Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 29

Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 ✝ Guðrún ElínKristinsdóttir fæddist á Horni í Hornvík, Sléttu- hreppi 5. nóv- ember 1923. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund 18. maí 2015 Foreldrar henn- ar voru búandi hjón á Horni, þau Guðný Halldórsdóttir, f. 1. sept. 1889, d. 20. febrúar 1983, og Kristinn Plató Grímsson, f. 16. október 1894, d. 27. maí 1966. Systkini Guðrúnar eru María Ólína, f. 15. janúar 1921, d. 25. desember 2009, og Magn- ús, f. 6. janúar 1933. Systkini þeirra sammæðra voru Guð- veig Hinriksdóttir, f. 1909, d. 2002, og Kristján Marías, f. 1914, d. 1916. Með Guðrúnu ól- ust einnig upp fóstursystkin hennar, Snorri Júlíusson, f. 30. ágúst 1916, d. 8. ágúst 1995, og Gróa Alexandersdóttir, f. 25. júlí 1924, d. 19. september 2002. Guðrún giftist 26. nóvember 1949 Torfa Þorkatli Ólafssyni frá Reykjavík, f. 30. nóvember 1924, d. 11. febrúar 2015. For- 1995, sem önnur móðir í langri sjúkdómsgöngu hennar. Náið samband var ávallt milli El- ísabetar og Guðrúnar, þótt El- ísabet hafi búið í Bandaríkj- unum í meira en 40 ár. Börn Elísabetar og Reeds, eig- inmanns hennar, Christian og Karen, litu ávallt á Guðrúnu og Torfa sem ömmu sína og afa. Ættbogi Guðrúnar og Torfa telur sex barnabörn og fimm barnabarnabörn. Synir þeirra hjóna og þeirra fjölskyldur eru búsett í Bandaríkjunum. Guðrún stundaði nám í ungl- ingaskólanum í Reykjanesi og Húsmæðraskólanum á Blöndósi þar sem hún útskrifaðist vorið 1947. Guðrún stundaði tíma- bundin afgreiðslustörf ásamt heimilisstörfum og uppeldi. Hún fluttist með eiginmanni sínum og sonum til Bandaríkj- anna árið 1975. Guðrún og Torfi undu hag sínum vel í Suður-Kaliforníu og heimili þeirra varð fljótlega miðstöð Íslendinga á svæðinu. Þau hjónin fluttu heim til Íslands haustið 1986 og bjuggu ávallt í Vesturbænum þangað til 2007 þegar þau fluttu á Sléttuveg 19 í Reykjavík Á heimili Guðrúnar og Torfa var ávallt vel tekið á móti gest- um, hvort sem þeir komu stutt eða langt að, að gömlum íslenskum sveitasið. Útför Guðrúnar fer fram frá Neskirkju í dag, 27. maí 2015, kl. 13. eldrar Torfa voru Sigrún Guðmunds- dóttir, f. 11. febr- úar 1903, d. 4. ágúst 1993, og Ólafur H. Matt- híasson, f. 19. mars 1898, d. 28. desem- ber 1987. Synir þeirra eru: 1) Sæ- björn, f. 9. ágúst 1949, kona hans er Kelly, fyrri kona Sæbjörns var Sandra og börn þeirra eru Ruth Ann, f. 1975, og James Paul Andrew, f. 1979. 2) Drengur óskírður, f. 8. ágúst 1950, d. samdægurs. 3) Ingólfur Rúnar, f. 17. júní 1954, kona hans er Mary Eliza- beth Coleman, fyrri kona Ing- ólfs er Kristrún Gröndal, dætur þeirra eru Sigrún Vala, f. 1977, og Júlia Elín, f. 1981. 4) Krist- inn Guðni, f. 31. mars 1958, kona hans er Janet Ólafsson, dætur þeirra eru Jenny, f. 1984, og Stephanie Elin, f. 1987. Mikið og náið samband var á milli Guðrúnar og hálfsystra Torfa, tvíburasystranna El- ísabetar (Dinsmore) og Helgu Guðrúnar Ingólfsdætra. Reynd- ist Guðrún Helgu Guðrúnu, d. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elskuleg móðir okkar lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund þann 18. maí eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Mamma var fædd og uppalin á Horni í Hornvík þar sem afi og amma höfðu búið við einar erfið- ustu búskaparaðstæður sem hægt er að hugsa sér. Veðrasamt, kuldi, landlægur hafís og lítið láglendi fyrir búskap. Að alast upp við þessar erfiðu aðstæður mótaði mömmu okkar. Hún var dugnað- armanneskja og ráðagóð með af- brigðum. Sumarið 1947 eftir að mamma útskrifaðist frá húsmæðraskólan- um á Blönduósi fór hún að vinna við síldarsöltun í Reykjarfirði á Ströndum Þar kynntist hún fallegum og prúðum pilti úr Reykjavík, Torfa Þorkatli Ólafssyni. Þar