. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór eldri borgara syngur. Organ- isti Steinunn Árnadóttir. Prestur Páll Ágúst Ólafsson. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og sr. Pálmi Matthíasson þjóna. Ræðumaður Pétur Bjarnason, fv. framkvæmdastjóri SÍBS. Glæður, kór Kvenfélags Bústaðasóknar, syngur. Stjórnandi Ásta Haraldsdóttir. Eftir messu er eldri borgurum boðið í veislukaffi og sýndir munir úr starfi þeirra í vetur. DÓMKIRKJAN | Geir R. Tómasson tannlæknir með hugleiðingu við messu kl. 11. Séra Sveinn Valgeirs- son og séra Hjálmar Jónsson þjóna. Messukaffi í safnaðarheimili á eftir. GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Vigfúsi Þór Árnasyni og Sigurði Grétari Helgasyni. Kór kirkj- unnar syngur ásamt Karlakór Grafar- vogs. Einsöngur: Snæbjörg Guð- munda Gunnarsdóttir. Stjórnandi karlakórsins er Íris Erlingsdóttir. Org- anisti er Hilmar Örn Agnarsson. Handavinnusýning eldri borgara. Kaffi og veitingar í boði Safnaðarfélags Grafarvogskirkju. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sam- eiginleg guðsþjónusta Hafnarfjarðar- og Víðistaðasókna kl. 14. Sr. Þórhall- ur Heimisson predikar. Prestar kirkn- anna þjóna fyrir altari. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Kirkjukór Stóru Kopperbergskirkju í Svíþjóð og Gafl- arakórinn syngja. Hátíðarkaffi og söngdagskrá í Hásölum eftir messu. Rútuferð frá Víðistaðakirkju, Hrafn- istu, Hjallabraut 33 og Sólvangi. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson préd- ikar og þjónar fyrir altari, ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Vorferð eldri borgara að lokinni messu. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 14. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur prédikar. Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Frið- riks Kristinssonar. Organisti Kári Allansson. Prestur Helga Soffía Konráðsdóttir. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sveinn Valgeirsson, prestur í Dómkirkjunni, prédikar og Sigurður Arnarson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Félagar úr karlakórnum Mos- fellsbræðrum og kvennasönghópur- inn Boudoir syngja. Kórstjórar eru Juli- an Hewlett og Kristín Sigurðardóttir. Eftir guðsþjónustu býður sóknarnefnd Kársnessóknar upp á kaffi og með því í safnaðarheimili kirkjunnar Borg- um. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 14, aldraðir sérstaklega boðnir vel- komnir Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni þjóna, kvartettinn Kvika leiðir söng og leikur, undirleikari er Arngerður María Árna- dóttir. Ilmur Kristjánsdóttir, leikari og borgarfulltrúi, flytur hugleiðingu. Kaffi- boð eftir messu í safnaðarheimili. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju, syngur undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar. Veglegar veitingar í boði safnaðar að messu lokinni. Prestur er Skúli S. Ólafsson. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð- vík | Uppstigningardagur: Guðsþjón- usta kl. 11. Barn borið til skírnar. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristins- sonar organista. Meðhjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng, ein- söngur Þorbergur Jósefsson. Organ- isti Rögnvaldur Valbergsson. Eldri borgarar lesa ritningarlestra. Sr. Gylfi Jónsson prédikar og sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Margrét Steina Gunnarsdóttir flytur hugvekju. Kirkjukórinn syngur. Kór- stjóri og organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason. Súpa og kaffi eftir messu í boði hér- aðssjóðs Suðurprófastsdæmis. