Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 22
GÓÐIR VINIR Brynjar og Veronika stefna að því að vinna áfram hugmyndir og hluti á vinnustofunni og með þeim er grafíski hönnuðurinn Frosti Gnarr. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Audi A4 1.8T 3.690.0002009 75 Hyundai I30 Kia Rio 1.4 LX Renault Megane Scenic Toyota Land Cruiser 150 L 2.890.000 2.590.000 940.000 6.250.000 2013 2014 2005 2010 66 9 108 130 Skoda Citigo Active 1.0 MT 1.490.0002012 50 Toyota Auris 1400 Terra Eco Volvo V60 VW Polo Trendline TDI 1.2 Volvo S80 D5 2400 AWD 2.720.000 4.590.000 1.940.000 3.990.000 2013 2013 2013 2008 45 29 93 37 Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 Dagur til aðgerða Bíladagur Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll 30 LÍFIÐ 14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR Vöruhönnuðurinn Brynjar Sigurð- arson, ásamt innanhússarkitekt- inum og hönnuðinum Veroniku Sedlmair og grafíska hönnuðinum Frosta Gnarr, hefur opnað tíma- bundna vinnustofu og sýningar- rými í húsnæði Crymogeu í júlí- mánuði sem ber nafnið Góðir vinir / Good Friends en nafnið er dregið af því hversu góðir vinir Brynjar, Veronika og Frosti eru. Brynjar og Veronika eru búsett í Berlín þar sem þau eru með stúdíó og á dögunum hlaut Brynjar sviss- nesku hönnunarverðlaunin Swiss Design Awards í flokki vöru- og hlutahönnunar fyrstur Íslendinga. „Við höfum verið að byggja upp stúdíó í Berlín og í kringum verð- launin og nokkrar sýningar sem við tókum þátt í var stúdíóið að breytast í nokkurs konar skrif- stofustarf og mér finnst það voða- lega óspennandi,“ segir Brynjar. Hann segir þau Veroniku oft hafa hugleitt að koma til Íslands og bralla eitthvað skemmtilegt og stefnir þríeykið á að vinna áfram hugmyndir og hluti auk þess að skapa eitthvað spánnýtt. „Okkur langaði að skoða það hvort við gætum ekki verið að framleiða sjálf einhverja hluti og selt þá beint frá vinnustofunni. Þetta eru mestmegnis hlutir sem eru ekki framleiddir í einhverju upp- lagi heldur bara gerðir óþvingað af okkur sjálfum,“ segir Brynjar glaður í bragði og bætir við: „Við höfum verið að gera ullarteppi sem við handprjónum og okkur lang- aði svo mikið að gera eitthvað úr íslenskri ull. Svo erum við eitthvað að leira og langar að gera tilraun- ir með að gera gler úr íslenskum sandi.“ Góðir vinir / Good Friends er opið öllum og verður eitthvað af mununum til sölu auk þess sem hægt verður að spjalla við hönn- uðina, tylla sér niður og fá sér kaffibolla og segir Brynjar hug- myndina að einhverju leyti líkjast hugmyndafræðinni um beint frá býli nema hér sé um að ræða beint frá vinnustofu. Það er nóg um að vera hjá Brynj- ari og Veroniku því í sumarlok fara þau í listamannaíbúð í París þar sem þau munu vinna að leik- ritatengdu verkefni. „Við munum vinna með leikurum og skapa ein- hvers konar heim af hlutum sem hægt verður að skapa leikrit út frá. Það er svona hliðaráhugi meðfram vöruhönnuninni að gera vídeó verk og jafnvel eitthvað leikritatengt.“ Góðir vinir / Good Friends, sem staðsett er á Barónsstíg 27, verður opið frá ellefu til fimm virka daga í júlí. gydaloa@frettabladid.is Beint frá vinnustofu Vinnustofan og sýningarrýmið Góðir vinir / Good Friends er opin öllum áhuga- sömum í júlímánuði. Þar er hægt að skoða hönnun og spjalla yfi r kaffi bolla. Harpa Dís Hákonardóttir hefur í sumar unnið að myndlistar- seríunni Kópavogsbúinn sem hefur verið á faraldsfæti um bæjar félagið í sumar. „Ég hef alltaf heillast af fólki og sögum og hef sjálf skrifað heilmik- ið. Hef skrifað tvær ævintýrabæk- ur og af því að Kópavogur er sex- tíu ára í ár þá langaði mig að gera eitthvað úr því,“ segir Harpa Dís sem er fædd og uppalin í bæjar- félaginu. Verkin undirbjó hún með vett- vangsferðum víðs vegar um bæinn, skissa og taka myndir af því sem fyrir augu bar. „Margir segja að það séu bara hús í Kópa- vogi og ekkert annað en þar leynist rosalega margt og það er gaman að geta skoða það.“ Harpa Dís segir myndlistar- áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hafi fram til þessa ekki haft mikinn tíma til þess að sinna honum. Hún sló til eftir að hafa farið í lýðháskóla í Svíþjóð og mun í haust hefja nám í myndlist í lista- skóla í Stokkhólmi. Harpa Dís gaf út tvær bækur þegar hún var 19 ára gömul, Galdrastein og Fangana í trénu. Hún er yngsti höfundur sem fengið hefur inngöngu í Rithöfundasam- band Íslands og er draumurinn að geta sameinað listgreinarnar tvær. „Mig langar svolítið að sameina þetta tvennt, það eru alveg heil- margir listamenn sem eru bæði myndlistarmenn og rithöfundar og ég vonast til þess að gera það í framtíðinni.“ Sýninguna er hægt að sjá í Smáralind en þar mun hún standa þar til á föstudag. - gló Alltaf heillast af fólki og sögum Harpa Dís Hákonardóttir vann að myndlistarseríunni Kópavogsbúinn í sumar og langar til að tvinna saman myndlist og skrif. Hún hefur gefi ð út tvær bækur. KÓPAVOGSBÚI Harpa Dís segir margt forvitnilegt leynast í bæjarfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þegar sólin lætur sjá sig er gott að skella sólgleraugum á nefi ð og ekki verra ef þau eru í stærra lagi. TRENDIÐ SJÚKLEGA STÓR SÓLGERAUGU Í SUMAR PHILIP LIM ACNE STUDIOS JULIEN MACDONALD MOSCHINO SVAMPUR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 2 -0 0 6 C 1 7 5 1 -F F 3 0 1 7 5 1 -F D F 4 1 7 5 1 -F C B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.