Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 6
þriðjudagur 13. janúar 20096 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Meiri þorsk og það strax Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar krefst þess að sjávarútvegsráð- herra heimili nú þegar auknar þorskveiðar á Íslandsmiðum. Í tillögu Í-listans sem samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi kemur fram að ljóst megi vera að nýjustu rannsóknir á stofnstærð sýni að auka megi þorskveiði- heimildir um að minnsta kosti 50 þúsund tonn á þessu ári án þess að markmið um sjálfbærni þorskstofnsins sé stefnt í hættu. „Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar er ekki verjandi að bíða með ákvörðun um aukna þorskveiði,“ segir í bókun frá fundi bæjar- stjórnar. Iceland kaupir fleiri verslanir Verslanakeðjan Iceland, sem er í eigu Baugs, hefur fest kaup á 51 verslun Woolworths í Bretlandi. Woolworths á í miklum rekstrarerfiðleikum og lokaði síðustu 200 verslun- um sínum fyrir viku. Talsmenn Iceland-keðj- unnar segjast geta útveg- að um 2.500 manns vinnu í verslunum sem félagið hefur nú fest kaup á. Flestar eru þær í Suður-Englandi en 10 þeirra eru í London. Verslanir Iceland voru 682 fyrir kaupin og eru því orðnar 733. Wools- worth var tekið til gjaldþrota- skipta fyrir jól þegar ljóst var að rekstur þessarar aldar- gömlu verslanakeðju var kominn í þrot, en hún veitti 27 þúsund manns vinnu. Mótmæltu aðgerðaleysi Hópur fólks safnaðist sam- an fyrir utan stjórnarráðið og Alþingishúsið í morg- un en hópurinn vildi mót- mæla meintu aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Hópurinn skvetti meðal annars rauðri málningu á stjórnarráðið en hópurinn færði sig því næst að Alþing- ishúsinu. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram, þó er lögregla í viðbragðs- stöðu á vettvangi. Mest sjálfbærni á Norðurlöndum Ísland er í sjötta sæti yfir lönd heims þegar horft er til sjálfbærr- ar þjóðfélagsþróunar. Ríkin á Norðurlöndum eru áberandi á listanum sem nær til 151 lands í heildina. Sjálfbærni er mest í Sví- þjóð og síðan koma Sviss, Noreg- ur, Finnland, Austurríki og Ísland. Danir standa verst Norðurlanda þegar litið er til sjálfbærni en eru samt í fjórtánda sæti á listanum. Í rannsókninni er litið til 22 þátta, meðal annars gæða lofts og vatns, heilsufars, notkunar end- urnýjanlegra orkugjafa, jafnréttis kynjanna og menntunar. Ísland fær einkunnina 6,69. Svíþjóð, sem leiðir listann, fær 7,02. Ísfirðingur á þrítugsaldri hefur húðflúrað börn undir lögaldri án samþykkis foreldra: Húðflúraði hakakross á ungling Lögreglan á Vestfjörðum hefur gert upptæk húðflúrunartæki 24 ára Ís- firðings sem hefur undanfarið húð- flúrað börn undir lögaldri án sam- þykkis foreldra þeirra. Meðal þeirra húðflúra sem maðurinn hefur gert er svartur hakakross á úlnlið viðskipta- vinar síns. Sautján ára piltur fékk síð- an húðflúraða kennitölu sína á úln- liðinn, annar svartan djöflakross og sá þriðji nafnið sitt. Enn einn dreng- urinn lét húðflúra ensku orðin „love“ og „hate“ á hendur sínar þannig að hver fingur utan þumalfingra fær einn staf. Margir þeirra sem maðurinn hef- ur húðflúrað eru undir aldri og brá foreldrum heldur í brún þegar börn- in þeirra komu heim með áberandi húðflúr sem ekki hafði fengist leyfi fyrir. Húðflúrarinn sjálfur er einnig með nokkur verk eftir sjálfan sig, þar á meðal húðflúraði hann sig á sköfl- unginn með stöfunum „TKD“ sem standa fyrir heiti austurlensku bar- dagaíþróttarinnar Tae kwan do. DV náði ekki tali af húðflúraran- um í gær. Þegar haft var samband við lögregluna á Vestfjörðum í gær- kvöldi fengust engar upplýsingar um í hvaða farvegi málið væri. Eftir því sem DV kemst næst hefur maðurinn ekki tilskilin leyfi til að húðflúra, þó um sjálfráða einstaklinga sé að ræða. erla@dv.is Tækin gerð upptæk Lögreglan á Vestfjörðum gerði upptæk húðflúrun- artæki manns á þrítugsaldri sem hafði húðflúrað ungmenni á Ísafirði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd PhoTos.coM DV hefur undir höndum skjal frá því í ágúst árið 2005 þar sem Hreini Jónassyni, fyrrverandi verkstjóra og framkvæmdastjóra hjá verktaka- fyrirtækinu Klæðningu ehf., er veitt umboð til þess af tveimur starfs- mönnum Kaupþings í Lúxemborg, þeim Halldóri Þorleifs Stefánssyni og Olivier Gaston-Braud, að fara með tæplega fjórðungseignarhluta í fyrirtækinu á ársfundi þess. Eignar- hlutinn var fimmtán milljónir króna að nafnvirði og varð til við endurfjár- mögnun Klæðningar. Ekki er vitað hver átti þennan falda eignarhluta í Klæðningu. Átti Gunnar Birgisson hlutinn? Mikil leynd hefur hvílt yfir því frá árinu 2003 hver eigi þennan fjórð- ungseignarhluta í verktakafyrirtæk- inu en Gunnar Birgisson, núverandi bæjarstjóri Kópavogs og fyrrver- andi framkvæmdastjóri og eigandi Klæðningar, hefur verið nefndur sem líklegur eigandi. