Morgunblaðið - 27.05.2015, Blaðsíða 23
Skipulagsnefnd Smáþjóða-
leika skipa Helga Steinunn
Guðmundsdóttir formaður
nefndarinnar, Gunnar Bragason
gjaldkeri ÍSÍ, Líney Rut Hall-
dórsdóttir framkvæmdastjóri
ÍSÍ, Óskar Örn Guðbrandsson
verkefnastjóri Smáþjóðaleika
2015, Óskar Þór Ármannsson
sérfræðingur hjá mennta- og
menningarmálaráðuneytinu,
Steinþór Einarsson skrifstofu-
stjóri ÍTR, Ómar Einarsson
framkvæmdastjóri ÍTR, Ingvar
Sverrisson formaður ÍBR,
Frímann Ari Ferdinandsson
framkvæmdastjóri ÍBR, Eva
Einarsdóttir varaformaður ÍTR,
Andri Stefánsson sviðsstjóri
Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.
Heiðursnefnd Smáþjóðaleika
2015 skipa mennta- og
menningarmálaráðherra,
borgarstjóri, forseti ÍSÍ, vara-
forseti, gjaldkeri, ritari og fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ. Heiðurs-
nefndin endurspeglar samstarf
ÍSÍ, Reykjavíkurborgar og
mennta- og menningarmála-
ráðuneytis um framkvæmd
Smáþjóðaleika.
Undirbúningur leikanna hefur
gengið samkvæmt áætlun
hjá skipuleggjendum. Skipu-
lagsnefnd leikanna hóf störf
í febrúar 2013 undir forystu
Helgu Steinunnar Guðmunds-
dóttur varaforseta ÍSÍ. Skipu-
lagið skiptist í íþróttahluta,
þjónustuhluta og rekstrarhluta.
Innan hvers hluta starfa hinar
ýmsu nefndir.
Skipulagsnefnd og heiðursnefnd
Samfélagsmiðlar
Hægt er að lesa sér meira til um Smáþjóðaleikana á
heimasíðu leikanna www.iceland2015.is
og á fésbókarsíðu leikanna Smáþjóðaleikar 2015.
#gsse2015 #blossi
Búist er við fjölda fólks í dalinn.
Á meðan á leikunum stendur
mun Engjavegur vera lokaður
fyrir almenna umferð. Þeir sem
eiga erindi í Íþróttamiðstöðina
komast sinnar leiðar.
Aðgengi að Fjölskyldu- og hús-
dýragarði verður frá gatna-
mótum Suðurlandsbrautar og
Grensásvegar. Ekki verður
hægt að komast frá Reykjavegi.
Athugið!
Lukkudýr Smáþjóðaleikanna
2015 var kynnt til sögunnar
1. desember 2014, þegar sex
mánuðir voru til leika. Það ber
sterk einkenni íslenskrar náttú-
ru og þann náttúrulega kraft
sem einkennir land og
þjóð. Lukkudýrið fékk
nafnið sitt þann 21.
febrúar sl. þegar
100 dagar voru
til leika, eftir
nafnasam-
keppni í
4.–7. bekkjum
í grunnskólum
landsins. Nafnið
Blossi var valið úr
þeim 140 tillögum
sem bárust. Tveir
bekkir, 6. bekkur
Vesturbæjar-
skóla og 5.H.G.
í Njarðvíkurskóla,
sendu inn tillögu með
sigurnafninu og því
varð að draga um
vinningshafann sem reyndist
vera Njarðvíkurskóli. Lukkudýrið
Blossi heimsótti báða skólana í
mars og þá fengu allir nemend-
ur viðkomandi bekkja
lítinn Blossa til eignar.
Njarðvíkurskóli fékk einnig
í verðlaun tölvubúnað frá
Advania að verðmæti
100.000 kr.
Blossi hefur verið
duglegur að
mæta á ýmsa
viðburði tengdum
undirbúningi
Smáþjóðaleikanna
og hefur hvarvetna
vakið athygli fyrir
líflega framkomu.
