Morgunblaðið - 27.05.2015, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
✝ BrynjólfurGuðmundsson
fæddist 7. júlí 1926
á bænum Kolsholts-
helli í Vill-
ingaholtshreppi, nú
Flóahreppi, í
Árnessýslu. Hann
lést á Fossheimum,
hjúkrunardeild
Heilsustofnunar
Suðurlands, 15. maí
2015.
Hann var fimmti í röðinni af
sex börnum foreldra sinna,
þeirra Guðmundar Kristins Sig-
urjónssonar, f. 23. maí 1896, d.
28. nóv. 1966, og Mörtu Brynj-
ólfsdóttur, f. 28. júlí 1889, d. 11.
mars 1969, en þau voru ábú-
endur jarðarinnar. Brynjólfur
ólst upp við dagleg sveitastörf
og vann að búi foreldra sinna.
Hann lauk barnaprófi frá
barnaskóla sveitarinnar sem
var farskóli sem starfræktur
var í Hróarsholti og í Vest-
urbænum í Kolsholti, kennt
hálfan mánuð á hvorum stað.
Kennari var Jón Konráðsson úr
Skagafirði.
Brynjólfur kvæntist 24. apríl
1952 eftirlifandi eiginkonu
þrjú börn, Rúnar Gerard, f. 25.
nóv. 1995, Braga Daníel, f. 23.
júlí 1997, og Bryndísi Emilíu, f.
11. febr. 2013
Brynjólfur var um tíma ritari
ungmennafélagsins Vöku í Vill-
ingaholtshreppi og hann var
stofnandi og formaður sauð-
fjárræktarfélags Gaulverjabæj-
arhrepps. Brynjólfur var í hús-
nefnd félagsheimilisins Félags-
lundar í Gaulverjabæjarhreppi í
tuttugu ár og lengi formaður
nefndarinnar. Þegar Fé-
lagslundur var stækkaður
gegndi húsnefndin einnig hlut-
verki byggingarnefndar. Hann
sat einnig um árabil í fræðslu-
nefnd Gaulverjabæjarhrepps.
Eftir að búskap lauk og með-
an heilsa Brynjólfs leyfði fóru
þau Arndís í ferðir til Evrópu-
landa, Bandaríkjanna, þar sem
Guðmundur bróðir Arndísar
bjó, og eina ferð til Kanada.
Brynjólfur fór einnig með Ragn-
ari syni sínum og fjölskyldu
hans í ferð til Filippseyja árið
2004. Í frístundum fékkst Brynj-
ólfur við handverk og ljóðagerð
og árið 2010 kom út eftir hann
ljóðabókin „Það er draumur
þinn jörð“.
Síðustu mánuðina dvaldist
Brynjólfur á Fossheimum,
hjúkrunardeild Heilsustofnunar
Suðurlands á Selfossi.
Útför hans verður gerð frá
Selfosskirkju í dag, 27. maí
2015, kl. 14.
sinni, Arndísi Er-
lingsdóttur, f. 2.
júlí 1932, frá Galta-
stöðum í Gaulverja-
bæjarhreppi og
hófu þau búskap
ásamt foreldrum
Brynjólfs í Kols-
holtshelli. Þar
bjuggu þau til árs-
ins 1956 er þau
fluttust að Galta-
stöðum og tóku við
búinu þar. Á Galtastöðum
bjuggu þau til ársins 1990 er
þau fluttu til Selfoss. Brynjólfur
og Arndís eignuðust tvo syni:
Erling, f. 17. des. 1952, og Ragn-
ar Geir, f. 31. mars 1961. Fyrr-
verandi sambýliskona Erlings
er Sigurey Finnbogadóttir, f. 3.
nóv. 1955, og eignuðust þau tvo
syni, Brynjólf, f. 17. nóv. 1977,
og Andra, f. 7. nóv. 1984. Kona
Brynjólfs yngri er Kristín Rann-
veig Snorradóttir, f. 18. sept.
1977, og eiga þau þrjú börn,
Hilmi Snorra, f. 6. febr. 2003,
Egil Kára, f. 6. maí 2005, og Ið-
unni Emblu, f. 26. okt. 2011.
Kona Ragnars Geirs er María
Geraldine B. Cuizon, f. 16. des.
1970 á Filippseyjum og eiga þau
Nú er afi minn og nafni bú-
inn að kveðja, 89 ára að aldri.
Við bárum ekki bara sama
nafn, heldur vorum við að
mörgu leyti líkir. Báðir rólegir
og kannski dálítið einrænir
menn sem gátu sökkt sér í eig-
in hugðarefni. Við vorum meira
að segja með sama göngulag.
Ég held að Binni afi hafi allt-
af fundið sig best í samskiptum
við börn, umfram fullorðna, og
ég man vel eftir því hvað hann
var góður við mig þegar ég var
strákur. Ég var oft í sveitinni í
Flóanum og hjálpaði til við að
reka beljur og kíkja í fjárhúsin
með honum. Seinna þegar ég
varð eldri sá ég að hann ljóm-
aði allur þegar barna- og
barnabarnabörn komu í heim-
sókn.
