Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 10
þriðjudagur 13. janúar 200910 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Gullinbrú verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 165,8 kr. Skeifunni verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr. Skógarhlíð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 165,8 kr. bensín Spönginni verð á lítra 139,7 kr. verð á lítra 164,1 kr. Eyrarbakka verð á lítra 135,3 kr. verð á lítra 159,7 kr. Fellsmúla verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr. Skógarseli verð á lítra 139,9 kr. verð á lítra 163,4 kr. umsjón: Baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is „Þegar ég var búinn að borða tvo bita af brokkólíinu og var að skola blómkálið sá ég að það var einhver hreyfing í bakkanum,“ segir Alfreð Guðmundsson, múrari í Kópavogi. Hann varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að finna lifandi klauf- hala í grænmetisbakka sem hann hafði keypt í Bónus. „Ég hafði ekki lyst á að klára úr bakkanum,“ segir Alfreð sem segir lífsreynsluna hafa verið heldur óskemmtilega. Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúk- dómafræðingur við Matvælastofn- un, telur að hingað geti tvenns konar dýr borist með matvælum. Annars vegar snýkjudýr sem lifa á grænmetinu en hins vegar laumu- farþegar sem eru í umhverfinu þeg- ar grænmetinu er pakkað eða það er flutt. Þetta eigi auðvitað ekki að fylgja vörunni en góð regla sé að skola alla ferska vöru sem maður neytir. Hvimleiður vandi Bananar ehf. sjá Bónus fyrir græn- meti. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að svona geti því miður gerst. „Þetta hefur komið fyrir og mun koma fyrir aftur. Grænmeti er vara sem kemur úr náttúrunni og því get- ur það alltaf komið fyrir að skordýr slæðist með,“ segir hann en bætir við að atvik sem þessi séu hvimleið. Aðspurður hvað gert sé þegar svona mál koma upp svarar Kjartan að það sé misjafnt eftir efni og ástæðum. Yfirleitt sé reynt að greina hvaða skordýr sé um að ræða auk þess sem kaupandanum sé á einhvern hátt bættur skaðinn, ef einhver er. Kjartan hvetur fólk til að skola eða eftir atvikum sjóða grænmeti áður en þess er neytt, jafnvel þó það sé þrifið með vatni erlendis. Alfreð segist ekki sáttur við svör- in sem hann fékk þegar hann hafði samband vegna klaufhalans. „Þeir buðu mér annan bakka en mér hefði ekki fundist mikið þó ég hefði fengið einhverja inneign hjá þeim,“ segir hann. Leggjast ekki á fólk Erling Ólafsson er skordýrafræðing- ur. Hann segir að klaufhalar berist alloft til landsins, einkum með með grænmeti og ávöxtum en einnig í ýmsum pakkningum. Stundum ber- ist þeir í heimahús með plöntum úr gróðurhúsum og blómaverslunum. „Klaufhalar lifa meðal annars á rotn- andi ávöxtum en eru annars ekki til skaða. Þeir leggjast ekki á fólk,“ seg- ir Erling en dæmi eru um að klauf- halar hafi sest hér að og fjölgað sér tímabundið, einkum í gróðurhús- um en jafnvel í heimahúsum. „Einnig eru vísbendingar frá síð- ustu árum sem vekja grunsemdir um að tegundin sé farin að þreifa fyrir sér með landnám í görðum okkar. Það hefur þó ekki verið sann- reynt endanlega. Hins vegar þyrfti það ekki að koma á óvart nú með hlýnandi loftslagi,“ útskýrir hann. Svartar ekkjur Aðspurður hvort fólki stafi hætta af skordýrum sem hingað berist til lands með matvælum segir Er- ling að ekki hafi verið gerð nein út- tekt á þeim kvikindum sem hingað rata. „Flest eru þetta meinleysisgrey jafnvel þó þau eigi það til að slæð- ast ofan í okkur með þessum suð- rænu gómsemdum. Það er reyndar til í dæminu að hingað berist svart- ar ekkjur svokallaðar, til dæmis með vínberjum frá Norður-Ameríku. Þær geta verið varhugaverðar ef þær ná að bíta. Annað varasamt kemur ekki upp í hugann,“ segir hann. Eignaland ehf. prentar kreppumiða: AFSláttArmiðAr í krEppunni „Það eina sem fólk þarf að gera er að klippa miðann út