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Þórey Dögg Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Eldriborgara- ráðs, flytur hugleiðingu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Magnús Björn Björnsson þjóna fyrir altari. Erna Kol- beins, Guðmundur Hjálmarsson og Kristín Hannesdóttir lesa texta og bænir. Organisti er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Kammerkór Seltjarnarnes- kirkju, Barnakórinn Litlu snillingarnir og Sönghópur eldri bæjarbúa á Sel- tjarnarnesi syngja undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur. Kaffiveitingar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa fyrir allar sóknir í uppsveitum Árnes- sýslu kl. 14. Kristján Valur Ingólfsson Skálholtsbiskup prédikar en sr. Egill Hallgrímsson, sr. Birgir Thomsen og sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson þjóna fyrir altari. Skálholtskórinn og Tvennir tímar, kór eldri borgara í uppsveitum, syngja. Einnig syngur kórinn Sing ’n’ Swing frá Skærbæk í Danmörku. Org- anistar og kórstjórar eru Jón Bjarna- son og Stefán Þorleifsson. Kaffi í Skálholtsskóla eftir messu. Messur á uppstigningardag ✝ Sigurmunda H.Eiríksdóttir (Sidda) fæddist 14. júní árið 1930. Hún lést þann 29. apríl 2015 á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar henn- ar voru hjónin Fjóla Stefánsdóttir, og Eiríkur Elías- son. Sigurmunda giftist Sigurði Stefánssyni, bifvélavirkjameist- ara, þann 8. nóvember árið 1952. Synir þeirra Siddu og Sigga eru: 1) Stefán, lektor í HA, eiginkona hans, Sigríður Kristín Bjarnadóttir, lést árið 2012. Börn þeirra eru a) Ester og b) Sig- urður. 2) Eiríkur, trésmíðameistari, kvæntur Ingi- björgu Guðlaugs- dóttur, börn þeirra eru: a) Elva Hrönn, b) Fjóla og c) Sig- mundur Óli. 3) Jó- hann Rúnar, for- maður Félags málmiðnaðar- manna á Akureyri, kvæntur Líneyju Björk Jónsdóttur, börn þeirra eru a) Auður Ýr og b) Katrín Jóna. Langömmubörnin eru 7. Útför Sigurmundu fór fram í kyrrþey frá Höfðakapellu á Ak- ureyri 6. maí 2015. Elsku amma Sidda var mikill grallari, hláturmild og fyndin. Dýrmætar minningarnar með henni mun ég ávallt geyma. Þær ófáu stundir sem barna- börnin gistu hjá henni og afa Sigga í Þórunnarstræti og hún margendurtók að maður mætti borða eins mikinn ís með súkkulaðisósu og hægt væri að láta ofan í sig og vaka eins lengi og maður vildi, þetta þótti manni ósköp merkilegt. Henni þótti voða gaman að segja sögur og fékk maður ósjaldan að heyra sömu sög- urnar aftur og aftur. Þegar hún var ung í sveitinni og svo þegar hún og afi kynntust og giftu sig enda var sérstakt og fallegt sambandið á milli ömmu og afa. Flestar sögurnar voru svo inni- legar að þær voru sagðar með leikrænum tilþrifum, þannig að hún var byrjuð að dansa eða komin í splitt og spíkat inni í eldhúsi og hélt því fram að hún væri ennþá jafnliðug og í gamla daga. Allar útilegurnar og svo ferðirnar í hjólhýsið þeirra í Vaglaskóg standa uppúr. Þar voru öll barnabörnin ávallt vel- komin og fór maður ósjaldan með austur fyrir fjall og fékk að hafa Kát, hundinn þeirra, og fara á vit ævintýranna. Ein af eftirminnilegri ferðunum var þó í seinni tíð þegar amma fékk þá hugdettu að breyta hvítvíni í freyðivín og setti það í soda- stream tækið þannig að svo mikill kraftur myndaðist og flaskan sprautaðist í klofið á ömmu. Hún grínaðist með það að hún væri pissublaut og var svo í hláturskasti með sinn smitandi hlátur og fékk alla með sér þegar hún hló innilega. Eitt af síðustu símtölunum sem við áttum saman var nokkrum dögum áður en hún kvaddi og það var svona að hún fór að hlæja og við vorum sam- an komnar í hláturskast. Mun ég ávallt minnast ömmu minnar með prakkarasvipinn og stutt í smitandi hláturinn og geymi ég yndislegar minningar í hjarta mínu. Elva Hrönn. Sumarið 1984 varð ég sum- arstelpan hennar Siddu og Sigga frænda. Þannig var að ég fékk sumarvinnu á Akureyri og búandi í Reykjavík vantaði mig gistingu. Ég vissi af lítilli íbúð í kjallaranum á 71 og fannst til- valið að fá að búa þar ein með Binnu frænku uppi. Siddu fannst þetta ekki