Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 10
14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Mótmælir nýja stjórnarsáttmálanum
1 DANMÖRK Fyrrverandi ráðherra í Danmörku,
Mette Gjerskov, er æf yfir
þeirri yfirlýsingu í stjórnar-
sáttmála nýju stjórnarinnar
að Danmörk sé kristið land.
Gjerskov íhugar nú að segja
sig úr dönsku þjóðkirkjunni.
Það er mat hennar að með
þessu sé verið að taka
afstöðu gegn múslimum.
Ný ríkisstjórn Danmerkur
telur nauðsynlegt að leggja
áherslu á danska menningu,
þar á meðal kristinn menn-
ingararf.
Metgróði vegna fjölda
flóttamanna
2 SVÍÞJÓÐ Fyrirtæki sem leigja sænsku útlendingastofnuninni
húsnæði fyrir hælisleitendur hafa
aldrei þénað jafnmikið. Stærst á
markaðnum er fyrirtæki athafna-
mannsins Berts Karlsson sem hafði
í maíbyrjun rukkað stofnunina um
nær 131 milljón sænskra króna. Í
júlíbyrjun í fyrra var upphæðin hjá
sama fyrirtæki 45 milljónir. Útlend-
ingastofnunin í Svíþjóð gerir ráð
fyrir að verja 1,3 milljörðum sænskra
króna í tilfallandi húsnæði fyrir
hælisleitendur.
Bætur vegna
lélegra tónleika
3 FINNLAND Neytendastofa í Finnlandi hefur úrskurðað að
hægt sé að fá endurgreidda miða
á tónleika hafi flutningurinn verið
undir væntingum. Aðdáandi Chuck
Berry hafði kvartað undan tónleikum
hans í Helsinki árið 2013. Berry tjáði
viðstöddum hvað eftir annað að
sér liði ekki vel. Aðdáandinn fær nú
helming miðaverðsins til baka. For-
stjóri neytendastofunnar segir að í
þessu tilviki hafi menn almennt verið
sammála um að tónleikarnir hafi
verið misheppnaðir.
NORÐURLÖND
1
2
3
loKsins aftuR sumAr...íS
ÍSinn Sem færiR þéR sumaRið er kOminn aftur. ekTa rjóMaís
Með kókOs, áStaraLdini, mangó og súKkulaðIdropUm.
VIÐSKIPTI Steinþór Pálsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir núver-
andi húsnæði Landsbankans óvið-
unandi. Meginþorri húsnæðisins
sem Landsbankinn noti í Kvos-
inni sé leiguhúsnæði og flestir
leigusamningarnir á milli eins til
þriggja ára. Þetta skapi rekstrar-
áhættu fyrir bankann. Í dag sé
húsnæðið sem bankinn rekur
starfsemi sína í eins og völundar-
hús og það skapi óhagræði.
Fyrirhuguð bygging nýrra
höfuð stöðva Landsbankans við
Austurhöfn í Reykjavík hefur verið
harðlega gagnrýnd undanfarna
daga. Á meðal þeirra sem hafa
gagnrýnt eru þingmennirnir Elín
Hirst og Guðlaugur Þór Þórðar son.
Steinþór segir aftur á móti að við
núverandi húsnæðiskost sé verið
að sóa peningum. Það væri 700
milljónum króna ódýrara að koma
húsnæðinu í framtíðarmynd en að
búa við óbreytt ástand.
„Við erum búin að vera að skoða
kosti í húsnæðismálum á undan-
förnum árum. Við viljum vera
staðsett þar sem miðstöð versl-
unar og viðskipta er í landinu. Það
er á þessu svæði þar sem Reykja-
víkurborg hefur í aðalskipu-
lagi sagt að eigi að vera aðalvið-
skiptaásinn, frá miðbænum og
að Kirkjusandi,“ segir Steinþór.
Lóðin við Austurhöfn hafi fengist
á góðu verði. „Þar er búið að grafa
og jarðvinnan er að mestu búin.
Gatnagerðargjöld eru innifal-
in. Við borgum 58 þúsund krónur
fyrir fermetrann,“ segir Steinþór
og bendir á að lóðaverðið sé vægt,
sé horft til þess að búið er að vinna
jarðvegsvinnuna.
Steinþór segir lóðina vera hag-
stæðari en ef keypt væri lóð ann-
ars staðar, eins og við Borgar-
túnið. „Vegna þess að það er búið
að byggja mikið af bílastæðum
við Hörpuna, sem eru tóm á dag-
inn en full á kvöldin, það er því
mikil samnýting. Og við munum
þess vegna byggja miklu færri
bílastæði þarna í Austurhöfn-
inni heldur en ef við værum ein-
hvers staðar við Borgartúnið eða
í nágrenni,“ segir Steinþór. Hann
tekur fram að bílastæðin séu mjög
dýr í byggingu og ítrekar að þegar
allt komi til alls sé þetta ódýrari
lausn en að byggja höfuðstöðvar
annars staðar.
