Morgunblaðið - 27.05.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Teppi á stigaganginn - nú er tækifærið !
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðarlausu
Eitt verð niðurkomið
kr. 6.390 m2
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Íslenskir verkfræðingar hafa verið
duglegir að ná sér í verk í Noregi og
um hvítasunnuhelgina var tekinn í
notkun nýr og afar fullkominn frjáls-
íþróttavöllur,
hannaður af VSÓ
Ráðgjöf, í borg-
inni Hamar. Um
er að ræða fullbú-
inn íþróttavöll
með aðstöðu fyrir
allar greinar
frjálsra íþrótta,
þar á meðal 8
hlaupabrautir,
langstökksgryfj-
ur, platta fyrir
kúluvarp og sleggjukast og skauta-
völl sem kláraður verður síðar.
Áður óbyggt engi
Nær 30 þúsund manns búa í Ham-
ar sem er í austanverðum Noregi,
um 100 km norðan við Ósló. Fyrir-
tækið hefur annast mörg verkefni
fyrir sveitarfélagið eftir að ramma-
samningur var gerður við það árið
2011, íþróttavöllurinn er hins vegar
verkefni sem fór í almennt útboð.
VSÓ Ráðgjöf hefur talsverða
reynslu af undirbúningi og hönnun
frjálsíþróttavalla, hefur áður unnið
slík verk bæði fyrir FH í Kaplakrika
og fyrir Kópavogsbæ.
Auk sjálfs vallarins og tengdra
mannvirkja hannaði VSÓ Ráðgjöf
einnig breytingar sem gera þurfti á
fylkisvegi í nágrenninu og nýjan að-
komuveg með bílastæðum.
Vilhjálmur Árni Ásgeirsson,
byggingaverkfræðingur og sviðs-
stjóri Byggðatækni hjá VSÓ Ráð-
gjöf, hafði umsjón með verkefninu.
„Við byrjuðum á þessu verki í lok árs
2012 en meginþungi hönnunarinnar
fór fram 2013 og byggingafram-
kvæmdirnar stóðu síðan yfir allt árið
2014 og fram á þetta ár,“ segir Vil-
hjálmur. Eftirlit og umsjón var í
höndum sveitarfélagsins sem hafði
sér til fulltingis norska verkfræði-
stofu og segir Vilhjálmur eftirlitsað-
ilana hafa verið mjög nákvæma.
Völlurinn er á svæði þar sem áður
var óbyggt engi. Leysa þurfti ýmis
tæknileg vandamál, frostfrítt dýpi á
þessum slóðum er 2,1 metri með
þéttum botni. Því var mikilvægt að
tryggja rétta undirbyggingu og góða
ræsingu með drenlögnum og þá
þurfti að færa háspennumöstur
vegna vallargerðarinnar.
Vilhjálmur segir verkið hafa verið
unnið af starfsmönnum VSÓ Ráð-
gjafar á Íslandi í samstarfi við skrif-
stofur fyrirtækisins í Noregi.
Helgina fyrir hvítasunnu hafi að-
staðan verið prófuð með unglinga-
móti í frjálsum íþróttum og almenn
ánægja sé með hvernig til hafi tekist.
Borgarprýði Nýi frjálsíþróttavöllurinn í Hamar, sem VSÓ Ráðgjöf hannaði fyrir borgina, uppfyllir kröfur Alþjóða-
frjálsíþróttasambandsins fyrir öll mót. Hamar er um 100 km norðan við Ósló.
Hönnuðu glæsilegan
íþróttavöll í Noregi
VSÓ Ráðgjöf hefur annast mörg verkefni fyrir Hamar
Fjölbreytt Fyrsta stórmótið á vellinum var um helgina. Hlaupabrautir eru
átta. Aðstaða er fyrir allar frjálsíþróttir, síðar verður þar líka skautavöllur.
