Morgunblaðið - 27.05.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 27.05.2015, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Næring Margrét Myrra Dan Þórhallsdóttir, 11 ára, gefur heimalningi pela í fjárhúsinu á Þorkelshóli í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu, þar sem hún er í sveit. Eggert Vinstrisinnaðir stjórnmálamenn eru gjarnir á að halda því fram að þrepaskipt tekjuskattskerfi – stig- hækkandi skattheimta – sé skynsamleg og réttlát leið til að auka jöfnuð í samfélaginu. Samkvæmt þessu eru tíu þrep réttlátari en þrjú og 25 fela í sér meiri jöfnuð en fimm þrep. Flókið margþrepa skattkerfi með tilheyr- andi jaðarsköttum er draumsýn vinstri manna og engu er líkara en að margir þeirra séu uppteknari af því að jafna kjör landsmanna niður á við í stað þess að bæta stöðu þeirra sem lægstu launin hafa. Baráttan fyrir flóknu þrepaskiptu skattkerfi virðist hins vegar aðeins vera bundin við tekjuskatt ríkisins en ekki við útsvar sveitarfélaga. Þannig sætta vinstri menn sig ágætlega við flata útsvarsprósentu (sem sam- kvæmt kokkabókum þeirra hlýtur að fela í sér óréttlæti). Það er með öðr- um orðum í góðu lagi að Reykjavík- urborg og önnur sveitarfélög leggi á flatan skatt á tekjur launafólks en það er óverjandi í nafni jöfnuðar að ríkið geri slíkt hið sama. Öfugsnúið réttlæti Allt er þetta öfugsnúið. Fyrir launafólk skiptir útsvarsprósentan miklu meira máli en skatthlutfall rík- isins. Á síðasta ári nam álagt útsvar á einstaklinga (vegna tekjuársins 2013) um 149 milljörðum króna en tekju- skattur var 112 milljarðar. Alls greiddu einstaklingar 261 milljarð í skatta af launatekjum og þar af tóku sveitarfélögin til sín 57%. Launafólk greiddi 36 milljörðum meira í útsvar en tekjuskatt! Þeir sem berjast fyrir stighækk- andi skattheimtu undir gunnfána jöfnuðar eru hvorki sannfærandi né samkvæmir sjálfum sér fyrr en þeir setja þrepaskipt útsvar á stefnuskrá sína. Raunar ættu þeir fremur að sætta sig við flatan tekjuskatt rík- isins og stighækkandi útsvar en það fyrirkomulag sem nú er við lýði við beina skattheimtu af tekjum ein- staklinga. Fyrir almenning skipta ráðstöf- unartekjur – það sem eftir er í launa- umslaginu eftir skatta og gjöld – meira máli en krónutala í launataxta eða heildarlaun. Það er því ekki óeðli- legt þegar gengið er til kjarasamn- inga að horft sé til þess hvort og með hvaða hætti hægt er að lækka álögur og auka þar með ráðstöf- unartekjur launafólks. Eins og venjulega er alltaf horft til ríkisins en lítið hugað að álög- um sveitarfélaga og þá ekki síst þeirra sem lengst ganga og þyngstar álögur leggja á íbúana. Hugsanleg lækkun skatta dregur þó með engum hætti úr ábyrgð atvinnurekenda á að tryggja að hægt sé að hækka laun þeirra sem lökust hafa kjörin, líkt og Bjarni Benedikts- sonar fjármálaráðherra hefur undir- strikað. Skýr stefna – flatur skattur Auðvitað þarf ekki kjarasamninga til að lækka skatta. Stefna Sjálfstæð- isflokksins er að minnsta kosti skýr í þessum efnum. Landsfundur 2013 ítrekaði í ályktun að „mesta kjarabót Íslendinga felist í lækkun skatta“ sem stuðlar að „meiri fjárfestingu og aukinni verðmætasköpun“. Ekki síst þess vegna samþykkti landsfundur að lækka beri tekjuskatt einstaklinga „sem jafnframt verði í einu þrepi“ og einfalda skattkerfið til muna. Kjörtímabil ríkisstjórnar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er hálfnað. Síðari hálfleikur er hafinn og eftir er