Myndband frá því
hvernig Blossi varð
til má sjá á heima-
síðu leikanna
undir „Náttúru-
legur kraftur”.
Blossi, lukkudýr leikanna
Blossi fékk nafnið sitt.
Blossi í Njarðvíkurskóla.
Blossi í Bláa lóninu.
Blossi með hönnunarteymi leikanna.
Þann 3. október 2014 var
formlega opnað fyrir skráning-
ar sjálfboðaliða á heimasíðu
Smáþjóðaleikanna. Slagorð
sjálfboðaliðaverkefnisins er
„Býr kraftur í þér?“
Störf sjálfboðaliða skipa mikil-
vægan sess í verkefni af þeirri
stærð sem Smáþjóðaleikar eru.
Sjálfboðaliðastörfin eru fjöl-
breytt og reyna á mismunandi
hæfileika og kunnáttu, en þau
felast meðal annars í því að
aðstoða við viðburði eins og
setningar- og lokahátíð og
ýmsa þjónustuþætti í tengslum
við íþróttagreinarnar. ÍSÍ út-
vegar sjálfboðaliðum glæsi-
legan fatnað frá ZO•ON sem
þeir klæðast við störf sín á
Smáþjóðaleikunum og fá síðan
til eignar. Skráningarkerfi sjálf-
boðaliða lokaði formlega þann
25. febrúar og höfðu þá um
1.100 sjálfboðaliðar skráð sig
til leiks.
Þeir sjálfboðaliðar sem áttu
þess kost hófu síðan stuttu
síðar störf. Það hefur myndast
Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Broddi Kristjánsson eru sjálfboðaliðar á leikunum.
Sjálfboðaliðaverkefnið
„Býr kraftur í þér?“
virkilega skemmtileg stemning
í húsakynnum ÍSÍ síðustu vikur-
nar. Sjálfboðaliðar komu saman
til þess að fara yfir verðlauna-
peninga og aðstoða við fata-
mátun, raða gjöfum í gjafapoka
ásamt ýmsum öðrum tilfallandi
verkefnum.
Það má með sanni segja að án
aðstoðar sjálfboðaliða væri ekki
hægt að halda Smáþjóðaleika.
Hönnunarteymi Smáþjóða-
leikanna, Elsa Nielsen og Logi
Jes Kristjánsson, hönnuðu
merki Smáþjóðaleika 2015.
Merkið hefur víðtæka skírskot-
un í náttúru Íslands og um-
hverfisvæna stefnu leikanna.
Í lagskiptum litum íþróttanna
má sjá eldfjall, hálendissanda,
grænan gróður, haf og ís.
Formin eru hörð og óregluleg
eins og lagskipting náttúrunnar.
Merki Smáþjóðaleika
2015
Íslenskt íþróttafólk verður
áberandi á Smáþjóðaleikunum,
en Ísland teflir fram öflugum
keppendum í öllum íþrótta-
greinum. 166 íslenskir kepp-
endur munu keppa við hinar
þjóðirnar um þau verðlaun sem
í boði eru á leikunum. Ísland
hefur náð í 1029 verðlaun frá
upphafi leikanna árið 1985.
Aðeins Kýpur á fleiri verðlaun
frá leikunum, 1084. Spennandi
verður að fylgjast með íslensku
íþróttafólki á heimavelli.
Garðar Svansson úr fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ er fararstjóri
íslenska hópsins á leikunum.
Ásamt honum eru þeir Guð-
mundur Ágúst Ingvarsson,
einnig úr framkvæmdastjórn ÍSÍ,
og Örvar Ólafsson starfsmaður
ÍSÍ. Þeim til halds og trausts
hafa öll sérsambönd sem
keppendur eiga á leikunum
tilnefnt flokksstjóra sem verða
málsvarar sinnar greinar og
þátttakenda.
Íslenskir þátttakendur munu
hafa aðsetur í Íþróttamiðstöð-
inni í Laugardal meðan á
leikunum stendur. Þar geta
þátttakendur slakað á milli
keppnisgreina og nýtt sér ýmsa
þjónustu.
Íslenskir keppendur