Morgunblaðið - 27.05.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Stýra þarf betur umferð um þing-
helgi Þingvalla, fjölga bílastæðum
utan svæðis þinghelginnar og færa
stæði innan hennar. Þá stendur til
að koma þar upp nýjum áning-
arstað. Nauðsynlegt er að gestir
Þingvalla dreifist meira um svæðið
en nú er.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í drögum að endurskoðun á
stefnumótun þjóðgarðsins á Þing-
völlum. Ferðaþjónustuaðilar kalla
eftir skýrari stefnumörkun og yfir-
landvörður í þjóðgarðinum segir
núverandi aðstæður ekki ganga
lengur.
„Það er fyrir löngu kominn tími á
endurskoðun,“
segir Guðrún St.
Kristinsdóttir,
yfirlandvörður í
þjóðgarðinum á
Þingvöllum. „Nú-
verandi stefnu-
mótun var unnin
fyrir tíu árum og
síðan þá hefur
margt breyst, t.d.
hugmyndir um
vernd og nýtingu
staðarins að
ógleymdri gríð-
arlegri fjölgun
ferðamanna.“
Guðrún segir
flesta ferðamenn
vera á svæðinu
frá Haki, niður
Almannagjá og
Peningagjá, við
Öxarárfoss og
við þjónustu-
miðstöðina.
„Það er brýn þörf á að dreifa
gestum á Þingvöllum betur. Það er
ekki þar með sagt að við ætlum að
senda fólk eitthvað út í hraun, við
gerum okkur fulla grein fyrir því að
margir eru hér stuttan tíma og vilja
sjá helstu staðina. En við getum
dreift fólki meira, m.a. með því að
fjölga gönguleiðum. “
Minnka ásýnd farartækja
Annað áhersluatriði í drögunum
er að minnka ásýnd farartækja í
þinghelginni fornu, sem markast af
vestari barmi Almannagjár, Köstul-
um að norðan, Peningagjá að aust-
an og Þingvallavatni að sunnan,
þannig að þegar horft sé yfir
svæðið séu bílaplön með aragrúa
rúta og bíla ekki yfirþyrmandi.
Guðrún segir þinghelgina þann
hluta Þingvalla þar sem brýnast sé
að takmarka bílaumferð. Hún segir
fyrirkomulag flestra ferðaþjónustu-
og rútufyrirtækja á þann veg að
ferðamenn fara úr uppi á Hakinu
og eru sóttir við Peningagjá eða
Kastalana. Það sé gott fyr-
irkomulag, en nauðsynlegt sé að
takmarka biðtíma rúta á svæðinu
m.a. með því að koma upp stæðum
á Leirum og fyrir ofan gjána. Þann-
ig geti rúturnar ekið með ferða-
mennina inn á svæðið, beðið fyrir
utan það og svo ekið inn aftur til að
sækja þá. „Við viljum komast hjá
því að fjöldi langferðabíla fylli bíla-
stæðið á meðan beðið er eftir ferða-
mönnum.“
Vegurinn færður
Önnur hugmynd í drögunum er
að umferð meðfram Þingvallavatni
verði takmörkuð. Guðrún segir það
ekki fela í sér neinar hömlur á ferð-
ir sumarhúsaeigenda eða veiði-
manna, heldur sé um að ræða tak-
mörkun á umferð stórra farartækja.
Enn önnur hugmynd sem fram
kemur í drögunum er að byggja
nýjan áningarstað í þjóðgarðinum.
Guðrún segir að Vegagerðin hafi
áform um að færa þjóðveg 550, sem
nú liggur niðri í sigdældinni á Þing-
völlum, upp fyrir gjána. Þá myndast
ný vegamót fyrir ofan gjána sem að
mati þeirra sem að drögunum
standa gætu verið góður staður fyr-
ir söluskála og áningarstað.
Spurð hvenær framkvæmdir
gætu hafist segir hún of snemmt að
segja til um það. „Drögunum fylgja
engar framkvæmdir út af fyrir sig,
heldur er þetta stefna sem segir:
Svona sjáum við þjóðgarðinn fyrir
okkur eftir 10 til 15 ár. Eftir að
Þingvallanefndin hefur lagt blessun
sína yfir drögin verða þau kynnt
hagsmunaaðilum og almenningi. Í
kjölfarið þarf síðan að vinna deili-
skipulag fyrir svæðið þar sem ein-
staka þættir verða útfærðir. Ég á
síðan von á að stefnumótunarvinn-
unni verði lokið í sumar eða í
haust.“
Árni Geirsson, verkfræðingur hjá
ráðgjafarfyrirtækinu Alta, er aðal-
ráðgjafi þjóðgarðsins. Hann segir
augljóst að þörf sé á stífari stjórnun
á svæðinu. „Ég á ekki við skert
ferðafrelsi eða ganga á almanna-
rétt, heldur skýrari reglur, betri
merkingar og leiðbeiningar og að
umferð sé takmörkuð á sumum
stöðum.“ Árni segist ekki hafa orðið
var við annað hjá hagsmunaaðilum,
m.a. í ferðaþjónustunni, en að þeir
séu sama sinnis. „Þeir eru á því
sjálfir að það þurfi að fara að stýra
þessu meira. Það er samhljómur í
þeirra viðhorfum og hjá þeim sem
stýra þjóðgarðinum.“
Vilja vernda þinghelgi Þingvalla
Í drögum að endurskoðun á stefnumótun þjóðgarðsins á Þingvöllum er lagt til að takmarka um-
ferð Samhljómur á milli ferðaþjónustunnar og þjóðgarðsins Nýr áningarstaður við ný vegamót
Mörk Þjóðgarðs og þinghelgi á Þingvöllum
Þjónustumiðstöð
Ármannsfell
Helgafell
Laugarvatn
Hakið
Guðrún St.
