Morgunblaðið - 23.06.2015, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.06.2015, Qupperneq 23
börnum þeirra Halldórs, systr- um hans og fjölskyldu allri hlýj- ar hugsanir. Far vel, gamli vinur. Þórarinn Eldjárn. Þegar sveigt var fyrir hornið á Bragagötunni andaði suðrið sæla vindum þýðum. Það var eins og hér hefði vorboðinn fyrst stungið sér niður. Tónaflóð var í loftinu eins og á útihátíð og magnaðist eftir því sem nær dró húsi nr. 25. Lag og texti lét strax ljúflega í eyrum þótt hvort tveggja væri nýtt fyrir mér í þá daga. „De kom flyvende med stor- ken til dette gudsforladte sted…“ Á þessum slóðum var ég hús- vanur og geng rakleitt á hljóðið úti á svölunum. Þar situr meist- ari Halldór. Ekkert truflaði hans innlifun. Það var ekki mælt orð af vörum í drykklanga stund. Kim Larsen átti athygli hans alla þessa stundina. Halldór elskaði tónlist. Inn- lifun hans var smitandi. Hann sá til þess að hlustun hvers og eins væri virk. Tónkaflar voru spil- aðir aftur og aftur. Tónlist og tóndæmi sungu og syngja enn í meðvitund og undirmeðvitund. Stundum voru það höfuðleður tónlistarsögunnar eða óþekktir útskæklar sem áttu hug hans allan. Stundum var það barokk eða bluegrass, stundum Cornelis eða Platters að ógleymdri Stínu Stuð. Tónlistaráhugi Halldórs var heimsvíður og himindjúpur eins og úthafið í allri sinni mynd. Í þetta skipti sat meistarinn á svölunum í hlutverki þáttagerð- armannsins á Gufunni. Hann hafði grafið upp lítt þekktan tón- listarmann og í næstu þáttum sá Halldór um orð dagsins en Kim Larsen spilaði og söng. Eftir nokkrar vikur var Kim Larsen á vörum landsmanna. En það var ekki aðeins í tón- listinni sem Halldór ruddi braut- ir. Halldór var sjálfstæður og sérlundaður og fór sínar eigin leiðir. Þetta var þó aðeins einn þáttur í fjölbreytilegri persónu- gerð hans því að mannblendinn var hann með endemum. Við vorum sjaldan sammála og yf- irleitt í andófi hvor við annan, því að einhugur eyðileggur alla samræðu! Ævilangur vinskapur okkar fólst því í andófinu en orð- ið er dregið af andróðri tveggja ræðara sem rekstýra báti í öldu- róti hafsins og í því felst sam- staða og samhæfing á æðra stigi. Iðulega vorum við djúpt sokknir í heimspekilegar hug- leiðingar um praktisk málefni. Í MH tókst Þorsteini Gylfasyni með undraverðum hætti að brjótast inn í heilabú okkar og kenndi okkur hvernig nota mætti líffærið. Þroskinn komst síðan á það stig að ná að lesa Le Petit Prince á frummálinu. Ég get enn fundið hitann frá Viggu Finnboga þegar hún kenndi okkur að lesa þessa einföldu en margbrotnu bók með hjartanu því að augun eru blind. Það fer enginn í grafgötur um hversu einlægur og opinskár hans hugur var. Þar fór saman auðlegð og andlegt örlæti. Gáfur hans voru miklar og fjölhæfar. Það gat ekki leynst neinum, sem átti tal við hann. Og áfram hélt Kim Larsen á svölunum „og nu er de blevet voksne, ligner ikke mere sig selv“. Það eru reyndar öfugmæli í tilfelli Dóra – hann var alltaf samur við sig og tókst að vernda barnið í sjálfum sér sem slökkti aldrei á eiginleikanum að undr- ast og spyrja spurninga. Við Helga vottum fjölskyldu Halldórs innilega samúð. Nú veit ég ekki hvert ferð Halldórs er heitið og kveð því minn góða vin aðeins með orð- unum – sæll að sinni. Hallgrímur Óskar Guðmundsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 Þegar mér barst sú sorgarfrétt að Margrét Magnús- dóttir, mikil og góð vinkona mín, væri látin, hafði ég þegar fengið hug- boð um að hún væri mjög veik. Það var átakanleg frétt fyrir mig og samhryggist ég börnum henn- ar og fjölskyldu innilega. Við Margrét kynntumst fyrir utan Fjölbrautaskólann í Breið- holti, þar sem við báðar vorum við nám á myndlistarbraut. Við urðum strax góðar vinkonur og útskrifuðumst saman 1983. Hún var þá áberandi falleg með dökkt sítt hár og fannst mér hún mjög lífsreynd enda þá kom- in í sambúð. Hún eignaðist kornung Unu dóttur sína á meðan við vorum enn í námi. Hún tók hana alltaf með í skólann, sem gekk af því að Una var algjör engill. Okkur á myndlistarbraut fannst við öll eiga pínulítið í Unu. Margrét var ekki bara geysilega listræn og skapandi heldur líka mjög mús- íkölsk. Hún söng aðalhlutverkið í Margrét Magnúsdóttir ✝ Margrét Magn-úsdóttir