hófst ást- samt og farsælt samband pabba og mömmu sem stóð í 68 ár, eða þangað til pabbi lést 11. febrúar sl. Þegar heilsu mömmu hrakaði mikið sl. áratug var pabbi hennar stoð og stytta og annaðist hana af mikilli ástúð og samviskusemi. Fyrir um ári þegar lífsþróttur þeirra var að þverra fluttu þau á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. Þegar foreldrar okkar voru um fimmtugt fluttum við öll til Banda- ríkjanna og settumst að í Suður- Kaliforníu nálægt Elísabetu syst- ur pabba. Sá áratugur sem pabbi og mamma bjuggu í Kaliforníu var sá hamingjumesti í lífi þeirra. Við synirnir kvæntumst og átt- um börn og lifði mamma sig inn í ömmuhlutverkið. Þá myndaði hún náin sambönd við barnabörnin sem stóðu sterk til enda. Ógleymanlegar eru allar þær mörgu ferðirnar sem við og fjöl- skyldur okkar fórum heim til Ís- lands frá Bandaríkjunum til að heimsækja mömmu og pabba. Þótt langar vegalengdir væru á milli okkar var samband okkar alltaf mjög náið og fullt af kærleik. Fyrir hönd fjölskyldu okkar langar okkur til að þakka starfs- fólki heimaþjónustu Reykjavíkur- borgar og Grundar fyrir alla þá hjálp, aðhlynningu og hlýhug sem þau sýndu foreldrum okkar þegar tók að rökkva á þeirra ævikvöldi. Í fjarveru nánustu fjölskyldu voru margir ættingjar og vinir pabba og mömmu þeim mikið til aðstoðar og gleði síðustu árin. Sérstaklega þökkum við Gunn- laugi systursyni mömmu og Kol- brúnu konu hans. Nú þegar þú ert horfinn yfir móðuna miklu, elsku mamma, stöndum við synir þínir eftir fullir af þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur og þá ástúð sem þú sýndir okkur og fjölskyldum okkar. Við erum hreyknir af að hafa átt þig sem móður og þakklátir fyrir þann mikla arf sem þú gafst okkur. Við kveðjum þig með miklum söknuði og trega. Megi Guð blessa þig og geyma. Sæbjörn Torfason, Ingólfur Rúnar Torfason, Kristinn Guðni Torfason. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða, um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir, okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum, amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Nú er elskuleg amma okkar bú- in að kveðja þennan heim eftir langa og farsæla ævi. Þótt erfitt sé að kveðja hana í hinsta skiptið þá erum við þakklát fyrir að hún sé búin að fá hvíldina sem hún þráði svo mikið í lokin. Okkar fyrstu minningar eru frá heimili afa og ömmu í Kaliforníu þegar við vorum litlar að alast upp. Við vorum, eins og önnur barnabörn hennar, ljósgeisli í lífi hennar og hún elskaði hverja stund sem hún var með okkur. Það var alltaf gaman að fara með ömmu út í búð í hverfinu sem seldi allskonar ódýrt dót. Amma gaf okkur alltaf nokkra dollara til að kaupa fyrir og á eftir var alltaf komið við í ísbúðinni á leiðinni heim. Amma og afi vöfðu okkur alltaf ást og umhyggju, jafnvel þegar við vorum komin á fullorðinsár. Okk- ar síðustu samfundir voru þegar við komum í heimsókn með pabba í tilefni 90 ára afmælis afa sl. nóv- ember. Áttum við þá ógleyman- legar stundir saman. Það er erfitt að sætta sig við að þau séu bæði horfin frá okkur á nokkrum mán- uðum. Elsku amma okkar, við munum geyma í okkar hjarta þá ást sem þú gafst okkur þangað til við mæt- umst á ný. Megi Guð blessa þig og geyma. Sigrún Vala Ingólfsdóttir, Júlía Elín Ingólfsdóttir. Gunna og maður hennar, Torfi, fluttu til Bandaríkjanna þegar ég var aðeins tíu vikna gömul, þar sem systir Torfa, móðir mín bjó. Það myndaðist strax sterkt sam- band á milli okkar og litum við systkinin á hana sem ömmu og af örlæti sínu tók hún við því hlut- verki. Gunna hafði sérstaka ömmu- hæfileika. Mínar fyrstu minningar sem barn eru þegar hún er að rugga mér í svefn, hún hélt utan um mig og ruggaði fram og til baka, eins og ég geri með mín eig- in börn í