Afa fannst gaman að yrkja
ljóð og eftirfarandi samdi hann
um mig þegar ég var þriggja
ára (ásamt því að semja fram-
haldsljóð um Hilmi og Egil,
syni mína, þegar þeir fæddust):
Nafni minn
þú komst
þó að pillan fengist
í apótekinu
Vertu alltaf
velkominn
með koppinn
litli vinur
Bless afi, ég er viss um að
við rekum beljur saman aftur í
Nangíala.
Brynjólfur Erlingsson.
Okkar góði vinur Brynjólfur
Guðmundsson, einn af vor-
mönnum Íslands, er látinn eftir
langa og gifturíka ævi. Hann
var afar vandaður maður,
gæddur ríkri samúð með öllum
sem stóðu höllum fæti í lífinu. Í
blóma lífsins var hann frækinn
íþróttamaður og glæsimenni.
Vinátta hans og einstök hug-
ulsemi var öllum sem nutu dýr-
mæt. Heimsóknir að Galtastöð-
um standa okkur lifandi fyrir
hugskotssjónum. Þar var gest-
um tekið með höfðingsskap og
rausn sem seint gleymist.
Brynjólfur bjó þar myndarbúi
ásamt sinni hæfileikaríku eig-
inkonu, Arndísi Erlingsdóttur,
sem lifir mann sinn.
Vart gat fegurri blómaskála
fullan af ilmandi yndislegum
rósum í öllum litum en þann
sem Brynjólfur byggði fyrir
Dísu sína á Galtastöðum enda
var hann mjög listfengur mað-
ur. Allt sem hann gerði var fal-
legt og bjó yfir sérstökum
þokka. Fuglahús sem hann gaf
okkur var einstakt, svo fallegt
og frumlegt, allt unnið úr
smáum birkigreinum, enda var
því strax stolið þegar við
hengdum það í tré í garðinum
okkar. Við fengum annað í
sárabætur en tímdum ekki að
hengja það út ef einhver með
fágað fegurðarskyn gæti ekki
staðist það!
Að loknum búskap fluttu þau
Dísa að Tunguvegi 1 á Selfossi
og þaðan stafar áfram birtu af
heimsóknum til þeirra. Sama
var hvort komið var með gesti
frá Englandi eða Ítalíu, alltaf
voru móttökur svo rausnar-
legar og fágaðar að hinir er-
lendu gestir urðu frá sér numd-
ir við að koma inn á slíkt
heimili norður á Íslandi. Oft
varð þetta hápunktur Íslands-
ferðar þessa fólks. Í áratugi
var fastur liður hjá okkur að
heimsækja þau hjón á nýárs-
dag. Þær minningar eru okkur
dýrmætar. Þegar horft er til
baka er efst í huga þakklæti
fyrir að hafa átt vináttu Brynj-
ólfs en tryggð hans var einstök.
Aðal hans var að hlúa og
hlynna að öllu lífi. Hann var
góðum gáfum gæddur, sagði af-
ar vel frá og var hneigður til
skáldskapar. Litla ljóðabókin
hans „Það er draumur þinn
jörð“ ber máltilfinningu hans
og fegurðarskyni fagurt vitni.
Síðustu árin sóttu að honum
erfið veikindi en alltaf reis
hann upp úr þeim af ótrúlegri
seiglu og æðruleysi.
Andlegur styrkur hans var
óbugandi. Nýliðinn vetur hitt-
um við hann hinsta sinni. Hann
var þá kominn í hjólastól en við
áttum ánægjulega samveru-
stund á veitingastað í Kringl-
unni. Dísu, sonum þeirra og
allri fjölskyldu vottum við
dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Brynjólfs Guðmunds-
sonar.
Helga Friðfinnsdóttir og
Gunnar Grettisson.
Brynjólfur
Guðmundsson
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HREINN HEIÐMANN JÓSAVINSSON,
áður bóndi Auðnum Öxnadal,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 29. maí kl. 13.30.
Jarðsett verður í Bakkakirkjugarði í Öxnadal.
.
Margrét Helga Aðalsteinsdóttir,
Ragnheiður G. Hreinsdóttir, Leó V. Leósson,
Sigurlaug U. Hreinsdóttir, Páll V. Sigurðsson,
Hlíf S. Hreinsdóttir, Friðrik S. Pálmason,
Aðalsteinn H. Hreinsson, Sigríður Svavarsdóttir,
Ásdís H. Hreinsdóttir, Jón G. Snorrason,
Jósavin H. Hreinsson, Kristjana Gunnarsdóttir,
Hjördís A. Pétursdóttir, Björn Pálsson,
afa- og langafabörn.
