Morgunblaðið - 27.05.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 27.05.2015, Síða 24
Smáþjóðaleikarnir í Reykjavík 2015 eru samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sérsambanda ÍSÍ, mennta- og menningarmála- ráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykja- víkur. Kostnaðaráætlun Smáþjóða- leikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum og styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfs- aðilum og opinberum aðilum. Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr. því einnig koma til land- sins á eigin vegum margir full- trúar íþróttahreyfinga viðkom- andi þátttökuþjóða, fjölskyldu- meðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingj- ar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar og endurnýjunar/viðhalds á búnaði í íþróttamannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleik- anna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Fulltrúar mennta- og menningarmála- ráðuneytis og Reykjavíkur- borgar sitja í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti. Samstarfsaðilar Verðlaun og verðlaunatafla Setningarhátíð Smáþjóðaleik- anna 2015 fer fram í Laugar- dalshöll kl. 19.30 þann 1. júní. Setningarhátíðin er aðeins fyrir þátttakendur á leikunum og boðsgesti, en sýnt verður frá henni á RÚV í beinni útsend- ingu. Lokahátíð Smáþjóðaleikanna 2015 fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal kl. 20.00 þann 6. júní. Loka- hátíðin er fyrir alla þátttakendur, sjálfboðaliða og gesti. Boðið verður upp á grillmat og skemmtidagskrá. Lokahátíð stendur í um þrjár klst. og er fyrir alla þátttak- endur, sjálfboðaliða og gesti. Boðið verður í grill og skemmtidagskrá. Setningar- og lokahátíð Gullsamstarfsaðilar Smáþjóða- leikanna 2015 eru tíu talsins; Advania, Askja, Bílaleiga Akureyrar Europcar, Bláa Lónið, Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vífilfell, Vodafone og ZO•ON. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Illugi Gunnarsson mennta- og menninga- málaráðherra skrifuðu undir samstarfssamning Reykja- víkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og ÍSÍ í febrúar. Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleikanna 2015 ásamt Blossa lukkudýri Smáþjóðaleikanna 2015. Gullsamstarfsaðilar komu saman til þess að fara yfir hugmyndir um útlit mannvirkja á meðan á leikunum stendur. Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleikanna 2015 Þann 30. apríl var nýtt frímerki gefið út hjá Íslandspósti. Á frímerkinu eru þær íþróttagreinar sem keppt verður í á Smáþjóða- leikunum 1.–6. júní 2015. Frímerkið er gefið út af því tilefni að Smáþjóðaleikarnir eru haldnir á Íslandi í ár. Hönnuður frímerkisins er Elsa Nielsen grafískur hönnuður og hluti af hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015. Frímerki Smá- þjóðaleika 2015 Hér má sjá skiptingu verðlauna frá upphafi leikanna. Bein útsending verður sýnd á RÚV frá fjórum íþróttagreinum. 1. júní: Setningarhátíð 2. júní: Frjálsíþróttir 4. júní: Sund 5. júní: Blak 6. júní: Körfuknattleikur Auk þess verða sýndir saman- tektarþættir á RÚV strax að loknum tíufréttum alla keppnis- dagana, 2.–6. júní. Beinar útsendingar Það verður mikið um að vera í Laugardalnum dagana 1.–6. júní. Keppni í íþróttagreinum fer fram 2.–6. júní. Skemmtilegt er að skoða eldstæði leikanna þar sem eldur mun loga frá 1. júní og Blossi verður á svæðinu alla daga. Kíktu í dalinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.