Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTIR Um borð í BragðörkinniÍslenska skyrið og íslenski geitastofninn eru meðal ellefu íslenskra afurða um borð í Bragðörkinni. Þau hafa einnig hlotið gæða- stimpil Slow Food-samtakanna.SÍÐA 2 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ AÐ VERSLA ÞEKKTA MERKJAVÖRU Á FRÁBÆRU VERÐI Stór- útsala enn meiri afsláttur 40%-50% MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Þriðjudagur 12 SÉRBLÖAÐ Fólk Sími: 512 5000 14. júlí 2015 163. tölublað 15. árgangur Ódýrara við Austurhöfn Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans, segir lóð bankans við Austurhöfn vera hagstæðari en ef keypt væri lóð annars staðar, eins og við Borgartún. Núverandi húsnæði sé óviðunandi. 10 SKOÐUN Ögmundur Jónasson skrifar um gjaldtöku á ferðamanna- stöðum. 13 LÍFIÐ Fjórar íslenskar sveitir taka þátt í hinu alþjóðlega verkefni Spotify Sessions. 26 SPORT Serena Williams hefur unnið 21 stórmót á ferlinum og er í hópi fremstu íþróttamanna samtímans. 22 Myndhöggvararar munnhöggvast Félagsmönnum í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur greinir á um brottrekstur Ásmundar Ásmundssonar og Hann- esar Lárussonar úr félaginu. 4 Hollenska stúlkan farin út Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæslu- varðhaldi hér á landi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. 2 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817 STJÓRNSÝSLA Hafist var handa í gær við niðurrif á forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þing- vallavatn. Aðeins eru liðin þrjú ár síðan endurbótum á húsinu lauk. Þær kostuðu 8,9 milljónir króna frá og með árinu 2008. Bústaðurinn er byggður árið 1946 og fylgdi með þegar Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavalla- jörðina 1964. Húsið hefur fyrst og fremst verið ætlað fyrir forstjóra fyrirtækisins. Afnema átti öll sérréttindi stjórnenda OR samkvæmt ákvörð- un sem tekin var í kjölfar þess að ný stjórn tók við sumarið 2010. Bjarni Bjarnason, sem settist í for- stjórastólinn á árinu 2011, kveðst sjálfur hafa nýtt húsið, þar af tvisv- ar sumarið 2012. „Fyrri ferðin er vegna vinn- unnar en sú síðari fer í bága við stranga skilgreiningu á afnámi sér- réttinda,“ sagði í svari Bjarna við fyrirspurn Fréttablaðsins í septem- ber í fyrra. Þá sagði Bjarni að millistjórn- endur í fyrirtækinu hefðu nýtt bústaðinn fram á síðasta sumar. Sömu tveir mennirnir og luku við seinni áfanga í að klæða bústaðinn að utan fyrir þremur árum tóku nú að sér að rífa húsið. Verkið fengu þeir eftir útboð. Sögðu þeir í gær dálítið sérstakt að vera mættir á staðinn svo skömmu síðar til að rífa klæðninguna utan af húsinu aftur. Öll ummerki um bústaðinn eiga að vera horfin 31. ágúst. Lóðin verður grædd upp með mosa sem fenginn er af framkvæmdasvæðum orkuveitunnar í Hverahlíð. „Fréttir af bústaðnum í Frétta- blaðinu og á Stöð 2 settu hann í kastljósið. Ekki þurfti djúpa grein- ingu á málinu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að bústaðurinn skyldi víkja, enda stendur hann nánast ofan á vatnsbólinu á Grámel og liggur illa við sprungustefnum í hrauninu,“ útskýrði Bjarni forstjóri í svari sínu í september. - gar / sjá síðu 6 Forstjórabústaðurinn rifinn Byrjað er að rífa forstjórabústað Orkuveitunnar við Þingvallavatn. Nær níu milljónir króna fóru í endurnýjun bústaðarins sem lauk 2012. Sömu tveir mennirnir og klæddu húsið fyrir þremur árum eru nú að rífa það. BÚIÐ SPIL Félagarnir Hannes og Óskar, sem saman eru kallaðir Hanskar af gárungunum, sýndu engin vettlingatök þegar þeir byrjuðu í gær að rífa af klæðninguna sem þeir negldu utan á forstjórabústað Orkuveitunnar í Riðvík á árinu 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ekki þurfti djúpa greiningu á málinu til þess að komast að þeirri niður- stöðu að bústaðurinn skyldi víkja, enda stendur hann nánast ofan á vatnsbólinu. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR MENNTAMÁL Illugi Gunnars- son menntamálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða útlánakerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). „Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlut- að eða til hverra þeir renna,“ segir Illugi. Í ársskýrslu LÍN, sem kom út í gær, kemur fram að um helm- ingur útlána LÍN fáist ekki end- urgreiddur. Verulegur munur er á því hve mikið lánþegar greiða til baka af lánum sínum eftir því hve há lánsfjárhæðin er. Þannig endurgreiða einstaklingar sem skulda LÍN undir 2,5 milljónum króna 85 prósent af virði láns- ins. Þeir sem skulda LÍN yfir 15 milljónir króna endurgreiða hins vegar á milli 18 og 27 prósent af virði lánsins. Ríkið styrkir því þá sem skulda LÍN mest um yfir 70 prósent af lánsfjárhæðinni en þá sem skulda LÍN minnst um 15 prósent að meðaltali. Afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum króna árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014. Þá jukust vanskil hjá Lánasjóðnum um 690 milljónir króna í fyrra. Mest hafa vanskilin aukist hjá yngstu lánþegunum. „Vissulega er það áhyggjuefni að sjá þróunina varðandi vanskilin,“ segir Illugi. Hann segir brýnt að við endur- skoðun laga um LÍN verði tekið mið af auknum vanskilum og því hvernig ríkisstyrkir dreifist milli lánþega. - ih / sjá síðu 4 Menntamálaráðherra segir brýnt að brugðist verði við auknum vanskilum: Vill endurskoða lánakerfi LÍN Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslána- kerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlutað. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 0 -C E 4 C 1 7 5 0 -C D 1 0 1 7 5 0 -C B D 4 1 7 5 0 -C A 9 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.