„Til viðbótar við þetta má nefna
að í deiluskipulagi er gert ráð
fyrir að hluti af jarðhæðinni verði
nýttur í aðra starfsemi þannig
að byggingin mun hýsa fleira en
bara bankann,“ segir Steinþór. Það
verði því byggt verslunarpláss og
því ráðstafað til annarra aðila,
annaðhvort með leigu eða sölu á
hluta húsnæðisins.
jonhakon@frettabladid.is
Bankastjórinn telur ódýrara
að byggja við Austurhöfn
Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. Stuttir leigusamningar skapi
rekstraráhættu fyrir bankann. Hluti af nýrri byggingu Landsbankans verður notaður undir verslunarrými.
AUSTURHÖFN Svona mun svæðið við Austurhöfn líta út með nýrri byggingu Lands-
bankans. AÐSEND MYND
Við viljum
vera staðsett
þar sem
miðstöð
verslunar og
viðskipta er í
landinu
Steinþór Pálsson,
bankastjóri Landsbankans.
UMHVERFISVERND Ólafur Ragn-
ar Grímsson, forseti Íslands,
snæddi kvöldverð með Ted
Turner, stofnanda CNN, á Akur-
eyri á sunnudag. Turner er stofn-
andi Ted Turner-samtakanna
sem starfa á sviði umhverfis-
verndar.
Í ávarpi fjallaði Ólafur um
hvernig vaxandi samstarf á norð-
urslóðum og á Himalajasvæð-
inu getur nýst í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum.
Þá fundaði Ólafur með sendi-
herra Kína á Íslandi í gær um
þátttöku kínverskra stjórnvalda
í Hringborði norðurslóða, Artic
Circle, en þing þess verður hald-
ið í Reykjavík í október. - ih
Ólafur ræddi norðurslóðir:
Snæddi með
Ted Turner
FORSETI ÍSLANDS Ólafur Ragnar
Grímsson fundaði með sendiherra Kína
á Íslandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AKUREYRI Mörg ár gæti tekið að
laga fráveitukerfi Akureyringa
svo mengun af völdum saurgerla
haldist innan viðmiðunarmarka í
sjó við strendur bæjarins. Nýleg
sýnataka heilbrigðiseftirlitsins
sýndi of háan styrk saurkólígerla
og er það í þriðja sinn sem styrk-
urinn er yfir viðmiðunarmörkum.
Sýni sem tekin
voru fyrir helgi
sýna að magn
saurgerla er
innan viðmið-
unarmarka við
Pollinn á Akur-
eyri en styrk-
ur inn mæld-
ist tífalt yfir
mörkum norðan
byggðarinnar. Í júní mældust mest
79.000 saurgerlar í 100 millilítrum
af sjó en viðmiðið er 100 saurgerl-
ar í því magni af sjó.
Baldur Dýrfjörð, upplýsinga-
fulltrúi Norðurorku sem heldur
utan um fráveitukerfi á Akureyri,
segir lagfæringar á kerfinu geta
tekið nokkur ár. Kerfið sé tvöfalt
eins og víðast hvar annars staðar
í stærri bæjarfélögum.
„Einhvers staðar er svokölluð
slysatenging, sem lýsir sér í því að
pípulögnum frá húsum bæjarins er
víxlað í fráveituna og því fer skolp
með yfirborðsvatni og á greiða leið
í sjó fram,“ segir Baldur.
Alfreð Schiöth, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Norð-
urlands eystra, segir það geta
tekið nokkur ár að komast að því
hvar gloppur eru í kerfinu og laga
mögulegar slysatengingar.
Norðurorka vinnur nú að því að
komast til botns í því hvar þessar
slysatengingar eru.
„Eins og gefur að skilja gæti
þetta tekið langan tíma. Það tók
til dæmis nokkur ár að komast
til botns í svipuðu vandamáli við
Fossvoginn á höfuðborgarsvæð-
inu. Við höfum á síðustu áratugum
unnið gott starf í að koma skólp-
málum bæjarins í gott horf og
munum halda þeirri vinnu áfram,“
segir Baldur. - sa
Nokkur ár gæti tekið að laga skolpmál í Eyjafirði:
Skolp rennur út í sjó
BALDUR
DÝRFJÖRÐ
TÍMAFREKT
Langan tíma
gæti tekið að ná
tökum á saur-
gerlamengun í
Eyjafirði, að mati
Norðurorku.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-6
7
5
C
1
7
5
1
-6
6
2
0
1
7
5
1
-6
4
E
4
1
7
5
1
-6
3
A
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
3
2
s
_
1
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K