Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 14

Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Svonefndum skráðum atvikum sjúk- linga á Landspítalanum fjölgaði tals- vert á fyrsta fjórðungi ársins, frá jan- úar til apríl miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í starfsemis- upplýsingum Landspítalans frá jan- úar til apríl. Alls voru skráð atvik 1.159 talsins en 896 frá janúar til apríl árið 2014, þau eru því 23% fleiri í ár. Atvikin eru misjöfn og eru flokkuð niður í 12 flokka auk óvæntra dauðs- falla. Óvænt andlát við Landspítalann voru fjögur talsins á tímabilinu en þau eru helmingi fleiri en á sama tímabili í fyrra. Yfirleitt eru þau skráð á bilinu sex til tíu talsins á ári. Flest skráð atvik tengjast umhverfi og aðstæðum en þau voru 328 talsins en voru 298 í fyrra. Einnig fjölgaði at- vikum tengdum meðferð/rannsókn, lyfjameðferð og þjónustu auk annars konar atvika. „Af þeim atvikum sem ég hef rýnt í er hægt að tengja eitt atvik við verk- fall BHM. Það var skoðun á sýni, svo- kallað skyndipróf vegna inflúensu, en enginn skaði hlaust af. Rannsóknin tafðist og því þurfti sjúklingurinn að dvelja lengur í einangrun en hann hefði annars þurft,“ segir Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýk- ingarvarnardeild Landspítala Ís- lands, spurð hvort verkfall Bandalags háskólamanna hafi haft áhrif á skráð atvik sjúklinga. Elísabet bendir á að ýmsar skýr- ingar geti legið að baki fjölgun skráðra atvika sem megi að hluta skýra með auknu hlutfalli skráningar en að auki geti hún ávallt sveiflast á milli ára. Síðustu þrjú til fimm ár hef- ur skráning þó verið nokkuð jöfn. „Veturinn hefur verið erfiður, með- al annars vegna erfiðs flensutímabils og spítalasýkinga. Rúmanýtingin hef- ur verið mikil eða um og yfir 100% á mörgum deildum en við erum alltaf að berjast við skort á sjúkrarúmum og þá sérstaklega einbýlum,“ segir El- ísabet. thorunn@mbl.is Eitt skráð atvik tengt verkfalli  Skráðum atvikum vegna sjúklinga fjölgar Morgunblaðið/Golli Landspítali Mikil rúmanýting. SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Héðinn Steingrímsson er skákmeist- ari Íslands 2015 eftir sigur á helsta keppinaut sínum um titilinn, Hjörv- ari Steini Grétarssyni, í lokaumferð mótsins sem fram fór á sunnudag- inn. Skák þeirra var hreint úrslita- uppgjör en fyrir hana hafði Héð- inn ½ vinnings forskot á Hjörvar en á móti kom að Hjörvar hafði hvítt í skákinni. Hann tefldi byrj- unina hinsvegar fremur óná- kvæmt og í þröngri stöðu gaf hann Héðni kost á öflugum biskupsleik sem í raun gerði út um taflið. Lauk skákinni eftir að- eins 23 leiki. Þar með hafði Héðinn unnið sína sjöunda skák í röð, hafði hlotið 9 ½ vinning úr ellefu skákum en það er árangur sem reiknast upp á 2763 elo-stig. Hækkar hann um 29 elo-stig fyrir frammistöðuna. Þetta er í þriðja sinn sem Héðinn verður Íslandsmeistari, hann vann titilinn fyrst árið 1990, þá aðeins 15 ára gamall og sá yngsti í skáksögunni, og í annað sinn árið 2011. Héðinn er vel að sigrinum kominn, en hann mætti vel undirbúinn til leiks og á lokasprettinum vann hann bæði Jó- hann Hjartarson og Jón L. Árnason. Árangur Hjörvars Steins er einnig frábær og reiknast árangur hans upp á 2626 elo-stig. Jón L. Árnason varð í 3.-4. sæti ásamt Hannesi Hlíf- ari Stefánssyni. Einar Hjalti Jens- son, sem varð í 5. sæti, náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Fjölmargir lögðu leið sína í Hörpu til að fylgjast með viðureign Hjörv- ars og Héðins á sunnudaginn. Þá var hægt að fylgjast með skákinni í beinni útsendingu á a.m.k. tveim netmiðlum og mótshaldarinn var einnig með streymisútsendingu frá skákstað: Skákþing Íslands 2015; 11. um- ferð: Hjörvar Steinn Grétarsson – Héð- inn Steingrímsson Tarrasch-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c5 5. e3 Sneiðir hjá skarpasta framhaldinu, 5. cxd5 Rxd5 6. e4. 5. … Rc6 6. cxd5 exd5 7. Be2 cxd4 8. Rxd4 Bd6 9. O-O O-O 10. h3 He8 11. Rf3 a6 12. b3 Bf5 13. Bb2 Bc7 14. Dd2 Dd6 15. Hfd1 Hfd8 16. Hac1 h5!? Þessum fremur óvænta leik virðist hafa verið beint gegn næsta leik Hjörvars og heppnast því fullkom- lega. En leikurinn gaf Hjörvari engu að síður tækifæri til að þróa stöðu sína áfram með 17. De1! 17. Bd3?? Eftir svar Héðins er ljóst að stöðu hvíts verður ekki bjargað. 17. … Bg4! - Sjá stöðumynd - Hótar 18. … Bxf3. Hvítur er varn- arlaus. 18. hxg4 hxg4 19. g3 gxf3 20. Bf1 Bb6! Beinir spjótum sínum að e3-peð- inu og hótar eftir 21. … Bxe3 eða eft- ir því sem verkast vill, 21. … Hxe3. 21. He1 Rg4 22. Bh3 22 Rd1 dugar skammt vegna 22. … Dh6! 22. … Bxe3! 23. Hxe3 Rxe3 - og Hjörvar gafst upp. Jón L. Árnason tefldi síðast á lokuðu móti fyrir 20 árum – afmæl- ismóti Friðriks Ólafssonar. Hann byrjaði rólega en eftir því sem leið á mótið tefldi hann af meira sjálfs- trausti og 3.-4. sæti ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni telst ásættanleg frammistaða. Jóhann Hjartarson náði sér ekki á strik og átti afleitan kafla frá fimmtu umferð til þeirrar síðustu. Hann var eini keppandinn sem gerði ekki jafntefli. Jóhann þurfti yfirleitt ekki að kvarta undan stöðunum sem hann fékk upp úr byrjunum. Styrkur hans hefur oft- ast legið í góðri leiktækni í miðtöfl- unum en þar var hann mistækur að þessu sinni. En þátttaka hans og Jóns L. lyfti mótinu á hærra plan. Skákir Björns Þorfinnssonar vöktu athygli fyrir fjörleg tilþrif og marga skrýtna leiki. Framkvæmd mótsins tókst með miklum ágæt- um. Héðinn Steingrímsson Héðinn Íslands- meistari í þriðja sinn Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.