Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 OPTICAL STUDIO – FRÍHÖFN Fagmennska fyrst og fremst Þar sem úrvalið er af umgjörðum og sólgleraugum www.opticalstudio.is www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Andrea Stefánsdóttir Sólgleraugu: Chrome Hearts Frá vordögum 2010 hefur undirritaður, með kollegum og fagmönn- um, fylgst með smíði og frágangi Hörpu og fest á myndir. Ýmislegt miður fagurt sést þar úr stóru myndasafni. Hér á eftir stikla ég á stóru um gallana.  Ryðmyndanir: Ryð- myndir frá byrjun: Af fyrri „stuðlavegg“ sem var rifinn vegna hættulegra galla og sendur sem brotajárn til Spánar (við skattborgarar „fengum“ að borga í honum). Nýr var svo reistur en þar mátti enn sjá ryð, sem síðan var mál- að yfir. Sama mátti sjá í norð- urveggjum. Ryðdraugurinn hefur aft- ur sést skjóta upp kollinum og er þá yfirmálaður. Greinileg hætta er á að hann lúri þarna enn og magnist síðar.  Málmsuða, málmsmíði og samteng- ingar: Sjá má ófögur dæmi um þetta. Víða sjást klúðurslegar hjúpsamteng- ingar og „reddingar“, t.d. með litlum málmplötuskeytingum. Stálfletir eru víða ósléttir. Benda má á álit málm- tæknimanna í grein í tímaritinu VM (grein í okt. 2011): „Hrákasmíði í Hörpu“.  Sílíkonfúgur: Þýzkur verktaki benti undirrituðum á að víða í fúgum væru hnökrar, s.s. misfellur og þær væru víða misbreiðar. Á kafla á norð- urhlið sást að fúguefnið var horfið. Í hve mörg ár skyldi hjúpurinn á þess- um veðurbarða stað endast?  Sjónsteypa inni og úti: Sjónsteypan er víða svartflekkótt. Hún er mis- brýnd, skellótt og æðótt. Sama er á austurhlið og sjávarvegg og er steyp- an þar víða áberandi ótútleg.  Gólf og stigar: Sjá má flísar á gólfyfirborði misjafnar í hæð og fúg- ur á milli þeirra mis- breiðar. Eins vantar flísalögn út í horn. Gólf- in uppi eru gráflekkótt og rákótt. Líkust óhreinum bílskúrs- gólfum. Sama er að segja um stigaþrep. Þrepnefin eru heldur ekki litarmerkt fyrir sjóndapra.  Aðalstigi (neyð- arstigi): Langur brattur stiginn er skáskorinn og í einu hlaupi þannig að t.d. eldra fólk og gangskertir o.fl. eru óöruggir. Skáinn beinir fólki út að handriði. Við kollegar teljum að milli- pallur eigi að vera í öryggisskyni skv. reglum um stiga í leik- og tónlistar- húsum: Sjá þá Neufert/Bauentwurfs- lehre alþjóðlega hönnunar- og reglu- verksbók arkitekta. Þar segir: hámark 18 þrep og svo sé pallur. Brýn ástæða er fyrir palli því að stig- inn langi er notaður sem neyðarstigi í vá. Hrasi maður í neyðarrýmingu gæti það valdið stórhættulegri skriðu fallandi fólks og því er pallur nauð- syn. Minna má á að tvisvar kom upp eldur í Eldborgarsal á smíðatím- anum.  Handrið: Óhreinindi má sjá á milli samsettra handriðsglerja. Gleymdust milliþrif? Málmsuður eru víða óboð- legar. Handriðin uppi á svölum í Eld- borg eru hættulega lág og eru aðeins 71 cm. 30 cm eru frá brún sætis að handriði sem er hættulega lítið. Stór gestur sem fengi aðsvif eða misstigi sig gæti hæglega fallið fram yfir handriðið. Handlistar eru aðeins stál- listar og án gripvænna viðarhand- lista.  Hjúprúður: Frá vígslu hefur mátt sjá rykklepraðar, rákóttar og mattar rúður.  Hjúpviðgerðir: Af og til má sjá við- haldsmenn við fúgur og hjúprúður í körfum bómukranabíla og eins við þakkanta og þök.  Stétt: Hellusteinar í stétt við mal- bikstorgið eru ekki fasaðir. Miðað við þá tegund má hæðarmismunur vera að hámarki 2 mm eftir niðurlögn. Hann hefur þó mælst allt að 5 mm. Gestir hafa dottið og vitað er um slys.  Kvartanir Hörpugesta: a) Mörg dæmi eru um að fötluðu fólki finnist því vera mismunað sem annars flokks gestum varðandi aðstöðu og aðgengi í Hörpu. Þetta er áberandi með sérdyr fatlaða fólksins til hliðar og merktar sem flóttadyr fyrir aðra gesti. Hallinn í Eldborgarsal er mjög óþægilegur fyrir hjólastólanotendur. Salernum er ábótavant m.t.t. aðgengis. Fatlað fólk á að geta farið og verið sem víð- ast. b) Kvartað er yfir óvirðulegum, óaðlaðandi og ómerktum aðal- inngangi með nálæga áberandi túr- istadótabúð á fv. lokuðum flóttaleið- um. Það vantar vindfang þarna. c) Biðraðir eru að of litlum og fáum lyft- um. Eins eru biðraðir að of fáum sal- ernum. d) Stólar Eldborgar eru þröngir og harðir miðað við breiða og þægilega stóla Þjóðleikhúss og Há- skólabíós. e) Bagalegur galli blasir við í tónleikahléum. Þrátt fyrir yf- irdrifið stór hliðar- og gangarými nær fólk ekki að safnast saman og hittast eins og t.d. í anddyri Há- skólabíós. Við Eldborg er oft mikil þvaga og allir troðast eftir mis- breiðum rýmum milli salar og gler- hjúps, sem teppist þegar þrengst er.  Úttektir: Enginn kannast við út- tektir eða ábyrgðir á Hörpu t.d. á hjúp eða aðgengi fatlaðs fólks. Að- spurt benti byggingarfulltrúaem- bættið á tvær verkfræðistofur, sem svo ekkert könnuðust við neinar út- tektir. Ný Mannvirkjastofnun segir aðspurð: „Samkvæmt lögum hefur Mannvirkjastofnun ekki hlutverki að gegna varðandi úttektir sem þessar. Ábyrgð á úttektum bera annars veg- ar hönnuðir og framkvæmdaaðili og hins vegar byggingarfulltrúi. Nb: Kínastálið var málað en ekki sinkhúðað. Framkvæmdaasi var mik- ill vegna fastsettrar vígslu í maí 2011. Leiða má líkur að því að þetta dragi dilk á eftir sér sem ofurþung við- haldsbyrði fyrir skattborgara lands- ins. Óveðursóþol Hörpu: Loks má nefna upprifnar klæðningar og þak- kanta og lekaflóð sem þögn var um í fjölmiðlum (t.d. í óveðrum: 2/11/12-30/ 11/14 og 16/12/14). Af fjölda galla í Hörpu Eftir Örnólf Hall » Stór gestur sem fengi aðsvif eða mis- stigi sig gæti hæglega fallið fram yfir hand- riðið. Örnólfur Hall Höfundur er arkitekt. Frágangur Dæmi um meira ryð í kverkum. Nú yfirmálað.Ryð Nýi stuðlaveggurinn var einnig ryðgaður, búið er að mála yfir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.