dag. Hún bjó til fyrir okk- ur barnabörnin íslenskar pönnu- kökur, súkkulaðikökur og tók okkur út í búð til að kaupa fyrir okkur ís. Hún hlustaði á okkur segja sög- ur, sagði okkur sögur og lék sér við okkur. Vegna fjarlægðar hafði amma ekki tækifæri að kynnast mínum börnum, en þau þekkja hana vel af því ég hef sagt þeim sögur sem ég segi þeim úr minni barnæsku, sem hún var svo stór hluti af. Fyrir hönd manns míns og barna, bróður míns og hans fjöl- skyldu þökkum við fyrir að hafa átt Gunnu sem yndislega ömmu okkar. Við munum sakna hennar mikið. Karen Ann Pickens. Það er margt sem kemur upp í hugann, þegar ég skrifa þessi fá- tæklegu orð um Guðrúnu, mág- konu mína. Svo langt sem ég man var hún hluti af lífi mínu. Hún giftist Torfa bróður mín- um þegar við tvíburasysturnar vorum þriggja ára stelpuhnokkar. Hún var með eindæmum barngóð og tók hún okkur sem við værum hennar eigin dætur. Það voru ófáar heimsóknirnar sem við fórum í sem litlar telpur til Gunnu mágkonu, fengum þar mikla hlýju og alltaf var til nóg af kexi, sem var vel metið. Ég verð þeim báðum ævinlega þakklát fyr- ir það ástúðlega hlutverk sem þau léku í okkar uppeldi. Það var okkur hjónum og börn- um mikið ánægjuefni þegar hún og Torfi fluttust búferlum til Kali- forníu. Hlýja loftslagið átti sérlega vel við heilsufar Guðrúnar. Hún naut þess að vera í kringum barnabörnin, og var sú aðdáun svo sannarlega á báða bóga. Það var alltaf svo gaman að heimsækja ömmu og afa á Græna kastalan- um, eins og við kölluðum heimili þeirra. Þau hjónin voru með af- brigðum gestrisin og var oft mannmargt á heimili þeirra, og bættust þar margir í vinahópinn. Þeim til mikillar gleði fengu þau margar heimsóknir frá Íslandi og heimili þeirra stóð alltaf opið. Þau notuðu tíma sinn í Banda- ríkjunum til að ferðast og var víða farið. Þau hjónin voru bæði áhuga- söm að kynnast nýju umhverfi og fólki og áttu margar góðar minn- ingar sem oft voru rifjaðar upp. Þau sneru heim til Íslands eftir 11 ára dvöl. Synir þeirra og fjölskyld- ur eru búsett í Bandaríkjunum. Þó haf og heimsálfa skildu okk- ur þá voru tengslin á milli okkar alltaf mjög náin. Þau voru dugleg að koma í heimsóknir meðan heilsufar leyfði og voru ófáar heimsóknirnar farn- ar til Íslands. Það var og fastur lið- ur að hringja í þau á nokkurra daga fresti. Já, margs er að sakna. Guðrún var mjög skynsöm og sterk kona. Hún ólst upp á einum afskekktasta stað á Íslandi, Horn- ströndum og hefur barnæskan þar mótað hana og gert hana að þeim sterka persónuleika sem hún var. Fjölskyldan var henni allt, hún og Torfi voru sonum sínum elskulegir foreldrar og undir- bjuggu þá vel undir lífsbaráttuna. Þau voru ánægð og stolt af sín- um strákum. Það verða viðbrigði að koma til Íslands og geta ekki komið og heimsótt Guðrúnu á Litlu-Grund í notalegu herbergi hennar. En ég er þakklát fyrir yndisleg- ar minningar. Elsku Sæbjörn, Ingi og Kiddi, við Reed vottum ykkur innilega samúð við andlát ykkar elskulegu móður. Að leiðarlokkum þakka ég og mín fjölskylda henni fyrir það góða hlutverk sem hún gegndi í okkar lífi. Megi Guð blessa minn- ingu hennar. Elísabet Ingólfsdóttir. Guðrún Elín Krist- insdóttir frá Horni ✝ Pálmi KristinnJóhannsson fæddist í Reykjavík 11. desember 1933. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 16. maí 2015. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Bjarni Einarsson, f. 2.6. 1895, d. 1.2. 1935 og Þorgerður Magnúsdóttir, f. 5.6. 1903, d. 2.11. 1993. Bróðir Pálma sammæðra er Jóhann Guðmundur Hálfdánarson, f. 24.9. 1939. kona hans er Lilja Sif Þorsteins- dóttir, f. 16.9. 1982. Sonur hans og Ásu Lindar Finnbogadóttur, f. 6.2. 1972, er Áskell Einar, f. 26.5. 2006, og b) Ólöf Þóra, f. 24.11. 1985, sonur hennar og Atla Viðars Njálssonar, f. 9.1. 