Húnavaka - 01.05.2003, Blaðsíða 184
182
HUNAVAKA
En Guðmundur lét ekki þar við sitja. Árið 1972 stofnaði hann Rækju-
vinnsluna hf. ásamt nokkrum einstaklingum á Skagaströnd. Tók hann
að sér framkvæmdastjórn vinnslunnar og var helsti ráðamaður fyrirtækis-
ins fyrstu árin. Var fyrirtækið rekið til að byrja með í gamla Hólaness-
frystihftsinu, en aðeins ári eftir stofnun þess var hafist handa um
byggingu húss undir vinnsluna. Sá Guðmundur um þær framkvæmdir
og var þar vasklega á málum tekið sem vænta mátti. Húsið var tekið í
notkun 1975 og var þá Rækjuvinnslan á Skagaströnd orðin ein fullkomn-
asta verksmiðja sinnar tegundar hér á landi.
Þáttur Guðmundar Lárussonar í atvinnulegri uppbyggingu á Skaga-
strönd hefur þannig verið mikill og gagnmerkur. Er það trúa mín að
framlag hans til atvinnulífs á Skagaströnd sé það mesta sem einn maður
hefur til þeirra mála lagt þótt margir hafi þar vel að verkum gengið.
Guðmundur og Erla bjuggu lengst af á Skagaströnd í þeim bæjarhluta
sem kallaður hefur verið Skeifan. Þar byggðu þau sér hús og þar uxu
börn þeirra að mestu úr grasi, en þau eru: Lára Bylgja, fædd 1955, búsett
í Noregi, maki Jan Erik Gjernes, Guðmundur Viðar, fæddur 1957, bú-
settur á Akureyri, maki Elín Brynjarsdóttir, Valdimar Lárus, fæddur 1958,
búsettur í Reykjavík, Kristinn Reynir, fæddur 1960, búsettur í Hrútafirði,
maki Vilborg Magnúsdóttir, Sigurður Brynjar, fæddur 1960, búsettur í
Mosfellsbæ, niaki Halldóra Halldórsdóttir, Þórdís Elva, fædd 1961, bú-
sett í Kópavogi, makijón Arnason, Hjörtur Sævar, fæddur 1963, búsettur
á Skagaströnd, sambýliskona Vigdís Omarsdóttir, SofíTa Kristbjörg, fædd
1964, búsett í Reykjavík, rnaki Elalldór Olafsson, Sigurbjörg Stella, fædd
1971, búsett í Reykjavík, maki Jóhannes Guðmundsson. Einnig ólst þar
upp dóttir Erlu, Sigríður Þórunn Gestsdótdr, fædd 1954, nú búsett á
Skagaströnd, maki Stefán H. Jósefsson.
I sumarbyrjun 1983 fluttu þau hjónin til Reykja\ íkur og settust þar að.
Starfaði Guðmundur í fyrstu hjá Islenskum aðalverktökum í Keflavík en
árið 1984 varð hann matsmaður hjá Brunabótafélagi Islands og síðan hjá
VIS til 1999 er hann lét af störfum vegna aldurs.
Ekki átd fyrir Guðmundi að liggja að njóta lífsnæðis efri áranna eftir
mikið og stórbrotið ævistarf. Arið 2001 fór hann að kenna vaxandi van-
heilsu og kom í ljós að hann var meö lífshættulegan sjúkdóm sem varð
hans banamein og fór þar mikill öndvegis maður og góður Skagstrend-
ingur af þessum heimi. Hann var sannur höfðingi í lífí sínu og starfi. I
unnum orðstír á hann sér óbrotgjarnan minnisvarða.
Utför Guðmundar Lárussonar var gerð frá Grafarvogskirkju 24. októ-
ber og var honum búin hinsta hvíla í Gufunesskirkjugarði.
Rúnar Kristjánsson.