Húnavaka - 01.05.2003, Blaðsíða 157
H U N A V A K A
155
fjölskyldufyrirtæki á neðri hæð íbúðarhúss hans að Húnabraut 8 á
Blönduósi sem hann rak til dánardags.
I atvinnurekstri sínum naut Zophonías aðstoðar konu sinnar, Gretu
Bjargar Arelíusdóttur. Hún var fædd í Grindavík, dóttir Fanneyjar Bjarna-
dóttur og Arelíusar Sveinssonar. Hingað norður kom Greta til þess að
leggja stund á nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Zophonías og Greta
gengu í hjónaband árið 1953. Þau áttu fyrst heimiii á Aðalgötu 3 B en
byggðu síðar á Húnabraut 8. Greta og Zophonías eignuðust þrjár dæt-
ur: Fanneyju sem er elst, þá Sigrúnu og Sólveigu.
Zophonías andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi eftir stutta
sjúkralegu. Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 27. apríl.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Rósa Pálsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 1. september 1911 -Dáin 1. maí 2002
Rósa Pálsdóttir var fædd á Spákonufelli í Vindhælishreppi, dótdr hjón-
anna, Páls Péturssonar og Onnu Sölvadóttur, elst sex systkina en hin
fimm eru: Guðrún, Pétur, Jóninna, Hulda og Knútur.
A öðru aldursári fór Rósa í fóstur að Læk á Skagaströnd en í kringum
fímm ára aldurinn fór hún til móðurbróður síns, Eggerts Sölvasonar og
konu hans, Jóninnu Jónsdóttur, er bjuggu á Skúfi í Norðurárdal og ólst
þar upp ásamt börnum þeirra hjóna og uppeldissystkinum Rósu, þeim
Halldóru, Hildigunni og Gissuri.
Þegar Rósa var 16 ára brugðu fósturforeldr-
ar hennar búi og fluttu til Siglufjarðar. Frá
þeirn tíma sá Rósa fyrir sér sjálf, var víða í vist
og vann hin ýmsu störf til sjávar og sveita. Um
tvítugt var hún heitbundin ungum bóndasyni,
Karli Kristjánssyni frá Kárastöðum, en hann
drukknaði skömmu síðar við sjóróðra frá
Sandgerði.
Arið 1934 hóf hún búskap að Þverá í
Hallárdal með Bjarnajóhanni Jóhannssyni frá
Bjarnastaðagerði í Skagafirði. A Þverá bjuggu
þau í þrjú ár en fluttu síðan til Skagastrandar.
Lengst af veru sinnar þar bjuggu þau á Bjargi
eða yfir 30 ár.
Rósa og Bjarni eignuðust átta börn en þau eru í aldursröð: Jóhann
Karl f. 1935, Guðrún f. 1936, dáin sama ár, Ingólfur Skagfjörð f. 1938 en