1981, er Markús Máni, f. 3.8. 2002, dóttir hennar og Sverris Einarssonar, f. 7.11. 1978, er Matthildur María, f. 26.3. 2010. 2) Jóhann Bjarni, f. 12.10. 1964, kvæntur Stellu Önnudóttur Sig- urgeirsdóttur, f. 10.1. 1970, dóttir þeirra Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir. Pálmi starfaði sem línu- og eftirlitsmaður hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur samfellt frá árinu 1950 til þess að hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Útför Pálma Kristins verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 27. maí 2015 kl. 15. Pálmi kvæntist 13. júlí 1957 Ólafíu Jóhönnu Bjarna- dóttur, f. 27.2. 1934. Foreldrar hennar voru Bjarni Jóhannesson, f. 30.6. 1904, d. 3.3. 1985 og María Helgadóttir, f. 16.4. 1909, d. 5.5. 2001. Afkomendur Pálma og Ólafíu eru: 1) María, f. 16.9. 1960, gift Sverri Þórarni Sverrissyni, f. 14.5. 1959, börn þeirra eru: a) Pálmi Gautur, f. 24.4. 1980, sambýlis- Vinur minn til rúmlega 60 ára, hann Pálmi, er látinn. Pálma og Lóu kynntist ég í Farfuglafélagi Reykjavíkur og voru þau þá nýtrúlofuð. Við fór- um alltaf í Þórsmörk um hvíta- sunnu og gróðursettum tré í Sleppigili, svo var ferðast meira og minna með „Fuglunum“ öll sumur. Hittumst við í Heiðarbóli á veturna og á skemmtifundum. Má segja að við höfum verið mjög nánir vinir. 1954 fórum við átta farfuglar í hjólaferð til Nor- egs og Danmerkur og vorum við þrjú í þeirri ferð sem var alveg frábær. Hittum við í Kaupmannahöfn annan átta manna hóp úr farfugl- um, sem fór líka á hjólum en aðra leið, þetta voru sannarlega skemmtilegir tímar. Eftir að allir vinirnir í Fugl- unum giftust og stofnuðu heimili héldum við áfram að hittast og við konurnar stofnuðum sauma- klúbb. Seinni árin hefur þetta verið hjónaklúbbur og höfum við alltaf komið saman á tveggja vikna fresti yfir vetrartímann. Var síð- asta mæting í janúar í vetur en þá var Pálmi orðinn veikur. Alltaf var gaman að koma til Pálma og Lóu og spjalla og alltaf var Pálmi með á nótunum um það sem við Lóa töluðum um og sá oft skemmtilegu hliðarnar á málun- um. Pálmi var alltaf tilbúinn að ferðast hvenær sem var og kom hann okkur oft á óvart í ferða- gleði sinni. Hann var líka mikið fyrir alla hreyfingu, hann gekk, hljóp, var í leikfimi og gekk á fjöll, ég held reyndar að hann hafi hlaupið á fjöll svo gaman þótti honum að hreyfa sig. Pálmi var líka virkur félagi í Flugbjörgunarsveitinni í marga áratugi. Nú smáfækkar kunningjunum eftir því sem við eldumst, sem er eðlilegt og sjáum við mikið eftir Pálma sem var alltaf svo líflegur en samt hæverskur og ljúfur. Hann var alltaf góður vinur og missir Lóu er mikill. Elsku Lóa, við Þórir sendum þér, Mariu, Jóhanni og fjölskyld- um þeirra hjartans samúðar- kveðjur. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Anna. Pálmi Kristinn Jóhannsson  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Elínu Kirstins- dóttur frá Horni bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma, systir og mágkona, ÞÓRA KRISTINSDÓTTIR, Ársölum 1, Kópavogi, lést á líknardeild LSH laugardaginn 23. maí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild LSH í Kópavogi um leið og við færum starfsfólki þar hjartans þakkir fyrir frábæra umönnun. . Árni Ingólfsson, Ingólfur Árnason, Kristrún Árnadóttir, Ketill Árni, Tómas Kristinn og Hinrik Ari Ingólfssynir, Guðrún Kristinsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Erna Kristinsdóttir, Elías Bragi Sólmundarson. Frænka okkar, UNNUR SIGURÐARDÓTTIR, Seljahlíð, áður Skólavörðustíg 10, Reykjavík, lést á Seljahlíð miðvikudaginn 13. maí. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Þakkir til starfsfólks Seljahlíðar. Fyrir hönd aðstandenda, . Guðný Sigríður Baldursdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.