Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjölmiðlar ogfræðimenn,sem einatt
hafa meiri áhuga á
stjórnmálalegri
baráttu en fræð-
unum og frétt-
unum, tala gjarnan niður til
andstæðinga sinna og þjóð-
arinnar, þótt það síðara sé ekki
endilega meiningin. Er þá látið
eins og stjórnsýsla og útfærsla
lýðræðis sé aumari hér en ann-
ars staðar. Gjarnan er sá góm-
sæti ávöxtur banani dreginn
inn í einkunnagjöfina.
Sjaldnast á oflæti af þessu
tagi nokkurn rétt á sér og
stundum er það runnið úr leik-
húsi fáránleikans eins og þeg-
ar Gylfi Magnússon híaði á
þjóðina sem myndi umbreytast
í Kúbu norðursins kyngdi hún
ekki Icesave. Nær hefði verið
spá um að grískur harmleikur
tæki varanlega yfir stórasvið
þjóðarinnar léti hún hræða sig
til uppgjafar.
En auðvitað er það svo að
finna má einstaka þætti sem
fara mættu betur hér og benda
á fyrirmyndir hjá öðrum þjóð-
um. Horfa mætti til löggjafar-
stofnana lýðræðisríkja, þótt
ekki standi þær framarAlþingi
Íslendinga í öllum efnum. Þó
er óhætt að fullyrða að óhugs-
andi væri að reynt væri að
koma í veg fyrir að mál studd
af meirihluta þingmanna
fengju umræðu í samræmi við
þingsköp og að vera borin und-
ir atkvæði að slíkum umræðum
loknum. Slíkt er þó daglegt
brauð á Alþingi núna.
Núverandi ríkisstjórn og
forysta þingsins geta að veru-
legu leyti kennt
sjálfum sér um
þetta. Mál, sem
bar að ákveða á
fyrstu dögum
nýrrar ríkis-
stjórnar með ein-
faldri ályktun á þingi, er enn
óafgreitt. Ríkisstjórnin dró úr
hömlu að leggja það fyrir þing-
ið. Þegar hún kom sér loks til
þess var henni ekki tryggður
friður til að ræða málið og lét
það yfir sig ganga. Hún marg-
boðaði nýja þingsályktunar-
tillögu næsta þing á eftir og
heyktist á því. Engin skýring
hefur fundist önnur á því en að
ríkisstjórnin hafi kafnað í eigin
kjarkleysi.
Enduðu þessir ólánlegu til-
burðir svo með því að talsmenn
ESB í íslenska utanríkisráðu-
neytinu voru látnir semja fyrir
ríkisstjórnina óframbærilegt
þokukennt bréf til raunveru-
legra húsbændanna í Brussel.
Fullyrt er að þetta bréf hafi
verið lagt fyrir á fundi ríkis-
stjórnar en nánast er óhugs-
andi að það hafi verið lesið þar
upphátt. Þá hefði það aldrei
verið sent. Stjórnendur ESB
hafa síðan hent gaman að
þessu bréfi og sendandanum
og ekkert gert með hvorugt.
Nú stendur yfir dans á
þinginu út af verkefnastjórn
um rammaáætlun og Skrokk-
ölduvirkjun og bannað er að
ræða það mál. Kannski reynir
þingmeirihlutinn að stíga öld-
una og ganga í skrokk á minni-
hlutanum og hótar að senda
þingmönnum minnihlutans
bréf sem þeir botni ekki í láti
þeir ekki segjast.
Fordæmið hefur ver-
ið gefið og ástæðu-
laust fyrir þingið að
fara að þingsköpum}
Upplitið fyrirsjáanlegt
John Kerry, ut-anríkisráð-
herra Bandaríkj-
anna, fundaði með
Vladimír Pútín
Rússlandsforseta á
þriðjudaginn var, og voru við-
ræður þeirra að sögn „hrein-
skiptnar“. Þetta er fyrsti fund-
urinn á milli Kerrys og æðstu
ráðamanna Rússlands í hér-
umbil tvö ár, eða frá því að deil-
an um Krímskaga kom upp.