að klára stór verkefni en grunnurinn sem lagður hefur verið er traustur. Afnám fjármagnshafta samhliða uppgjöri þrotabúa bank- anna skiptir miklu en uppskurður á skattkerfinu er ekki síður mikil- vægur. Samsteypustjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var samkvæm hug- sjónum vinstri manna um að besta skattkerfið sé flókið með stighækk- andi skattprósentu. Hagsmunir þeirra lægst launuðu voru fyrir borð bornir en harðast gengið að milli- stéttinni. Frá ársbyrjun 2009 og fram að kosningum 2013 var lögum um tekjuskatt breytt 28 sinnum og flækjustigið aukið. Staðgreiðsla sem var 35,72% árið 2008 hækkaði í 37,32% til 46,22%. Staðgreiðsla á millitekjur fór úr 35,72% í 40,22% – líklega í nafni réttlætis. Þannig var stöðugt þrengt að heimilunum. Ráðstöfunartekjur lækkuðu vegna hækkunar opinberra gjalda, minni vinnu og lægri launa. Fjárhagslegir erfiðleikar urðu meiri og fleiri þurftu að reiða sig á bætur og aðra aðstoð. Flókið og um- svifamikið bótakerfi er fylgifiskur fjölþrepa tekjuskatts. Tvö ár eftir Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur tvö ár til að snúa við blaðinu og hverfa frá stefnu vinstri manna í skattamálum. Skyn- samlegt fyrsta skref er að afnema milliþrep í tekjuskatti og hækka krónutölu í efsta skattþrepi. Kerf- islæg villa í lögum kemur í veg fyrir að hækkun persónuafsláttar nýtist þeim sem lægstu launin hafa þar sem sveitarfélögin éta upp ávinninginn. Vegna tekjuársins 2013 nam fjár- hæðin 10,4 milljörðum króna. Verkefnið í síðari hálfleik liggur fyrir. Innleiða þarf einfalt og gegn- sætt tekjuskattskerfi, sem hvetur en letur ekki einstaklinga. Í stað flókins millifærslukerfisins þar sem fólk er neytt inn í félagsleg úrræði í húsnæð- ismálum á að leggja áherslu á raun- verulegt valfrelsi þar sem byggt er undir séreignastefnuna. Nið- urgreiðslur í formi vaxtabóta eða húsaleigubóta ganga þvert á val- frelsi, sem borgaralegir stjórn- málaflokkar eiga að standa fyrir, og þjónar fremur hagsmunum fjár- málastofnana og leigusala en launa- fólks. Samhliða því að afnema skatt- heimtukerfi vinstri stjórnar gerði ríkisstjórnin vel í því að skera upp rekstur ríkisins og breyta vinnu- brögðum við gerð fjárlaga. Sá er þetta skrifar hefur oft áður bent á þá staðreynd að tæplega fjórar krónur af hverjum tíu sem fara úr ríkiskass- anum renna í annað en það sem skiptir landsmenn mestu. Við getum sagt þetta með öðrum hætti: Fjórar krónur af hverjum tíu sem einstaklingar og fyrirtæki þurfa að greiða í formi skatta og gjalda til rík- isins renna ekki til heilbrigðis- kerfisins, í almannatryggingar, í menntakerfið, löggæslu, dómskerfið eða vegakerfið. Þær fara í eitthvað annað en það sem almenningur telur mestu skipta. Kannski allt undir hatti jafnaðar og réttlætis. Eftir Óla Björn Kárason »Ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur tvö ár til að snúa við blaðinu og hverfa frá stefnu vinstri manna í skattamálum. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Síðari hálfleikur er hafinn Í sumar eins og und- anfarin ár verða Íslend- ingar gestgjafar þús- unda erlendra ferðamanna. Það er ánægjulegt að svo margir óski eftir því að sækja Ísland heim en ljóst er að stöðug auk- ing ferðamanna hingað til lands kallar á auknar framkvæmdir til upp- byggingar og verndar náttúru á fjöl- sóttum og viðkvæmum stöðum. Ís- lensk náttúra er undirstaða ferðaþjónustunnar og slík auðlind á á hættu á að vera ofnýtt ef átroðningur um einstaka svæði verður of mikill. Ímynd Íslands og orðspor má ekki skaðast. Ábyrgðin er okkar allra og ekki síst þeirra sem njóta. Langtímastefna í innviðafrumvarpi Í gær samþykkti ríkisstjórnin 850 milljóna króna framlag til fram- kvæmda strax í sumar á ferða- mannastöðum sem eru í eigu eða um- sjón ríkisins. Unnið hefur verið að því í viðkomandi ráðuneytum og stofn- unum að kortleggja álagið á landið og forgangsraða bráðaaðgerðum til uppbyggingar á innviðum við- kvæmra ferðamannastaða. Þótt slík átaksverkefni séu góðra gjalda verð er ekki síður mikilvægt að móta stefnu til langtíma. Í frumvarpi sem ég mælti fyrir á Alþingi á mínum fyrstu dögum í embætti er kveðið á um gerð heildstæðrar áætlunar um verndaraðgerðir sem tekur á skipu- lagi og framtíðarstefnu á ferða- mannasvæðum. Afar brýnt er að taka málið föstum tökum en því mið- ur höfum við ekki náð að byggja upp svæði í takt við mikla aukningu ferðamanna á síðustu árum. Þörfin er brýn Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem unnið er að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið. Innviða- frumvarpið, sem bíður annarrar um- ræðu á Alþingi, rammar inn mikil- væga þætti sem stuðla að því að vernda svæðin og búa undir vaxandi álag. Markmið frumvarpsins er að móta stefnu og samræma tillögur um slíka uppbyggingu og viðhald ferða- mannsvæða með náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Skýr mark- mið þarf að setja fyrir einstaka svæði, út frá því hvers konar upplifun þau bjóða, til hvaða markhópa þau höfða og ekki síst hversu viðkvæm þau eru. Náttúra lands- ins er viðkvæm en koma þarf í veg fyrir tjón með því að lagfæra og fyrirbyggja skemmdir eftir traðk, merkja leiðir, byggja göngustíga, göngubrýr, hreinlætisaðstöðu og fleira. Þá þarf öryggi að vera í fyrirrúmi og hönnun hvers konar að falla vel að landslaginu. Þannig er stuðlað að vernd náttúrunnar ásamt upplifun og öryggi ein- staklingsins á ferð um landið. Í frumvarpinu er lagt upp með að svæði í eigu hins opinbera eigi sjálf- krafa aðild að áætluninni og sveitar- félög geri jafnframt tillögu um þau svæði sem staðsett eru innan marka þeirra. Landsvæði í einkaeigu munu falla undir áætlunina, óski viðkom- andi landeigandi þess. Friðlýst svæði Nú þegar er búið að friðlýsa um 20% landsins og hefur hið opinbera ábyrgðarhlutverki að gegna gagn- vart umsjón, rekstri og vöktun á við- komandi svæðum. Ástand friðlýstra svæða er misgott. Umhverfisstofnun hefur tekið saman lista yfir stöðu friðlýstra svæða og þeirra sem þarf að sinna sérstaklega, sk. rauðan og appelsínugulan lista. Mörg friðlýst svæði eru jafnframt áningarstaðir undir miklu álagi ferðamanna þar sem bregðast þarf skjótt við með markvissum aðgerðum. Samantekt Umhverfisstofnunar um ástand frið- lýstu svæðanna sem hlúa þarf sér- staklega að mun nýtast vel inn í vinn- una við þá forgangsröðun verkefna sem framundan er. Ég bind miklar vonir við innviða- frumvarpið, en við samþykkt þess munu verða tímamót í markvissri uppbyggingu og vernd á ferða- mannastöðum með vernd náttúru, sjálfbæra nýtingu og langtíma- hugsun að leiðarljósi. Eftir Sigrúnu Magnúsdóttur » Í frumvarpi sem ég hef mælt fyrir er kveðið á um gerð áætl- unar um verndaraðgerðir sem tekur á skipulagi og framtíðarstefnu á ferða- mannasvæðum. Sigrún Magnúsdóttir Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Verðmæti kortlögð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.