góð hugmynd, að hafa 17 ára stelpu aleina svo hún tók mig að sér sem sum- arstelpuna sína í Þórunnar- strætinu. Þetta sumar hefur lifað hjá okkur báðum sem ótrúlega skemmtilegur tími og margs að minnast. Ógleymanleg veiðiferð að Deildarvatni um verslunar- mannahelgina, garðvinnu, gera við bíla, þrif, leika við Kát, gera að silungi og elda mat. Sólin skein allt sumarið og það voru engar ýkjur. Samfestingar voru í tísku og ég saumaði mér einn slíkan undir handleiðslu Siddu. Ég fékk kennslu í að þvo upp sem endaði á því að þurrka vaskinn þegar allt var búið. Brúna kakan var bökuð bæði sem formkaka, braggi eða terta. Ég á og nota uppskrift- ina enn. Þórður frá Dagverðará bjó niðri og oft var hlegið og spáð í spil með honum. Um helgar fór ég svo í Bárðardal- inn minn til ömmu og frænda. Eina vikuna fór Sidda í húsmæðraorlof og skipulagði mat fyrir alla dagana. Þegar heim kom var maturinn nær allur ósnertur, ég hafði selt Datsuninn og keypt Toyotu, Siggi var bara meira í golfi og Jóhann úti við. Engin regla á neinu en þessu var hægt að hlæja að eftir á. Sidda var ein- staklega hjartahlý, dugleg, hjálpsöm og vandvirk þannig að mest treysti hún á sjálfa sig allt fram á síðasta dag. Hún var vinur vina sinna og hringdi ef hún hafði ekki heyrt frá þeim lengi. Siggi og Sidda voru alltaf nefnd bæði á nafn þegar verið var að tala um þau eins og ger- ist þegar hjón eru samrýmd. Þó Sidda væri ekki íþróttamaður eða golfari eins og Siggi, fengu aðrir að vera það og hún var með sína sérgrein eins og allir þekkja. Allt var látið ganga upp. Það kom því ekki svo á óvart er fréttist að hún hefði kvatt þetta jarðlíf eftir nýlegt áfall. Hún stóð við sitt og sín verk alla ævi. Ég er þakklát og rík- ari eftir að hafa verið sum- arstelpan þín, elsku Sidda. Nú ert þú svífandi í dansi með Káti og fleirum sem fóru á undan þér. Elsku hjartans Siggi frændi og fjölskylda, megi góður Guð fylgja ykkur og leiða áfram. Sumarstelpa 1984, Inga Dóra Kristjánsdóttir. Sigurmunda H. Eiríksdóttir Elsku pabbi minn, nú ertu far- inn frá okkur. Við tengdumst Sæbjörn Helgi Björnsson ✝ Sæbjörn HelgiBjörnsson fæddist í Reykjavík 31. janúar 1942. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 24. mars 2015. Útför Sæbjörns Helga hefur farið fram í kyrrþey. órjúfanlegum böndum á meðan þú varst á spítalan- um. Ég og þú náð- um að kynnast bet- ur en öll árin frá því ég fæddist, ég þakka fyrir þennan tíma sem við feng- um saman. Við spjölluðum um dauðann fyrsta daginn sem þú lagðist inn á spítalann, þú sagð- ir mér hvaða lög þú mundir vilja láta spila í jarðarförinni þinni og auðvitað var það hinn eini sanni Elvis Presley, en ekki hvað? Ég man hve ákveð- inn þú varst í bíblíukaupunum sem átti að vera fermingargjöf- in handa Ásthildi Ben. Biblían varð að vera hvít og þú samdir kveðju til Ásthildar Ben, afas- telpunar þinnar. Við náðum ekki að klára hana en það sem var komið er mjög dýrmætt. Þú varst alltaf svo ákveðinn í veik- indum þínum, þú vissir hvað þú vildir og það var nú bara eitt – hvíldin langa. Ég man síðasta kvöldið okkar saman er ég brotnaði gjörsamlega niður fyr- ir framan þig og þú vissir ekki hvað gekk á, ég fékk algjört taugaáfall vegna veikindanna og fermingarinnar sem átti að vera viku seinna. Þetta kvöld var ég ekki sú sterka, það varst þú sem varst sá sterki, þetta kvöld var það kvöld sem þú og ég ákváðum saman að þú gætir sleppt takinu, daginn eftir varstu farinn. Þín er sárt sakn- að af okkur öllum og ekki síst afastelpunum þínum, Ásthildi Ben og Ágústu Ben. Og ég er svo þakklát að hafa fengið að jarðsetja þig hjá ömmu og afa og svona nálægt gröfinni hjá mömmu og Ágústu systur, svo við getum heimsótt ykkur öll í sama garði. Við munum alltaf elska þig. Þín dóttir, Svala Birna og fjölskylda þín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.