Húnavaka - 01.05.2003, Blaðsíða 104
102
HUNAVAKA
Úr annál Hallgríms djákna á Sveinsstöðum
ÁRFERÐIÁRID 1803
Vetur frá nýári góður fram á þorra um Suðurland, syðri hluta Vestur-
lands og Norðurland. Skall þá veturinn á með frostum og snjóum og
liélst það eftir var vetrar. I Isafjarðarsýslu skall vetur ei á fyrri en með góu.
I Strandasýslu kom ei upp jörð á þessum vetri frá því ájólaföstu. 1 norð-
urhluta Austfjarða var sauðfé komið á hvassamerg og hestar horfallnir
með aðventu 1802, þá góðan bata gjörði. I syðri hluta Norður-Múlasýslu,
einkum Fljótsdalshéraði, var íyrri hluti vetrar rétt góður og kýr gengu
þar út sums staöar til jólaföstu. Þaðan af var vetur óvenjulega góður í allri
sýslunni nema í Hrafnkels- ogjökuldal, hvar hann var hinn harðasti í
manna minnum. I Suður-Múlasýslu var vetur hinn æskilegasti.
Vorið almennt kalt og hart þótt yfir tæki í nyrðri hluta Austfjarða, hvar
með sumarmálum skall á geysiharka og hríðviðri, einkum þriggja vikna
stórhret um hvítasunnu. Gjörféll þá mesti þorri sauðpenings í sumum
sveitum og í Eiðasókn hestar svo að fáir mundu þar meiri hrossafellir.
Mesta hungur og hallæri dundi á. Keyptu þeir er gátu kjöt og tólg í kaup-
stöðum með geysiverði og fluttu að sér með mikilli mæðu í snjóum og
ófærðum. Með messum1 batnaði veðrátta og varð hin hagstæðasta til höf-
uðdags en þaðan frá til Mikaelismessu2 frost og snjóar.
Garðvöxtur var yfir höfuð í lakara meðallagi og enn aumari vegna vor-
kuldanna langt fram á sumar og hafíss er lá við Norðurland frá því í
mars. Nýting heyja eystra góð, eins á töðum víðast en sárbág á útheyjum
vegna votviðra í Hegranes-, Húnavatns-, Mýra-, Snæfells-, Isafjarðar- og
einkum Strandasýslu, hvar frost og fannkomur byrjuðu tíðar á áliðnu
sumri og voru þar víða skornar ungar og hagbærar kýr af fóðurleysi.
Haustveðrátta góð og vetur æskilegur hvarvetna til ársloka.
Fiskirí kringum landið var sárlítið þetta ár nerna á Malarrifi milli kross-
messu og Jónsmessu, í Isafjarðarsýslu um veturinn og sums staðar í Ar-
nessýslu um vorið. Fuglafli góður viö Drangey þetta vor. Seladráp mikið á
Eyjalirði og hákarlsafli góður í Fljótum. Fimm hvali rak og á land á Vatns-
nesi í Húnavatnssýslu er varð að miklu bjargræði sýslubúum þar og ekki
þeim einungis heldur mörgum í Hegranes-, Mýra-, Dala- og Strandasýsl-
um er þangað sóttu.
Hallæri undanfarinna ára jókst enn meir og meir, bæði í Þingeyjar-
sýslu og Austfjörðum. Þar gekk og fársýki á hestum. Lá hárið laust á þeim
svo af mátti strjúka. Nokkrir fengu verki í fæturna og gátu ei staðið. Aðr-
ir fengu um sig graftrar útbrot. Var þetta ókenndur hrossasjúkdómur og
drápust þar úr honum allmörg. Fjárfellir varð og á ný í þessum sveitum
og féll þar fólk nokkurt af hungri, hverju þó var bæði í Þingeyjar- og Suð-