Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 6
14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
HANDAVINNA Vegur liggur ekki alveg að forstjórabústaðnum og því ekki hægt um vik að koma að stórvirkum vinnuvélum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STJÓRNSÝSLA Í kjölfar umfjöllun-
ar Fréttablaðsins í ágúst í fyrra
kynnti Orkuveita Reykjavíkur þá
ákvörðun að rífa forstjórabústað
fyrirtækisins í Riðvík við Þing-
vallavatn.
„Við skoðun á vatnsvernd í
Nesjavallahrauninu og við Grá-
mel blasir við að bústaðurinn í Rið-
vík fái ekki að standa. Þar víkja
litlir hagsmunir fyrir stórum,“
sagði í svari Bjarna Bjarnasonar
forstjóra til Fréttablaðsins í sept-
ember síðastliðnum. Og niðurrifið
hófst í gær.
Eins og fram kemur á forsíðu
voru 8,9 milljónir króna lagðar í
endurnýjun á forstjórabústaðnum
á árunum 2008 til 2012. Meðal ann-
ars voru gluggar endurnýjaðir og
ný klæðning sett utan á húsið. Bað-
herbergi var tekið í gegn. Sturtu-
klefa úr því á nú að koma fyrir í
sumarhúsi starfsmannafélags OR.
Tíu sumarbústaðir í einkaeigu
sem standa í landi Orkuveitunn-
ar á Nesjavallajörðinni eiga með
tímanum einnig að hverfa vegna
vatnsverndarsjónarmiða. Samn-
ingar hafa staðið yfir við eigend-
ur þeirra húsa um áframhald-
andi leigu. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er nú rætt um 15
ára leigutíma en það fékkst ekki
staðfest hjá Orkuveitunni í gær.
gar@frettabladid.is
Víkur eftir umfjöllun
Forstjórabústaður Orkuveitunnar við Þingvallavatn hverfur vegna vatnsverndar-
sjónarmiða en sumarhús í einkaeigu á sama stað fá að standa áfram enn um sinn.
NOTALEGT Bústaðurinn er lítill og notalegur með veglegum arni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NÁTTÚRFEGURÐ Sumarhúsið víkur en
bátaskýlið blífur því Orkuveitan notar
bátana til rannsókna á Þingvallavatni. Í
Riðvík synda silungar áfram eins og ekk-
ert hafi í skorist. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VERÐMÆTI
Hannes og
Óskar ætla
að reyna að
bjarga nýlegum
gluggunum
óskemmdum
og koma þeim í
not.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvað heitir formaður Félags fast-
eignasala?
2. Hvað kallast nýtt smáforrit sem
gerir heimavinnu að símaleik?
3. Hvern „hengdi“ Gunnar Nelson í
MMA-bardaga í Las Vegas?
SVÖR:
1. Ingibjörg Þórðardóttir. 2. Study Cake 3.
Brandon Thatch
BANDARÍKIN Scott Walker, ríkis-
stjóri Wisconsin í Bandaríkjunum,
tilkynnti í gær um framboð sitt til
forseta fyrir Repúblikanaflokk-
inn. Walker er fimmtándi repú-
blikaninn sem tilkynnir um fram-
boð sitt. Úr hópi þeirra fimmtán
verður einn valinn frambjóðandi
flokksins á landsvísu.
Walker er þekktur fyrir að hafa
svipt verkalýðsfélög opinberra
starfsmanna í Wisconsin samn-
ingsrétti sínum. Varð það til þess
að hópur kjósenda knúði fram
kosningar þar sem kosið var um
hvort víkja ætti honum úr embætti
ríkisstjóra. Walker sigraði í þeirri
baráttu með yfirburðum.
„Ég býð mig fram til forseta
Bandaríkjanna því Bandaríkja-
menn verðskulda leiðtoga sem
mun berjast fyrir þá og sigra,“
sagði Walker í gær.
„Án þess að fórna hugsjónum
okkar höfum við unnið þrennar
kosningar á fjórum árum í fylki
hlynntu demókrötum. Við gerðum
það með því að vera leiðtogar. Nú
þurfum við að gera slíkt hið sama
fyrir Bandaríkin,“ bætti hann við.
Walker mælist með níu prósenta
fylgi á landsvísu og er sá fjórði í
röðinni á eftir Donald Trump, Jeb
Bush og Rand Paul.
Ef Walker yrði kosinn yrði
hann fyrsti forsetinn síðan 1953
sem ekki hefur háskólagráðu. Þá
gegndi Harry Truman embættinu.
- þea
Scott Walker er fimmtándi repúblikaninn til að sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs:
Ríkisstjóri Wisconsin tilkynnir um framboð
FIMMTÁN Scott Walker er nýjasti með-
limurinn í stórum hópi frambjóðenda
repúblikana. NORDICPHOTOS/AFP
H E I L S U R Ú M
ROYAL CORINNA (120x200 cm)
Fullt verð 98.036 kr.
TILBOÐ 78.428 kr.
Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu
vátryggingastofns frá Marine Shipping
Mutual Insurance Company Limited
Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr.
56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnir Fjármála-
eftirlitið fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:
Breska vátryggingafélagið Marine Shipping Mutual
Insurance Company Limited hyggst flytja skaða trygginga -
stofn sinn til breska félagsins The North of England
Protecting & Indemnity Association Limited.
Vátryggingatakar og vátryggðir geta skilað skriflegum
athugasemdum til Fjármálaeftirlitsins vegna fyrirhugaðrar
yfirfærslu fyrir 8. ágúst nk.
Samkvæmt 4. mgr. 82. gr. fyrrnefndra laga, halda réttindi
og skyldur vátryggingataka, vátryggðra og annarra sem
hagsmuna hafa að gæta, samkvæmt vátryggingarsamning-
um, sjálfkrafa gildi sínu við flutning á vátrygginga stofni.
Vátryggingatakar geta sagt upp vátryggingarsamningi
sínum við félagið frá þeim degi sem flutningur stofnsins
er heimilaður, tilkynni þeir uppsögn skriflega innan eins
mánaðar. Flutningsdagur í þessu sambandi getur ekki
verið afturvirkur.
Fjármálaeftirlitið veitir nánari upplýsingar ef óskað er.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-9
8
B
C
1
7
5
1
-9
7
8
0
1
7
5
1
-9
6
4
4
1
7
5
1
-9
5
0
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
3
2
s
_
1
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K