Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er mjög ánægð með þetta verk,“ segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, um nýtt verk sem Guer- rilla Girls unnu að beiðni hátíðar- innar og afhjúpað var í gær, en verkið er staðsett á austurhlið Toll- hússins. „Verkið samanstendur af spurn- ingum á ensku og er sett upp eins og krossapróf,“ segir Hanna og minnir á að Guerrilla Girls kalli sig „samvisku listheimsins“ og beiti slá- andi tölfræði og beittum húmor til að afhjúpa kerfisbundna mismunun og spillingu í jafnt listum og pólitík. „Við vinnslu verksins leituðum við að tölfræðiupplýsingum sem þær þurftu á að halda,“ segir Hanna og vísar þar til tölfræðiupplýsinga um hlutdeild kynja í hinum ýmsu list- greinum hérlendis. „Við sendum þeim m.a. upplýsingar um kynja- hlutföll í safneignum safnanna, hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþingi og í kvikmyndageiranum. Við reyndum að gefa þeim víða sýn af því hvernig íslenskt samfélag hefði staðið sig í jafnréttismálum á sviði lista á síðustu árum og áratugum. Það sem stóð upp úr fyrir þær er kvikmyndaheimurinn, þ.e. hlutfall fjárframlaga úr Kvikmyndasjóði og frá Kvikmyndamiðstöð til annars vegar kvikmynda sem eru gerðar af karlmönnum og hins vegar konum,“ segir Hanna og tekur fram að þess- ar tölur hafi ekki verið aðgengilegar hjá Kvikmyndamiðstöð heldur hafi þær fengist úr lokaverkefni sem unnið var við Háskóla Íslands og nær til áranna 2000-2012. „Það skiptir miklu máli að fólk átti sig á því að verkið felur ekki í sér árás á karlkyns kvikmyndagerð- armenn. Þetta verk afhjúpar þá staðreynd að við höfum ekki staðið við loforðið sem við gáfum okkur fyrir 100 árum um að lifa í réttlátu þjóðfélagi þar sem allir hefðu jafnan rétt. Við höfum staðið alveg sér- staklega illa við þetta loforð í kvik- myndagerð. Þetta verk felur í sér hvatningu um að gera betur,“ segir Hanna og tekur fram að hún líti óhikað í eigin barm líka. Líta einnig í eigin barm „Þegar við fórum að skoða töl- fræðiupplýsingar fyrir Guerrilla Girls skoðuðum við líka kynjaskipt- inguna fyrir Listahátíð í Reykjavík, því markmið okkar var ekki að kasta steinum úr glerhúsi,“ segir Hanna og bendir á að í heild hafi kynjaskiptin í hópi listamanna verið 30/70 karlmönnum í vil. „Þegar við ákváðum að tengja Listahátíð við 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna tvö ár í röð fengum við ein- stakt tækifæri til að gæta að því hlutfallið milli karlkyns og kven- kyns listamanna væri eðlilegt.“ Verkið stendur til loka Listahá- tíðar í Reykjavík 7. júní. Aðspurð segir Hanna aldrei að vita nema það fái framhaldslíf á erlendri grundu. „Verkið er eign Guerrilla Girls og þær sýna um allan heim. Þetta verk gæti ratað inn á sýningar þeirra síð- ar meir,“ segir Hanna að lokum. Listahátíð í Reykjavík 2015 Morgunblaðið/Eva Björk Misrétti Í verki Guerrilla Girls er spurt hvers vegna 87% af styrkjum í íslenska kvikmyndageiranum renni til karla. Hvatning ekki árás  Guerrilla Girls beina sjónum sínum að hlutdeild kynjanna í íslenskum kvikmyndabransa í nýju verki fyrir Listahátíð Misty Rain nefnist sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur sem opnuð verður í Hverfisgalleríi í dag kl. 16 og stendur til 26. júní. Sýningin samanstendur af vídeóverki sem er á mörkum kvikmyndar og vídeó- innsetningar. „Vídeóið sýnir fjögur sjónarhorn af manneskju í viðtali. Manneskjan er að koma úr umbreytingarferli; hún