úr ritinu og fram- vísa honum í þeirri verslun sem við á,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, eigandi Eignalands ehf. Fyrirtækið safnar nú auglýsingum í 8 blaðsíðna rit sem dreift verður í tíu þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Auglýsingarnar eru jafnframt af- sláttarmiðar í viðkomandi verslun eða fyrirtæki. Á vefsíðunni vefsida.is/mid- ar má lesa allt um þetta framtak en fyrirtæki greiða sjö þúsund krónur fyrir að vera með. Þar segir einn- ig að hugmyndinni svipi nokkuð til „coupon“-menningarinnar úti í heimi. „„Coupon“-miðarnir hafa sparað einstaklingum sem eru dug- legir að nota þá margan peninginn, og sama má segja með fyrirtækin sem bjóða afsláttinn, því meira sem miðarnir eru notaðir, því meiri sala og velta, þannig að allir græða.“ Davíð segir að viðbrögðin hafi verið frábær. „Fyrirtæki eru að nýta sér þetta til að selja alls kyns vörur, sem þau eiga á lager, með afslætti,“ segir hann en þeim er í sjálfsvald sett hvernig afslátt þau bjóða. „Það getur verið allt frá 5 upp í jafnvel 100 prósent afslátt. Þau geta boðið tvo fyrir einn eða þrjá fyrir tvo, allt eftir vilja,“ útskýrir hann. Afsláttarritið verður hægt að nálgast víðsvegar um höfuðborg- arsvæðið í febrúar. „Þetta mun liggja frammi í sjoppum, bakarí- um, íþróttahúsum og víðar. Það er kreppa hjá okkur líka og þess vegna sendum við þetta ekki á öll heimili að þessu sinni. Þetta mun hins veg- ar ekki fara fram hjá neinum,“ segir hann að lokum. baldur@dv.is rjóminn í klAkAbox Ef þú stendur frammi fyrir því að hafa keypt rjóma sem liggur fyrir skemmdum er ekki endi- lega nauðsynlegt að baka annan skammt af pönnukökum. Gott og gilt húsráð er að setja rjómann í klakabox og frysta. Þá geturðu hvenær sem er gripið fram rjóma í þægilegum einingum og sett í sósur, svo dæmi sé tekið. Rjómi er munaðarvara sem endist að- eins í fáeina daga. Á þennan hátt geturðu nýtt hann betur. Frítt Fjár- málAnámSkEið Neytendasamtökin munu á næstu viku í samstarfi við Reykjavíkur- borg halda námskeið um fjármál og heimilisbókhald fyrir almenn- ing í öllum hverfum Reykjavík- urborgar, að því er fram kemur á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is. Þar verður meðal annars far- ið yfir hagræðingu í heimilis- og bókhaldi. Þau eru þátttakendum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er þó að skrá sig fyrirfram. Nánar má lesa um skráningu á nám- skeiðin á ns.is. n Lastið fær Skífan fyrir hátt verð. Viðskiptavin- ur hafði samband og sagðist hafa farið í Skífuna til að kaupa Dagvaktina á DVD. Þar kostuðu þættirnir rétt liðlega 5.000 krónur svo hann ákvað að skoða verð á fleiri stöðum. Í Bón- us fann hann svo sama safn eitt þúsund krónum ódýrara. Þar kostuðu herlegheitin rétt liðlega 4.000 krónur. Hann lét slag standa. n Lofið að þessu sinni fær American Style. Ánægður viðskiptavinur hafði samband og sagðist hafa farið með svanga fjölskyldu sína á einn af stöðum skyndibitakeðjunnar. Matur handa fjórum, með gosi, frönskum og kokteilsósu kostaði einungis 3.180 krónur, að hans sögn, og þótti það vel sloppið á þessum síðustu og verstu. sEndið loF Eða lasT Á nEYTEndur@dV.is Kreppumiðar afsláttarritinu verður dreift í febrúar. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is SKOLIÐ GRÆNMETIÐ! Alfreð Guðmundsson, múrari í Kópavogi, fann lifandi klaufhala í spergilkáli sem hann var að borða. Framkvæmdastjóri Banana ehf. segir að skordýr geti því miður slæðst með grænmeti og öðrum lífrænum afurðum til landsins. Hann hvetur fólk til að skola eða jafnvel sjóða grænmeti áður en þess er neytt. Skordýrafræðingur segir að klaufhalar berist alloft til landsins en að þeir séu meinlausir. Sprækur en meinlaus klaufhali skordýrið var afar líflegt á meðan á mynda- tökunni stóð og hljóp hring eftir hring. ljósmyndari: Heiða Helgadóttir MyND HeiÐA HeLGADóttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.