Morgunblaðið - 27.05.2015, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
ER KOMINN TÍMI
Á SJÓNMÆLINGU?
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
Traust og góð þjónusta í 19 ár
Úrval af nýjum
umgjörðum frá
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Ný hagvaxtarspá Íslandsbanka ger-
ir ráð fyrir 4% hagvexti á þessu ári,
3,7% á næsta ári og 2,4% árið 2017.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka, segir að
þetta sé aðeins meiri hagvöxtur en
verið hefur síðustu 4 ár. „Hagvöxt-
urinn er hóflegur miðað við það sem
við höfum séð áður í uppsveiflum í
íslensku efnahagslífi. Ef þessi hag-
vaxtarspá gengur eftir þá erum við
með sjö ára hagvaxtartímabil sem er
tiltölulega langt tímabil miðað við
margar aðrar uppsveiflur sem hafa
verið mun snarpari og styttri.“ Í
spánni er gert ráð fyrir afgangi af
utanríkisviðskiptum næstu árin og
segir Ingólfur að það hafi aldrei áður
gerst í uppsveiflu íslensks efnahags-
lífs.
Samkvæmt spánni vex einka-
neysla um 4,6% á þessu ári, 4,2% á
næsta ári og 2,7% árið 2017. Ingólfur
segir að einkaneysluvöxturinn núna
sé ekki eins mikið drifinn af aukinni
sókn í lántökur og oft áður. „Áður
hefur fólk verið mjög viljugt að taka
út góðærið fyrirfram en nú eru vís-
bendingar um að það sé á hinn veg-
inn. Almenningur hefur verið að
greiða niður skuldir og skuldahlut-
föll af ráðstöfunartekjum hafa verið
að lækka allverulega. En við eigum
eftir að sjá hvort þetta er varanleg
breyting á hegðunarmynstri heimil-
anna eða hvort þetta er vegna þess
hversu stutt er síðan áfallið varð og
er því fólki enn í fersku minni.“ Hann
segir að svo virðist sem fólk sé að
búa í haginn og vilji ekki vera ber-
skjaldað eða í mjög skuldsettri stöðu
þegar niðursveifla kemur.
Fjárfestingar að taka við sér
Ingólfur bendir á að fjárfestingar
séu að taka við sér en í spánni er gert
ráð fyrir að fjárfestingar atvinnu-
veganna hækki um 16,9% á þessu
ári, 18,8% á næsta ári og um 1,7% ár-
ið 2017. „Það er fagnaðarefni að fjár-
festingar eru að aukast. Það er að
gerast mikið í kringum útflutnings-
greinarnar, bæði í stóriðju og tengd-
um orkuverkefnum, auk þess sem
talsverð fjárfesting er í ferðaþjón-
ustu og sjávarútvegi.“
Ingólfur segir að frá því hagvöxt-
urinn fór að taka við sér árið 2010
hafi orðið til 10.300 störf sem hafi
náð að draga verulega úr atvinnu-
leysinu. „Atvinnuleysið var auðvitað
eitt mesta bölið eftir áfallið á sínum
tíma. Það er því frábær árangur að
ná atvinnuleysinu úr 8% í 4%.“
Óvissuþættir í efnahagslífinu
Ingólfur segir að í spánni séu tveir
stórir óvissuþættir, annars vegar
hver niðurstaða kjarasamninga
verður og hinsvegar hvernig farið
verður í afnám gjaldeyrishaftanna.
„Ef hækkanir launa verða miklar þá
uppskerum við meiri verðbólgu. Við
gerum ráð fyrir að verðbólgan fari
upp undir 4% snemma á næsta ári og
Seðlabankinn muni bregðast við með
hækkun stýrivaxta um eitt prósentu-
stig á þessu ári, annað prósentustig á
næsta ári og hálft prósent árið 2017.“
Hvað afnám gjaldeyrishaftanna
varðar þá segir Ingólfur að allar hag-
stærðir sýni að nú sé kjörtími til að
losa um höftin.
Spá 7% stýrivöxtum árið 2017
Morgunblaðið/Eva Björk
Vöxtur Fjárfestingar eru að aukast.
Íslandsbanki spáir hratt vaxandi verð-
bólgu Stefnir í sjö ára hagvaxtartímabil
Íslenska hönnunarfyrirtækið Svein-
björg var valið nýsköpunarfyrirtæki
ársins á Akureyri og voru verðlaunin
veitt í menningarhúsinu Hofi fyrir
skömmu. Fyrirtækið, sem hóf rekst-
ur árið 2007, selur yfir 120 vöruteg-
undir í 16 mismunandi vöruflokkum
hér á landi og erlendis. Hönnuður og
eigandi fyrirtækisins, Sveinbjörg
Hallgrímsdóttir myndlistarmaður,
hóf reksturinn með tveimur vörulín-
um í gjafakortum og filmum þar sem
hún vann mynstur upp úr myndlist-
arverkum sínum og notaði í nytja-
vörur fyrir heimilið. Nú starfar
fyrirtækið með fjölda framleiðenda
bæði hér á landi og erlendis við
framleiðslu á fjölbreyttum heimilis-
munum. Á undanförnum árum hefur
fyrirtækið tekið þátt í erlendum
vörusýningum sem hafa skilað auk-
inni sölu í erlendar verslanir. Fyrir-
tækið er að leita að fjárfestum um
þessar mundir til að fjármagna frek-
ari markaðssókn á erlendum mörk-
uðum en vörur Sveinbjargar eru
seldar hér á landi í helstu hönnunar-
og lífsstílsbúðum um land allt.
Sveinbjörg fær ný-
sköpunarverðlaun
Stefnir á markaðssókn erlendis
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Verðlaun Starfsmenn hjá Sveinbjörgu eru Fjóla Karls, Sveinbjörg Hall-
grímsdóttir stofnandi, Elva Vigfúsdóttir og Sigríður Björg Haraldsdóttir.
Alls voru 769 félög tekin til gjald-
þrotaskipta á 12 mánaða tímabili, frá
maí á síðasta ári til apríl á þessu ári.
Gjaldþrotin hafa dregist saman um
20% samanborið við 12 mánuði þar á
undan. Nýskráningum einkahluta-
félaga síðustu 12 mánuði hefur fjölg-
að um 8% og voru 2.107 ný félög
skráð á tímabilinu. Í nýrri greiningu
Hagstofunnar kemur fram að nærri
helmingur fyrirtækja sem hafa orðið
gjaldþrota frá árinu 1998 er sex ára
eða yngri, 34% eru 7-12 ára og 16%
eru 13 ára eða eldri. Flest fyrirtæki
sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á
síðasta ári voru 7-9 ára gömul eða
31%, 24% voru 4-6 ára og 9% voru
1-3 ára.
Hlutafélög 2.107 ný félög voru
skráð á 12 mánaða tímabili.
769 félög gjald-
þrota á einu ári