Kristinsdóttir
Árni
Geirsson
Morgunblaðið/G. Rúnar
Í þingsályktunartillögu Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra frá því í byrjun síðasta
mánaðar er lagt til að Valhöll verði
endurreist á Þingvöllum, eftir að
bygging með því nafni, sem m.a.
hýsti bæði hótel og veitingastað,
brann 2009. Í nýju byggingunni
verði m.a. gert ráð fyrir veitinga-
aðstöðu og ferðamannamóttöku
auk salar þar sem Alþingi geti
haldið fundi við hátíðleg tækifæri.
Ekki kemur fram hvar hinni nýju
Valhöll er ætlað að rísa. Í tillögunni
segir ennfremur að hvort eða
hversu mikið gistirými verði í hús-
inu ráðist af aðgengi.
Ólafur Örn Haraldsson, þjóð-
garðsvörður á Þingvöllum, segir
ekkert hafa verið ákveðið í þessum
efnum, en ýmsar hugmyndir hafi
komið upp varðandi nýja byggingu
sem myndi að sumu leyti gegna
svipuðu hlutverki og Valhöll gerði
áður. „Við fólum verkfræðistof-
unni VSÓ ráðgjöf að fara yfir
nokkra kosti varðandi staðsetn-
ingu á nýju húsi á svæðinu. Hakið
kom best út og gamla Valhall-
arplanið verst. Þar eru frárennslis-
mál erfið, takmarkað landrými,
þröngt aðgengi og byggingarnar
yrðu ríkjandi innan þinghelginnar,“
segir Ólafur. Valhöll var bæði hótel
og veitingastaður og aðspurður
segir Ólafur að ekki hafi komið til
tals að komið verði upp hóteli á
Þingvöllum.
Af öðrum hugmyndum sem ver-
ið er að ræða nefnir hann
samkomusvæði á Valhallarplaninu.
Að þar yrði sam-
komusvæði með
sviði og áhorf-
endasvæði undir
beru lofti sem
hægt væri að
tjalda yfir. „Þar
væri t.d. hægt að
halda samkomur
Alþingis og al-
menningur gæti
nýtt sviðið fyrir ýmsar uppá-
komur,“ segir Ólafur. „Þá er verið
að ræða um að reisa hús við furu-
lundinn þar sem gengið er upp að
Öxarárfossi og þar gæti Alþingi
m.a. haft aðstöðu. En það yrði ekki
eingöngu fyrir þingfundi, heldur
væri þetta hús fyrir þing og þjóð.“
Önnur hugmynd sem Ólafur
nefnir er nýtt móttöku- og veit-
ingahús á Hakinu við enda Al-
mannagjár sem myndi tengjast
nýju kerfi göngustíga sem áform-
aðir eru á Þingvöllum. Þar væri
hægt að njóta útsýnis og ganga
nýjar hringleiðir niður í Hestagjá
og að Þingvallabænum. „Þannig
mætti leysa úr þeim vanda sem
fjöldaferðamennskan er farin að
valda og hlífa völlunum og því við-
kvæma landslagi sem þar er. Við
megum ekki gleyma að við erum á
heimsminjaskrá UNESCO á for-
sendum menningarlandslags.“
Ólafur segir Þingvallanefnd hafa
fjallað um og lýst yfir stuðningi við
framangreindar hugmyndir, en
ekkert hafi enn verið formlega
staðfest og því liggi ekkert fyrir
um framkvæmdir.
Mun ný Valhöll rísa á Þingvöllum?
SVÆÐI FYRIR SAMKOMUR ALÞINGIS OG ALMENNINGS
Ólafur Örn
Haraldsson
Almannagjá Gjáin er eitt þekktasta kennileiti Þingvalla.
Þingvellir Flestir ferðamenn eru á svæðinu frá Haki, niður Almannagjá og Peningagjá, við Öxarárfoss og við þjónustumiðstöðina.