Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 14
14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á Droplaugarstöðum þann 29. júní sl.
Úförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Alúðarþakkir til starfsfólks
Droplaugarstaða sem annaðist hana sl. átta ár.
Fyrir hönd ástvina,
Anna Guðmunds Haraldur Þorsteinsson
Baldur Andrésson Rosenda Rut Guerrero
Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma,
SIGURVEIG ERLINGSDÓTTIR
frá Ásbyrgi,
Lundi 1, Kópavogi,
sem lést á heimili sínu þann 6. júlí, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn
17. júlí kl. 13.00.
Sigrún Jónasdóttir Björn E. Johannessen
Helga Jónasdóttir Tómas Þór Tómasson
Jón Erlingur Jónasson Védís Jónsdóttir
Úlfhildur Jónasdóttir Þorsteinn S. Karlsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARTHA MARÍA SANDHOLT
Hátúni 8, Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum aðfaranótt
10. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 17. júlí kl. 13. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á KFUM og KFUK á
Íslandi.
Jenny Irene Sörheller Haraldur Hjartarson
Stefanía Sörheller Einar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÞORSTEINN
NIKULÁSSON
lést á heimili sínu 10. júlí. Útför hans fer fram
frá Lindakirkju, föstudaginn 17. júlí, kl. 15.00.
Ingibjörg Þórdís Sigurðardóttir
Steinunn Helga Sigurðardóttir Gunnar Páll Gunnarsson
Sigrún Sigurðardóttir Jón Þorgeir Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
EDDA ÓSKARSDÓTTIR
Kópavogsbraut 1a,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 11. júlí. Útför auglýst síðar.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarfélög.
Óskar Guðjónsson Konný R. Hjaltadóttir
Jón Steinar Guðjónsson Anna Þ. Guðmundsdóttir
Guðlaugur H. Guðjónsson Guðrún S. Jónsdóttir
Elín Björg Guðjónsdóttir Ólafur J. Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulega dóttir okkar, eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
KATRÍN TÓMASDÓTTIR
Laxatungu 11, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum 12. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Tómas Lárusson Hrafnhildur Ágústsdóttir
Páll Kristjánsson
Fannar Pálsson Agnes Ágústsdóttir
Bylgja Pálsdóttir Sæmundur Örn Kjærnested
Ágúst Tómasson
Hótel Saga var tekin í notkun þennan dag
árið 1962, og var Þorvaldur Guðmundsson
fyrsti hótelstjórinn.
Þessa fyrstu nótt voru öll þrjátíu her-
bergin nýtt, og gisti fólk hvaðanæva
úr heiminum, svo sem hópur frá Sviss,
Norðmenn og Svíar. Þá vígði bóndi nokkur,
Sigmundur Sigurðsson í Syðra-Langholti í
Hraunamannahreppi, eitt þessara rúma.
Var upphaflega gert ráð fyrir hesthúsi
í byggingarskipulagi hótelsins, en því var
breytt í ljósi þess að árið 1962 voru flestir
bændur komnir á bíl, og varð því meintu
hesthúsi umbreytt í svokallaðan Átthagasal,
sem nú þekkist sem Sunnusalur, og þar
gæða gestir sér á morgunverði í dag.
Var opnun Hótel Sögu heilmikill hvalreki
í skemmtanalífi íslendinga, en þar voru
haldin svokölluð Pressuböll við góðan
orðstír, ásamt því að tískusýningarnar sem
þar voru settar upp voru vinsælar meðal
borgarbúa.
Hafa síðan margir nafntogaðir gist á
Hótel Sögu, svo sem Louis Armstrong tón-
listarmaður, Þórhildur Margrét Danadrottn-
ing og Elísabet Englandsdrottning.
Þá háðu Bobby Fischer og Sovétmaður-
inn Boris Spassky sína sögulegu skák í
Laugardalshöll árið 1972, þar sem heims-
meistaraeinvígíð fór fram í miðju kalda
stríðinu. Komst Hótel Saga þá í heimsfrétt-
irnar þar sem blaðamannafundirnir voru
iðulega haldnir og sá síðarnefndi gisti.