fædd- ist 24. október 1962. Hún lést 16. maí 2015. Útför Margrétar fór fram 28. maí 2015. uppfærslu skólans á söngleiknum: „Cab- aret“ á ógleyman- legan hátt. Ég var ákaflega stolt af henni Göggu minni, eins og ég kallaði hana alltaf. Þarna var hún orðin ein- stæð móðir en gat samt alltaf haldið fallegt heimili og eldað reglulega á hverjum degi. Hún bauð mér oft að borða með sér og Unu litlu. Hún var gíf- urlega rausnarleg og ávallt með opið hús fyrir vini sína. Ekki skildi ég hvernig hún fór að, en hún var hörkudugleg og sterk eins og karlmaður þegar kom að því að taka til hendinni. Margrét hafði mikla og góða kímnigáfu. Gat alltaf séð skop- legu hliðarnar á lífinu, alveg sama hversu erfitt lífið var. Við kútveltumst alltaf um af hlátri þegar við töluðum saman. Eftir stúdentsprófið komumst við báðar inn á annað ár í Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. Hún fór í höggmyndadeild og ég í grafíkdeild. Allan þann tíma var hún mér eins og klettur í hafi. Eftir útskriftina frá MHÍ skildi okkar leiðir. Hún fór í framhalds- nám í höggmyndalist til Berlínar en ég í söngnám. Í Berlín eignaðist hún annað barnið sitt, Magnús, og sendi hún mér iðulega myndir af börnunum sínum tveimur. Þau voru ætíð hennar stærsta listaverk og var hún óþreytandi að segja mér sög- ur af þeim. Ég fluttist til Austurríkis haustið 1993 og vorum við svo að segja nágrannar því hún fluttist til Þýskalands með manni sínum og börnum sem þá voru orðin fjögur. Það bættust við hópinn dóttirin Inga Sigga og sonurinn Friðrik. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum þangað og var alltaf tekið konunglega á móti mér. Það var yndislegur tími og fallegar minningar sem ég á það- an. Eftir að hjónabandi Margrétar lauk og fjölskyldan sundraðist fór að halla undan fæti hjá Mar- gréti minni. Hún gat aldrei jafnað sig eftir það áfall og var hún al- varlega veik. Margréti var svo margt til lista lagt og mátti hún ekkert aumt sjá. Kunni hún á jurtir íslensku náttúrunnar og bjó sjálf til smyrsl og náttúrulækningaseyði sem hún deildi gjarnan með öðr- um. Hún var trúuð kona og á erf- iðum stundum báðum við oft saman. Ég bið fyrir hennar sál núna og trúi því að hún sé á góð- um stað. Þarna fer stór listakona með risastórt hjarta. Ég mun sakna hennar mikið. Blessuð sé minn- ing hennar. Ellen Freydís Martin, söngkennari í Villach, Austurríki. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ingibjörg Jónsdóttir, Ingveldur Jónsdóttir, Ásgeir Jónsson, Anna Sólveig Jónsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Konráð Pétur Jónsson, Jónína Ragna Sigurbjarts- dóttir, Gunnar Jónsson, Ragnheiður Einarsdóttir. Fallin er frá amma mín, hún Þorbjörg Konráðsdóttir, oftast kölluð Bogga af ættingjum og vinum. Bogga amma varð 90 ára gömul og sá margt breytast á Ís- landi yfir sína ævi. Koma símans, sjónvarpsins, rafmagn og fleira sá hún Bogga á sinni ævi og í sinni búsetu sem bóndakona í þá- verandi Þverárhreppi. Þegar Bogga amma brá búi þá flutti hún til Hvammstanga með Jóni afa og bjuggu þau saman þangað til hann lést árið 1991. Eftir það bjó hún ein á Melavegi þangað til hún flutti í íbúðir aldr- aða á Hvammstanga, þar sem Þorbjörg Konráðsdóttir ✝ Þorbjörg Kon-ráðsdóttir fæddist 7. sept- ember 1924. Hún lést 6. júní 2015. Útför Þor- bjargar fór fram 19. júní 2015. hún bjó lengi, síð- ustu árin flutti hún síðan á sjúkrahúsið á Hvammstanga þar sem hún fékk góða umönnun síðustu árin. Ég minnist Boggu ömmu með hlýhug og þökkum fyrir að hafa þekkt hana í svona mörg ár. Ég mun aldrei vita allt það sem hún gerði á sinni lífstíð eða allar þær breytingar sem hún sá. Ég mun sakna Boggu ömmu og heimsókna til hennar. Ég minnist hennar einn- ig með miklum hlýhug og þakka fyrir að hafa þekkt hana í öll þessi ár. Jón Frímann Jónsson. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Nú er komið að kveðjustund, mín kæra frænka. Þó fólk hafi náð háum aldri er það alltaf svo sárt að takast á við endalokin. Þá vill hugurinn reika í svo ótal- margar minningar sem eru kær- ar. Minningarnar um þig spanna líka svo stórt tímabil eða alveg frá því ég man fyrst eftir mér og það eru því u.