Húnavaka - 01.05.2003, Blaðsíða 13
HUNAVAKA
11
Fjölskyldan. Fremri röd frá vinstri: Sigurbjörg, Hólmfrídur, Hjörtur, Margrét,
Guðný og Ólína. Aftari röð frá vinstri: Bœring, Hallbjörn, Þórarinn, Georg,
Sigurður, Kristján, Hjörtur og Sveinn.
er austan megin á Skaga. „Sko, ég er bæði Skagfírðingur og Húnvetning-
ur,“ segir Hallbjörn, og er stoltur af uppruna sínum.
„Við vorum sextán systkinin en þijú dóu á unga aldri, þar af eitt aðeins
nokkurra vikna gamalt. Nú erum við aðeins fimm eftir.“
Hvernig varstu sem barn?
„Eg held ég hafi bara verið ágætur sem krakki, annars man ég lítið eft-
ir því. Nei, nei, ég var ekkert kúgaður af systkinum mínum, ekkert meira
en gengur og gerist,“ segir Hallbjörn og rifjar upp forna tíð en líklega
man hann meira en hann lætur uppi.
„Foreldrar mínir bjuggu fyrst í húsi sem hét Bráðræði, og var á Skaga-
strönd, inni á bökkum sem kallað var, við Hrafná. Þaðan fiuttu þau í hús
sem hét Viðvík. Þar bjuggu þau í tveimur herbergjum uppi á lofti. A sín-
um tíma var þetta kallað hótel Viðvík. Loks byggði pabbi Vík sem er fyr-
ir miðri víkinni. Það var ein hæð en mörgum árum síðar var byggð
önnur hæð á húsið og þannig er það í dag. Pabbi var sjómaður alla tíð og
hann spilaði á harmóníku á dansleikjum hér og þar um alla sýslu.“
Þaðan sprettur þá áhugi þinn fyrir tónlist.
„Það er ekki vafi á því,“ segir Hallbjörn og brosir. „Báðir foreldrar mín-
ir höfðu áhuga á tónlist og bræður mínir spiluðu á nikku og gítar. Mar-
grét systir mín átti svo orgel sem ég stalst í og brátt var ég farinn að spila
á það eftir eyranu og gat eiginlega spilað allt sem mig langaði til. Mamma
vildi að ég lærði á orgel og yrði orgelleikari í kirkjunni. Eg lærði hjá góðu
fólki hér á Skagaströnd en þegar ég var 16 eða 17 ára fór ég til Reykjavík-
ur til orgelnáms. Eg ætlaði til Sigurðar Birkis sem var söngstjóri þjóð-