ÞETTA GERÐIST 14. JÚLÍ 1962
Hótel Saga opnuð með pompi og prakt
ALLTAF LÍF OG FJÖR Leikmenn Austur-
Þýskalands æfa sig á Melavellinum, fyrir
framan Hótel Sögu, sem þarna er í blússandi
byggingu, fyrir leik á móti íslenska lands-
liðinu árið 1961. MYND/INGIMUNDUR MAGNÚSSON
„Þetta var klárlega einn skemmtileg-
asti afmælisdagur sem ég hef upplif-
að. Það er ekki slæmt að fá Pál Óskar
Hjálmtýsson til að syngja fyrir sig
afmælissönginn ásamt 500 gestum á
sveitaballi í Ýdölum,“ segir Friðgeir
Bergsteinsson athafnamaður. Hann
fagnaði á sunnudaginn þrjátíu ára
afmæli sínu en þó svo að dagurinn
hafi einkennst af talsverðri vinnu
fékk hann afmælissönginn sunginn
af þungavigtarmönnum í íslensku
tónlistarlífi. „Palli söng fyrir mig
eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags
og þegar ég kom í bæinn á sunnu-
daginn þá heyrði ég afmælissönginn
í útvarpinu á Rás 2 frá Sniglaband-
inu sem var ansi skemmtilegt,“ segir
Friðgeir léttur í lundu.
Friðgeir hefur starfað sem aðstoð-
armaður margra af helstu tónlistar-
mönnum þjóðarinnar frá árinu 2003
og því margar kanónurnar í tónlist-
arheiminum sem sendu honum heilla-
óskir.
Á afmælisdaginn fór afmælis-
drengurinn einnig á leik með KR í
Pepsi-deild karla, en hann er einn
helsti aðdáandi liðsins og ákváðu
KR-ingar að gefa honum afmælis-
gjöf. „KR vann leikinn 3–0 þannig
að þeir gáfu mér eitt mark á hvern
tug,“ segir Friðgeir og hlær.
Hann ætlar að fagna þrítugsaf-
mælinu næstkomandi fimmtudag
og má búast við mörgum andlitum
úr heimi tónlistarinnar og líka úr
knattspyrnuheiminum, því hann er
einnig mikilvægur meðlimur í Tólf-
unni, sem er stuðningsmannasveit
íslenska landsliðsins í knattspyrnu
og eins og fyrr segir einn helsti KR-
ingur landsins. „Það ætla nokkrir
snillingar að koma fram í veislunni
eins og Hreimur Örn, Eyþór Ingi,
Valdimar Guðmundsson, Erna Hrönn
og margir fleiri. Ég hlakka mikið til
að eiga frábæra stund með vinum og
þeim sem standa mér næst, þó svo
ég þurfi því miður að missa af KR-
leik en ég hef ekki misst af KR-leik
í ansi langan tíma,“ segir Friðgeir
fullur tilhlökkunar.
gunnarleo@frettabladid.is
Fékk afmælissönginn
sunginn af Páli Óskari
Friðgeir Bergsteinsson hefur verið einn helsti aðstoðarmaður íslenskra tónlistarmanna
undanfarin ár. Hann stendur á tímamótum og fagnaði þrítugsafmælinu sínu um helgina.
KR vann leikinn 3–0
þannig að þeir gáfu mér
eitt mark á hvern tug.
ÞRUSU ÞRENNA Tónlistarmennirnir Bene-
dikt Brynleifsson og Hreimur Örn Heimisson
ásamt Friðgeiri.KR-INGUR Friðgeir kyssir hér bikarinn.
FLOTTIR FÉLGAR Friðgeir Bergsteinsson og Páll Óskar á góðri stund. Palli söng afmælissönginn fyrir Friðgeir á sveitaballi í Ýdölum.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
2
-0
0
6
C
1
7
5
1
-F
F
3
0
1
7
5
1
-F
D
F
4
1
7
5
1
-F
C
B
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
3
2
s
_
1
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K