Okkar ástkæra sambýliskona, móðir,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN SNJÓLAUG
SNJÓLFSDÓTTIR,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
lést af slysförum föstudaginn
15. maí á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Guðrún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 29. maí kl. 13.
.
Guðbjartur Alexandersson,
Óskar Sigurðsson, Katarzyna S. Sigurdsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Hörður Benediktsson,
Hafdís Björg Sigurðardóttir, Óskar Ásgeirsson,
Þjóðbjörg Heiða Þorsteinsd., Snorri Níelsson,
Valdís Ingunn Óskarsdóttir, Hörður Páll Steinarsson,
Markús Georg Óskarsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RÓBERT NIKULÁSSON
frá Vopnafirði,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 24. maí.
Jarðarförin fer fram laugardaginn 30. maí kl. 14
í Vopnafjarðarkirkju.
.
Eydís Bjarnadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku ástin mín, fallega eiginkona mín og
besti vinur, móðir og tengdamóðir, dóttir,
systir, tengdadóttir og mágkona,
JÓHANNA GUNNLAUGSDÓTTIR,
verslunarstjóri í Álafossbúðinni
í Mosfellsbæ,
lést sunnudaginn 17. maí á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. maí kl. 15.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Bleiku slaufuna (og að fara sjálf tímanlega í
skoðun). Sérstakar þakkir fá starfsmenn dagdeildar E10 sem
hún heimsótti síðustu 12 ár, E11 og Líknardeildar Landspítalans
þar sem hún dvaldi síðustu vikurnar, en allt þetta starfsfólk
virðist hafa sérstakan hæfileika til að sýna nærgætni og tryggja
virðingu sjúklinga.
.
Tryggvi Þorsteinsson,
Kristín Tryggvadóttir, Guðmundur K. Pálsson,
Gunnlaugur Kr. Jóhannsson, Unnur Gottsveinsdóttir,
Gottsveinn Gunnlaugsson, Jónína Guðný Árnadóttir,
Gunnlaugur Ö. Gunnlaugsson, Anna B. Eyvindsdóttir,
Sigurjón Gunnlaugsson, Ragnheiður Jóhannesd.,
Þorsteinn V. Þórðarson, Kristín Tryggvadóttir,
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Jón Ragnar Harðarson
og fjölskyldur.
Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir og
barnabarn,
BENT BJARNI JÖRGENSEN,
lést að morgni 20. maí.
Útför verður frá Grensáskirkju föstudaginn
29. maí kl. 13.
Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er
bent á styrktarreikning Bjarts Freys sonar hans:
kt. 081009-3840, rknr. 0111-05-260831.
.
Aðalheiður Jörgensen,
Sigurbjartur Halldórsson, Margrét Ragnarsdóttir,
Bjartur Freyr Heide Jörgensen,
Sigrún Ásta Jörgensen, María Guðrún Nolan,
Jóhanna Astrid, Ragnar Aron,
Guðrún Jörgensen, Bent Bjarni Jörgensen,
Sigrún Ásta Sigurbjartsdóttir, Halldór Hjartarson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, frænka, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi,
Söðulsholti,
Snæfellsnesi,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi
sunnudaginn 17. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.
.
Einar Ólafsson,
Jón Einarsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Halldóra Einarsdóttir, Grétar Már Ómarsson,
Ólafur Einarsson, Julie Gaudette Olafsson,
Guðmundur Jón Helgason, Lilja Ægisdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLÍNA GUNNLAUGSDÓTTIR
garðyrkjufræðingur,
áður Reykjum í Ölfusi,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 27. maí kl. 13.
.
Hulda Axelsdóttir,
Álfdís Elín Axelsdóttir, Martin Kennelly,
Erla Dís Axelsdóttir, Pétur H. Hannesson,
Ari Víðir Axelsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
HÖRÐUR ÓSKARSSON
viðskiptafræðingur,
Hrauntúni 12,
Vestmannaeyjum,
lést á heimili sínu laugardaginn 16. maí.
Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 30. maí kl. 11.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyjum.
.
María Guðbjörg Pálmadóttir,
Pálmi Harðarson,
Elín Ósk Harðardóttir,
Ásta María Harðardóttir,
Ásta Haraldsdóttir,
Anna Steinunn Eiríksdóttir,
Haraldur Óskarsson, Guðbjörg Karlsdóttir,
Elínborg Óskarsdóttir, Sigurður Georgsson,
Sigbjörn Þór Óskarsson, Kristín Hjartardóttir,
ættingjar og vinir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJÖRGVIN OTTÓ KJARTANSSON
viðskiptafræðingur,
Garðatorgi 7,
Garðabæ,
lést þriðjudaginn 19. maí á Landakoti.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.
.
Þórunn Birna Björgvinsdóttir, Guðni V. Jónsson,
Guðmundur Þ. Björgvinsson,
Árni Björgvinsson, Svava Sæberg,
Kjartan G. Björgvinsson, Eva Lísa Reynisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.