er breytt eftir áhrifamikla lífs- reynslu. Karlmaður tekur viðtal við konu. Er viðtalið gengur sinn gang birtast minningar hennar á mismunandi skjáum. Það er hálf- gerð ráðgáta hvað gerðist fyrir al- vöru,“ segir m.a. í tilkynningu. Listamannaspjall mun fara fram á stafrænu formi í Hverfisgalleríi sunnudaginn 17. maí kl. 16, en linkur verður gerður opinber síð- ar. Ráðgáta Vídeó Ásdísar sýnir fjögur sjónarhorn af manneskju í viðtali. Áhrifamikil lífsreynsla Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir There are two in a couple eða Það eru tveir í pari nefnist einkasýning listamannsins Barböru Amalie Skovmand Thomsen sem opnuð verður í Harbinger við Freyjugötu í dag kl. 14 og stendur til 7. júní. Sýningin er innsetning sem sam- anstendur af skúlptúrum, ljós- myndum, tónlist og vídeói. „Hún er lostafullt, tregafullt og rómantískt, en um leið húmorískt inngrip í yfir- standandi rannsókn Barböru á ástarsamböndum,“ segir m.a. í til- kynningu frá Listahátíð í Reykjavík. Við opnunina í dag gefst gestum tækifæri á að sjá tónlistargjörning Skovmand Thomsen, sem hún flytur ásamt Kristni Ágústssyni. Ást Barbara A.S. Thomsen fæst í verkum sínum við ást, losta og þrá. Það eru tveir í pari Ljósmynd/Barbara Amalie Skovmand Thomsen Útisýningin 100 kápur á Frakkastíg verður opnuð í dag kl. 15 í portinu á Frakkastíg 9, á húsveggjum og í garðinum við húsið. Þar sýna sam- an myndlistarmennirnir Hallgrím- ur Helgason, Helga Þórsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hlynur Hallsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Þema sýningarinnar er kosningaþátttaka kvenna í 100 ár og undirtónninn nokkuð dimmur, ekki allir á einu máli um það hvar við stöndum í dag, eins og segir á vef Listahátíð- ar. „Liðin hafa hundrað ár, heil öld, standa kynin jafnfætis í dag þegar kemur að stjórnun og ákvarðana- töku í samfélagslegu samhengi? Eða er þetta baráttan endalausa?“ er spurt. Við opnun syngur Kvennakórinn Hrynjandi. Múffur Helga Þórsdóttir tekur þátt. 100 kápur á Frakkastíg Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex 1.485 Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 695 Strákústar á tannbursta- verði frá 395 Ruslatínur Garðklóra/ Garðskófla 595 1.995 Öflug stunguskófla Garðverkfæri í miklu úrvali frá 1.995 Garðslöngur í miklu úrvali frá 995 Hrífur 3.995 Rafmagns hekkklippur frá 7.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu Holning, sýning Bryndísar Hrannar Ragn- arsdóttur, verð- ur opnuð í Týs- galleríi í dag kl. 14. „Hluti verk- anna er unninn beint á veggi rýmisins með náttúrulegri vörpun, teikn- ingu, taktfastri hreyfingu og hjúp- un. Auk þess verða á sýningunni teikningar af feitu fólki og málm- skúlptúrar sem faðma burðarveggi ókunnugra húsa. Saman mynda verkin heild sem hvílir í kjöltu Týs- gallerís,“ segir um sýninguna á vef Listahátíðar og þar má finna eftir- farandi texta: „Á brúnni runnu saman stálklæddir turnar, grár himinn og reykbólstrar. Turnarnir þrír voru ferningslaga eins og sel- enít kristallar, himininn var grár og kaldur eins og loftið næst mér og brúarhengið var fölgult. Brúin hallaðist dálítið út á við og það var hált. Ég var hrædd um að renna út í ána eða á brúarhengið sem var úr pottjárni undir þykkri fölgulri málningunni, og fá blæð- andi gat á höfuðið.“ Holning Bryndís Hrönn í Týsgalleríi. Holning opnuð í Týsgalleríi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.