Húnavaka - 01.05.1998, Page 108
106
H Ú N AVA K A
sá til jarðar er skyggja tók en þar sem við Jónas töldum okkur kunnuga
vafðist leiðin ekki fyrir okkur og vorum við hinir galvöskustu og fórum
djarflega sem sæmdi mönnum á léttasta skeiði. Sneiddum við örugglega
fyrir Arnarhylinn en þaðan var leiðin hættulaus út ána, norðvestur yfir
Flóðið og í gegnum Tíðaskurðinn að Hnausum þar sem við komum og
þáðum hinar bestu veitingar og Blesi góða tuggu. Var þá dagsett orðið.
Húsum réðu þá í Hnausum, Kristín Pálmadótdr og Sveinbjörn Jakobs-
son, foreldrar Leifs bónda sem þar býr nú. Ætlunin var að ná að Stóru-
Giljá um kvöldið.
Nokkur geigur var í okkur að fara norðaustur yfir Eylendið því þá leið
höfðum við Jónas aldrei farið. Vorum við með öllu ókunnugir og nátt-
myrkrið komið. Við óttuðumst sérstaklega Arfarið sem hlaut að verða
einhvers staðar á leið okkar en hvar, vissum við ekki vegna fannbreiðunn-
ar og myrkursins sem huldi landið og gerði það kennileitalaust. Ekki var
um annað að ræða en reyna að taka rétta stefnu. Við skiptumst á um að
labba á undan hestinum og otuðum sterkum broddstaf er við höfðum
með okkur. Fórum við því hægt yfir. Fór þó svo að lokum að við eygðum
ljósið á Stóru-Giljá. Höfðum við haldið réttri stefnu en hvorki orðið var-
ir við Arfarið eða Giljána sjálfa. Fannst okkur að vel hefði til tekist og vor-
um harla fegnir að komast á áfangastað.
Rosknara fólk man eða hefur heyrt talað um þau Hnausahjón, Svein-
björn og Kristínu og þá ekki síður þá kunnu Giljárbræður, Sigurð og Jó-
hannes en bróðursonur þeirra er Erlendur núverandi bóndi á Stóru-Giljá.
Nutum við Jónas gestrisni þessa góða fólks ríkulega og ekki dró úr hagsæld
okkar að á efri hæð Giljárhússins var Jónas Bergmann, áður bóndi á Marð-
arnúpi, með fjölskyldu sína. Varð kvöldið hið ánægjulegasta að blanda geði
við allt þetta ágæta fólk. Seint var gengið dl náða og nótdn leið. Viðjónas
vorum alltaf ákveðnir í því að fá lánaða hestakerru á Giljá því hinni fornu
sleða- og vetrarleið út Flatir vorum við með öllu ókunnugir.
Við fórum af stað frá Giljá með birtu og ekki stóð á því að fá kerruna
lánaða. Daginn skyldi nota til þess að reka erindin á Blönduósi og gista
þar næstu nótt. Allt gekk þetta efdr og við Jónas gistum í Olafshúsinu
hjá frændfólki hans sem var líka vinafólk foreldra minna. Jónas svaf á
neðri hæðinni þar sem amma hans, Ingibjörg kaupkona og rithöfund-
ur, réði húsum en mér var ráðstafað á loftið hjá Guðnýju systur hennar.
Vorum við þarna í góðu yfirlæti sem jafnan á þessum stað. Blesa kom ég
fyrir hjá Jóhanni sem kallaður var „stóri“, Var hann afi þeirra systkina:
Helgu, Sigfúsar, Jónínu og Sigurlaugar Valdimarsbarna. Þau eru nú látin
nema Sigurlaug er nú býr í Hnitbjörgum á Blönduósi og Jónína sem býr
í Sæborg á Skagaströnd. Jóhann hýsti hesta fyrir sveitamenn er þurftu á
því að halda. Sumir komu með hey með sér og var þetta mikil hagræðing
en endurgjaldi var stillt í hóf.