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Klæðning hef- ur á síðastliðnum árum unnið mikið fyrir Kópavogsbæ. Gunnar Birgisson vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann. Fjórðungshluturinn í Klæðningu fór til Kaupþings í Lúxemborg við endurfjármögnun og eigendaskipti í Klæðningu í apríl árið 2003. Frá ár- inu 2003 og til loka árs 2008 þegar Klæðning skipti aftur um eigendur sá Kaupþing um að ráðstafa hlutn- um fyrir eiganda hans. Ekki er vit- að hvort eða hvernig hluturinn sem Kaupþing ráðstafaði fór yfir til nýs eiganda fyrirtækisins, Lómasala ehf. stórskuldugt fyrirtæki Samkvæmt minnisblaði frá Klæðn- ingu frá 2003 voru skuldir fyrirtækis- ins um 270 milljónir króna þegar eig- endaskiptin áttu sér stað árið 2003 og var fyrirtækið endurfjármagnað um 60 milljónir króna. Þessi end- urfjármögnun var talin nauðsynleg til að hægt væri að ná skuldum fé- lagsins niður í um 70 milljónir króna því verkefnastaða þess væri „allgóð“ samkvæmt minnisblaði frá fyrirtæk- inu, meðal annars vegna útistand- andi verkefna fyrir Kópavogsbæ, og því ætti að vera hagnaður af rekstri fyrirtækisins það árið. Stærsti einstaki hluthafinn eftir endurfjármögnunina var JBB bygg- ingar ehf. sem setti 20 milljónir inn í fyrirtækið við endurfjármögnun- ina. Næststærstu hluthafarnir voru svo Veðafl ehf. sem setti 15 milljónir inn í fyrirtækið og svo komu 15 millj- ónir inn frá þeim sem átti hlutinn sem Kaupþing sá um. Kaupþing var skráð fyrir hlutnum á minnisblaði frá Klæðningu um hluthafa í fyrir- tækinu og skiptingu hlutafjár í því. ByGG átti ekki hlutinn Auk Gunnars Birgissonar hefur Byggingafélag Gylfa og Gunnars (BYGG) verið nefnt sem mögulegur eigandi hlutarins en á minnisblöð- unum frá Klæðningu kemur fram að 15 milljónir af 60 milljóna króna endurfjármögnuninni hafi komið frá BYGG. Þetta er jafnhá upphæð og eignarhluturinn í Lúxemborg var metinn á. Á minnisblöðunum frá Klæðningu kemur fram að milljón- irnar 15 frá BYGG séu „viðvíkjandi lán“. Gunnar Þorláksson, annar af eigendum BYGG, segir að fyrirtæk- ið eigi ekki eignarhlutinn í Klæðn- ingu í Lúxemborg. „BYGG á ekki hlut í Klæðningu og hefur aldrei átt. BYGG hefur aldrei átt þátt í þessu félagi. Meira þarf ég ekki að segja,“ segir Gunnar. Spurður segir Gunnar að hann þurfi ekki að svara því hvort BYGG hafi tekið þátt í endurfjár- mögnun Klæðningar árið 2003 eins og kemur fram í minnsblöðunum frá fundum Klæðningar. hreinn framkvæmdastjóri í stað Gunnars Við endurfjármögnunina lét Gunn- ar Birgisson, núverandi bæjarstjóri Kópavogs og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, af störfum sem framkvæmdastjóri Klæðningar og seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Hreinn Jónasson, sem Kaupþing veitti um- boðið til að fara með fjórðungshlut- inn í fyrirtækinu á ársfundinum 2005, var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins í stað Gunnars. Á stjórn- arfundi í fyrirtækinu var ákveðið að Gunnar Birgisson starfaði áfram hjá fyrirtækinu „sem ráðgjafi og við sér- verkefni“ samkvæmt fundargerð. Gunnar áfram við störf? Í minnisskjali frá Klæðningu, þar sem rætt er um hlutafjárkaup JBB ehf. í Klæðningu, er áframhaldandi aðkoma Gunnars að fyrirtækinu rökstudd með þeim hætti að Klæðn- ing hafi haft „mikil verkefni vegna persónulegra tengsla Gunnars Birg- issonar og þekkingar hans“. Sagt er að á Íslandi sé mjög fljótt að berast hverjir eigi hvað og að það leki út um kerfið mjög fljótt, meðal annars bankakerfið. Í skjalinu kemur einn- InGI F. VIlhjÁlMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is LEYNIMAKK Í KÓPAVOGI ley nis kjö l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.