Vilhjálmur Árni
Ásgeirsson
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Við teljum að Ferðaþjónusta fatl-
aðra sé komin í mun betra horf en
fréttir hafa gefið til kynna að undan-
förnu. Það var verið að rifja upp hve
staðan var slæm á sínum tíma, en
ferðaþjónustan hefur lagast,“ segir
Þorkell Sigurlaugsson, formaður
framkvæmdaráðs Ferðaþjónustu
fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Framkvæmdaráðinu er gert að
útfæra tillögur sem neyðarstjórnin
setti á sínum tíma en Ferðaþjónusta
fatlaðra hefur fengið töluvert harða
gagnrýni frá áramótum, nú síðast
frá innri endurskoðun Reykjavíkur-
borgar. Þorkell segir að allir sem
koma að ferðaþjónustunni rói í sömu
átt og vilji koma málaflokknum á
leiðarenda.
Vantar að samnýta bíla
„Strætó tók við verkefninu eftir
að hafa sóst eftir því. Það var illa
undirbúið, bæði af hálfu Strætó og af
sveitarfélögunum, og úr varð þetta
skelfilega ástand. Strætó hefur gert
sitt besta og er með okkur að vinna
úr þessum vandamálum og leysa
þau. Við vinnum vel saman og það
eru engin átök um verkefnið. Það
stefna allir að því að komast á leið-
arenda – helst á réttum tíma,“ segir
Þorkell.
Enn er töluvert um að bílar mæti
of seint fyrir notendur þjónust-
unnar. „Það er enn þannig að of
margir eru fluttir hver í sínum bíln-
um í staðinn fyrir að samnýta bíla,
það vantar enn upp á stundvísina en
það hefur margt áunnist í þjónust-
unni. Það eru komin betri tök á
tölvukerfinu, nýr hugbúnaður er að
koma sem á að auðvelda rekstur á
kerfinu og það er unnið að því að
stilla kerfið af miðað við þarfir not-
enda,“ segir Þorkell.
Öryggismál orðin betri
Hann bætir við að staðan hafi
batnað en hún sé enn ekki nógu góð
og þjónustan geti enn batnað.
„Það er búið að bæta öryggis-
málin, búið að skipuleggja betur að
það séu ákveðnir aðilar sem sinna
ákveðnum notendum í ákveðnum
ferðum, búið að endurskipuleggja
þjónustuhópinn, sem eru notendur,
bílstjórar og fulltrúar Strætó, og
raddir notenda heyrast því betur.“
Enn byrjunar-
örðugleikar
Vantar ennþá upp á stundvísina
hjá Ferðaþjónustu fatlaðra
Morgunblaðið/Kristinn
Erfitt Ferðaþjónustan glímir enn
við byrjunarörðugleika.
Ágúst Bjarni
Garðarsson hefur
verið ráðinn að-
stoðarmaður Sig-
urðar Inga Jó-
hannssonar,
sjávarútvegs- og
landbúnaðar-
ráðherra, og hóf-
hann störf í gær.
Ágúst hefur
starfað sem
stundakennari, verkefnisstjóri og
nú síðast á skrifstofu utanríkisráð-
herra. Hann lýkur meistaraprófi í
verkefnastjórnun (MPM) frá Há-
skólanum í Reykjavík í næsta mán-
uði. Hann er í sambúð með Ás-
laugu Maríu Jóhannsdóttur
sálfræðinema og saman eiga þau
dreng.
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét
nýlega af störfum sem aðstoðar-
maður ráðherra og hóf störf í
sjávarútvegsteymi Arion-banka.
Ráðinn að-
stoðarmaður
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Nýlega auglýsti Strætó eftir nýjum sviðsstjóra yfir
ferðaþjónustuna en sá sem gegndi starfinu fékk harða
gagnrýni í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavík-
urborgar. Bæði fyrir aðkomu sína að uppsögnum
starfsmanna símaversins og upplýsingagjöf til hags-
munasamtaka en rof kom í upplýsingaflæði til þeirra.
Hans fyrsta verk árið 2013 sem sviðsstjóri hafi verið
að kalla starfsmennina á fund, upplýsa að deildin yrði
lögð niður og það þyrfti að segja öllum upp. Mörgum
mánuðum síðar hefði uppsagnarbréfið svo loks komið.
Þorkell Sigurlaugsson segir að miklar vonir séu
bundnar við nýjan sviðsstjóra. „Við bindum vonir við
að sá muni hafa alla þræði í hendi sér.“
Bindur vonir við nýjan tón
NÝR SVIÐSSTJÓRI RÁÐINN YFIR FERÐAÞJÓNUSTU FATLAÐRA
Þorkell
Sigurlaugsson