Ljóst var að ekki myndi finnast
lausn á deilumálum ríkjanna á
fundinum, en báðir aðilar létu
vel af viðræðunum og skoð-
anaskiptunum.
Í sjálfu sér er það jákvætt að
Bandaríkin og Rússland auki
samskipti sín á efstu stigum í
ljósi þess bágborna ástands
sem ríkt hefur í alþjóðamálum
upp á síðkastið. Það er hins
vegar álitamál hvort þau sam-
skipti muni duga til þess að
koma á einhverri þíðu á milli
ríkjanna. Fyrir það fyrsta er
ljóst að þó að vopnahléið í
Úkraínu frá því í
febrúar hafi dugað
til þess að koma á
nokkurs konar ró
fer því fjarri að
stríðsátökum þar
sé lokið og ljóst er að skilmálum
þess hefur ekki verið fylgt.
Einn tilgangur Kerrys með
fundinum var að reyna að fá
Pútín til þess að beita aðskiln-
aðarsinna meiri þrýstingi til
þess að standa við sinn hluta
vopnahlésins, en að sama skapi
er ekki ljóst hvers vegna Pútín
ætti gera það ótilneyddur, þeg-
ar sýnt þykir að áætlun hans
um að grafa undan stöðugleik-
anum í Úkraínu hefur gengið
upp í öllum meginatriðum.
Á hinn bóginn má líta svo á,
að sá þrýstingur sem alþjóða-
samfélagið og Vesturlönd hafa
beitt Rússa hefur ekki dugað til
þess að knýja fram viðunandi
lausn í Úkraínudeilunni. Ef til
vill er kominn tími til að kanna
hvort gulrótin geti virkað þar
sem prikið hefur ekki staðið sig.
Fundur Kerrys og
Pútíns gekk vel að
sögn viðstaddra}
Gulrætur og prik
E
ins og það er geggjað að stara upp
í næturhimin frá jörðinni grunar
mig stundum að það sé engu síðri
upplifun að vera kankvís geim-
vera með öflugan sjónauka og
stara úr fjarska á okkar eigin plánetu á nætur-
þeli. Hugsaðu þér allar óteljandi ryksugurnar
sem er stungið í samband á hverju einasta
augnabliki, allan sólarhringinn, ísskápana sem
suða á eldhúsgólfum um víða veröld, sameinaðir
í einsemd sinni, bílana sem spæna upp malbik í
ólíkum heimsálfum. Hugsaðu þér allt fólkið sem
einmitt núna bíður þess að vatn hitni í krana,
dregur tösku á eftir sér inn í breiðþotu, kveikir
dauft baðherbergisljós og tyllir sér á kalda kló-
settsetu í nóttinni.
Ég hef talsverðan áhuga á hugsunarhætti
fólks sem hefur efasemdir um það að athæfi manna hafi
nokkur áhrif á þennan örláta hnött sem í hljóði hefur fætt
okkur og klætt í rás árþúsunda án þess að fara fram á nokk-
uð í staðinn; að allir þessir hlutir og tæki sem við sönkum að
okkur, að allar þessar eiturgufur og gerviefni sem við spú-
um út í andrúmsloftið, að öll þessi orka sem við sólundum til
þess að svala fýsnum okkar, marki engin spor í umhverfið.
Ályktunin er áleitin, ekki aðeins vegna þess að hún gengur í
berhögg við hugmyndir 97% þeirra vísindamanna sem fást
við rannsóknir á hlýnun jarðar, heldur af þeim sökum að
hún felur í sér það galna viðhorf að jörðin sé einfaldlega
hönnuð af skapara sínum til þess að taka við endalausu
magni mannlegrar mengunar, sorps og úrgangs. Að í hönn-
un jarðarinnar hafi einfaldlega frá upphafi verið gert ráð
fyrir öllum þessum ryksugum, breiðþotum, ís-
skápum, pokum, jepplingum … þessum 6,4
milljón tonnum af plasti sem við sturtum í hafið
á ári hverju – svakalega þægileg hugsun, ekki
satt?
