Húnavaka - 01.05.2003, Blaðsíða 106
104
H U NAVAKA
ÞJÓFNAÐUR
Maður er nefndur Grímur, sonur Olafs prests Jónssonar á Kvíabekk í
Olafsfirði. Hann gekk í skóla á Hólum, varð þar uppvís að peningaþjófn-
aði, dæmdur á tugthús en fékk kóngs náð og ölmusu í Reykjavíkurskóla,
yfirgaf hann um skammt vegna ófrómrar kynningar. Komst í Reykjavík í
tæri við stúlku, fékk hana til ekta og t'arð borgari í Reykjavíkur kaupstað,
hvar hann nokkur ár höndlaði með smákram en síðan með naut og
satiði, en var nú þetta ár kominn í botnlausar skuldir, þá hann - vart þrí-
tugur að aldri - klagaði fyrir Reykjavíkur fyrsta og nýkomna bæjarfógeta,
konu sinnar vegna yfir misþyrmingum er hann kvað henni gjörðar af
stjúpföður hennar - borgara og fyrrum kaupmanni - og móður, vegna
hvers konan hefði fætt ófullburða fóstur.
En sem þetta ntál féll í rétt uppgötvaðist að Grímur eða kona hans
hefði lokkað einfalda vinnukonu sína til að bera ljúgvitni sér í vil og að
hann stolið hafði góssi tengdaföður síns er honum í hins fráveru erlend-
is hafði verið lil trúað. Svo komst og langt að Grímur játaði sig með til-
styrk konu sinnar og systur hennar hafa viljað kæfa tengdaforeldra sína
nteð eldkveikjubrælu af við, brennisteini og kalki en það tókst ei. Líka
komu fram líkur upp á að hann hefði viljað stytta þeim aldur með eitri.
Mágkona hans, beykiskona nokkur í Reykjavík, játaði sig hafa verið í ráði
með Grími með innibrælingu foreldra sinna. Hann meðkenndist og nteð
skaðlegum meðölum að hafa viljað fyrirfara fóstri því er hann í hór getið
hafði með liðugri kvenpersónu þar í bænum með vitund og samþykki
hennar, hvað hún og meðkenndist. Líka játaði Grímur á sig að hann
hefði viljað farga barnsþunga eiginkonu sinnar og loksins að hann samið
hefði falskt gjafabréf upp á hús nokkurt í Reykjavík undir nafni tengda-
föðnr síns.
Grímur var að lokum af hæstarétti dæmdur frá æru, lífi og eignum og
mágkona hans einnig líflaus dæmd en bæði síðan náðuð af kóngi með
æfilöngu tugthúss og þrældóms erfiði.7
Erlendis
Til údendra hafna í kaupferðum innan Norðurálfu fóru á Jiessti ári frá
Kaupmannahöfn 4286 skip, hvar á meðal þó eru ei talin þau skip er fóru
til annarra staða í Svíaríki, ei heldur til Portúgals eður Tyrkjaveldis. Ný-
byggð kaupskip af innlendum smiðum (árið 1802) voru alls 81, haldandi
til samans 2886 kaupfaralestir.
Dana kóngur lét burt plássið Alsterdorf fyrir fjögur þorp er áður til-
heyrðu ríkisstaðnum Hamborg.
Bóndi nokkur nálægt Kóngsbergi í Noreg komst upp á að ganga á sjó