þ.b. sextíu ár sem leiðir okkar lágu saman á einn eða annan hátt. Þær voru ótalmargar heim- sóknirnar í Böðvarshóla og stundum var þar dvalið nætur- langt. Þú hafðir ekki stórt né full- komið húsnæði á búskaparárum þínum en einstakt hvernig öll umgengni hjá þér var til fyrir- myndar. Það gat enginn ímyndað sér að þarna byggi sex manna fjölskylda. Alltaf allt hreint og snyrtilegt og ekki voru veiting- arnar af verri endanum. Allt heimagert og heimabakað að sjálfsögðu eins og tíðarandinn bauð upp á á þessum árum. Ég man heldur aldrei eftir að þú haf- ir kvartað þó þú hljótir oft að hafa verið örmagna þegar þú lagðist til hvílu. Þegar sjálfstæðum búskap lauk og þið systur báðar orðnar ekkjur fluttuð þið í þjónustuíbúð- ir aldraðra í Nestúni. Þá gátuð þið hist á hverjum degi sem var mjög gott þó stundum hafi slest upp á vinskapinn. Alla vega minntist móðir mín á þig í hverju símtali á þessum tíma og þar sem þú varst mun hreyfanlegri en hún þá víkkaðir þú sjóndeildarhring- inn hjá henni svo um munaði með fréttum af mannlífinu. Fyrir rúmum tveimur árum fórst þú alfarið á sjúkrahúsið og móðir mín skömmu síðar. Þá sát- uð þið hlið við hlið í matsalnum og sáust því áfram daglega ýmist þar eða í samverustundum dval- argesta sem þú varst mjög dug- leg að sækja. Þú hafðir líka gaman af því að klæða þig upp á og varst reyndar alltaf mjög vel til fara og í litrík- um fötum miðað við þína kynslóð. Það eru mikil viðbrigði fyrir móður mína sem er orðin háöldr- uð að þú ert ekki lengur til stað- ar. Ég vil þakka þér fyrir allan hlýhuginn sem þú sýndir mér ætíð bæði fyrr og síðar. Þú hafðir sérstaka persónugerð hvað það varðar að vera ófeimin að tjá þig við annað fólk og segja þína mein- ingu. „Velkomin Birna mín, gam- an að sjá þig“ var algengt ávarp þegar ég var á ferðinni. Þá fylgdi líka oft með yfirlýsing varðandi klæðaburð og holdafar ásamt því hvað ég væri lík henni Guðbjörgu föðurömmu minni. Ég minnist þín, elskulega móðursystir, með söknuði og mikilli væntumþykju. Þú verður mér minnisstæð um aldur og ævi. Ég ætla að ljúka þessu með ljóðlínum úr ljóði eftir Þorvald Sæmundsson kennara: Ljúf er hvíldin eftir liðinn dag í faðmi fósturjarðar. Líknsöm er moldin meinin hún hylur öllum býr eilífa ró. (Þorvaldur Sæmundsson.) Sendi öllum aðstandendum samúðarkveðjur. Birna Torfadóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SIGURÐUR ÞORKELSSON, Grænagarði, Garðabæ, sem lést 14. júní, verður jarðsunginn frá Garðakirkju í Garðabæ fimmtudaginn 25. júní kl. 13. . Bjarney Sigurðardóttir, Þór Sverrisson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ágúst Þór Gunnarsson, Jóhann Sigurðsson, Ingibjörg St. Sigurðardóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, Jón Helgason og afkomendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SÓLBJÖRT JENSDÓTTIR frá Núpi í Dýrafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir 12. júní síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júní kl. 15. . Ásta Valdimarsdóttir Gunnhildur Valdimarsdóttir Rakel Valdimarsdóttir Sigurður Björnsson Hólmfríður Valdimarsdóttir Birgir Sigurjónsson Kristinn Valdimarsson Guðrún Ína Ívarsdóttir Jensína Valdimarsdóttir Georg V. Janusson Ólöf G. Valdimarsdóttir Björn S. Hallsson Sigríður J. Valdimarsdóttir Viktoría Valdimarsdóttir Diðrik Eiríksson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður, sonur, bróðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, EINAR ÞÓR EINARSSON bifreiðarstjóri, Ásakór 9, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 11. júní. Útför hans verður gerð frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 24. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Karitas og líknardeild Landspítalans. . Guðrún I. Kristinsdóttir, Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir, Þórhildur Jóna Einarsdóttir, Guðbrandur Kjartansson, Þorsteinn Valur Baldvinsson, Sigríður Björnsdóttir, Margrét S. Hjálmarsdóttir, Hafsteinn Hjálmarsson, Ann-Charlotte Fernholm og barnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN SIGURGEIR JÓNSSON, bakari og tölvusérfræðingur frá Ísafirði, lést á sjúkrahúsi í Ósló föstudaginn 19. júní. . Nylecoj Bandijas Jonsson, Inga Jóhannsdóttir, Anna Karlotta Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.