Félagsfræðirannsóknir á afstöðu fólks til
loftslagsbreytinga af mannavöldum eru ekki
síður athyglisverðar. Naomi Klein fjallar um
þær í nýjustu bók sinni, This Changes Every-
thing. Segjum sem svo að þér líki ekki þessi
pistill, hafnir því að uppátæki manna hafi nokk-
ur áhrif á virkni plánetunnar, og finnist þessi
skrif vera hippalegar og holar klisjur síðhærðs
manns í predikarastellingum í dagblaði, eða
hafir að minnsta kosti efasemdir um þetta allt
saman og hafir jafnframt af einhverjum sökum
ákveðið að leyfa ekki náttúrunni að njóta vaf-
ans. Sé þetta niðurstaða þín benda rannsóknir á heimsvísu
til þess að þú sért hvítur karlmaður með laun yfir meðallagi.
Þú ert einnig líkleg/ur til að aðhyllast einstaklingshyggju og
vera þeirrar sannfæringar að fólk fái meira og minna það
sem það á skilið. Áhugavert. Hvernig skyldi standa á þessu?
Svarið er eflaust að okkar eina úrræði gagnvart þessum
djúpstæða vanda er að umbylta heimsmynd okkar …
heimsmynd sem einmitt vill svo til að hentar hvítum ein-
staklingshyggjumönnum með laun yfir meðallagi alveg sér-
staklega vel. Við höfum komið hryllilega fram við plánetuna
og lífið sem á henni þrífst og ef við höldum áfram gegndar-
lausum yfirgangi okkar, lifum áfram skeytingarlaus í sælu
hins óbreytta ástands, er aldrei að vita nema að við fáum
einmitt öll á endanum það sem við eigum skilið. haa@mbl.is
Halldór
Armand
Pistill
Á dómsdegi suða ryksugurnar enn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sveitarfélög og forsvarsmenní öldrunarþjónustu bíða eft-ir framkvæmdaáætlun umuppbyggingu hjúkrunar-
heimila. Þörfin er brýn því hjúkr-
unarrýmum hefur lítið fjölgað á síð-
ustu árum og framkvæmdir að hluta
verið tengdar breytingum á eldri
hjúkrunarheimilum. Á ársfundi
Landspítalans í síðasta mánuði gaf
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra til kynna að uppbygging
væri á næsta leiti.
Ráðherra sagði að þjónusta við
aldraða, sem þyrftu umönnun og
hjúkrun, væri mikilvægur hluti af
gangverki heilbrigðiskerfisins og
þar væri mikið verk að vinna. Í gróf-
um dráttum mætti gera ráð fyrir að
á næstu 5-6 árum þyrfti að bæta við
um 500 nýjum hjúkrunarrýmum,
þorra þeirra á höfuðborgarsvæðinu.
„Stofnkostnaður 500 nýrra
hjúkrunarrýma er um 12-15 millj-
arðar króna. Miðað við hefðbundna
kostnaðarskiptingu bera sveitar-
félögin 15% en ríkissjóður og Fram-
kvæmdasjóður aldraðra 85%. Árleg-
ur rekstrarkostnaður 500 hjúkrun-
arrýma er um 4,8 milljarðar króna.
Þetta er hlutur sem við verðum að
takast á við. Ég hef því látið vinna í
ráðuneytinu drög að framkvæmda-
áætlun um uppbyggingu hjúkrunar-
heimila á næstu árum sem ég vonast
til að geta kynnt um mitt þetta ár,“
sagði Kristján Þór.
Beðið eftir grænu ljósi
Hann rakti að öldruðum fjölg-
aði ört og yrðu æ hærra hlutfall af
þjóðinni, sem gerði auknar kröfur til
heilbrigðiskerfisins og öldrunar-
þjónustu. „Núna, árið 2015, telja
þeir sem eru 67 ára og eldri um
38.000 manns. Árið 2020 verða þeir
um 45.300 sem er tæplega 19%
fjölgun á fimm árum. Á sama tíma-
bili fjölgar landsmönnum sem yngri
eru um tæp 4%. Tölurnar tala sínu
máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélag-
inu er að hækka – og við verðum að
takast á við staðreyndirnar sem að
baki liggja,“ sagði ráðherra.
Pétur Magnússon, forstjóri
Hrafnistuheimilanna og varafor-
maður Samtaka fyrirtækja í velferð-
arþjónustu, segir að ýmsir bíði eftir
grænu ljósi stjórnvalda svo þeir geti
hafist handa. Hann segir að á
árabilinu frá 2011 til 2016 fjölgi
hjúkrunarrýmum nálægt 100, en
fjölgunin hefði þurft að vera 2-300.
Árin 2017-19 séu m.a. áform um að
taka í notkun hjúkrunarrými á
Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og á
vegum Hrafnistu við Sléttuveg í
Fossvogi og við Boðaþing í Kópa-
vogi. Við Sléttuveg standi til að
byggja hjúkrunarheimili og þjón-
ustumiðstöð, en verkefninu hafi ver-
ið slegið á frest í október 2013.
Borgarráð Reykjavíkur hafi síðan
samþykkt að þjónustumiðstöðin
myndi einnig bíða þannig að bygg-
ingarnar risu samtímis. Pétur segir
að óneitanlega séu menn bjartsýnir
eftir yfirlýsingu ráðherra á ársfundi
Landspítalans.
Fjölgar sem þurfa þjónustu
Pétur segir óhjákvæmilegt að
ákveðið hlutfall af aldurshópum yfir
sjötugt þurfi mikla þjónustu. Með
fjölgun aldraðra fjölgi þeim jafn-
framt sem þurfa þjónustu og því
þurfi að fjölga úrræðum. Gróflega
áætlað fjölgi öldruðum um 30% á
hverjum áratug næstu áratugina.
Hjúkrunarrýmum hafi lítið fjölgað
síðasta áratug og til að halda í horf-
inu sé kominn tími til að bretta upp
ermar. Jafnframt þurfi að móta
stefnu til framtíðar í þessum mála-
flokki.
„Það er áhyggjuefni að ný
hjúkrunarrými hafa látið standa á
sér síðustu árin, “ segir Pétur.
„Landspítalinn hefur réttilega bent
á að það er miklu dýrara fyrir sam-
félagið að fólk sé fast inni á Land-
spítala en að það dvelji á hjúkrunar-
heimili. Auk þess sem það er mun
manneskjulegra að geta dvalið á
heimili en á sjúkrahúsi.“
Meðan þetta ójafnvægi ríki
verði aldraðir sífellt stærri hluti
þjónustuþega heilbrigðisstofnana.
Átak með áætlun
um hjúkrunarheimili
Morgunblaðið/Kristinn
Hrafnista Það var ástæða til að taka nokkur dansspor á öskudeginum í vetur.
Stjórnendur heilbrigðisstofn-
ana hafa vaxandi áhyggjur af
nýliðun í hópi heilbrigðisstétta.
Pétur segir að á næstu þremur
árum komist 20% hjúkrunar-
fræðinga á eftirlaun og meðal-
aldur sjúkraliða hækki hratt.
Atvinnulífið keppi um unga
fólkið og efla þurfi ímynd heil-
brigðisstétta í þeirri sam-
keppni. Þá spyr hann hvort
tímabært sé orðið að styrkja
gömlu fjölskyldutengslin og að
ættingjar og vinir verði virkir
þátttakendur í daglegu starfi
hjúkrunarheimila.
Áhyggjur
af nýliðun
EFLA ÞARF ÍMYNDINA