Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 3
skjótast fram fyrir Birki í goggunar- röðinni í Norðausturkjördæminu. Styrkur Höskuldar þykir liggja í því að hann er þingmaður flokksins, ný- sestur á þing og þykir standa sig vel. Stuðningurinn á flokksþinginu er óviss; sumir segja að hann sé mik- ill og jafnvel meiri en stuðningurinn við Pál, einkum á landsbyggðinni en ekki síður í Framsóknarfélagi Reykja- víkur þar sem hann er sagður njóta stuðnings yfir helmings flokksþings- fulltrúa. Sigmundur óræð stærð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er býsna óræð stærð í Framsókn- arflokknum, einkum vegna þess að hann er nýr þar innan veggja. Hann þykir koma vel fyrir, hann er bæri- lega þekktur úr fjölmiðlum og virðist kunna að fleyta sér á faldi kröfunn- ar um endurnýjun flokksforystunn- ar. Hann á meðal annars stuðning á Austurlandi sem er og var eitt helsta höfuðvígi Framsóknarflokksins. Af- staða Sigmundar til ESB er hófsöm eða óljós rétt eins og afstaða Höskuld- ar. Báðir viðurkenna þeir mikilvægi málsins en eru ekki jafnsannfærðir um evru og aðild að ESB og Páll og hans stuðningsfólk. Veikleiki Sig- mundar í formannsslagnum er sá að hann skortir tengsl inn í flokkinn og gangverk hans og á þar af leiðandi ekki eins auðvelt með að skipuleggja sig fyrir átökin. Hann verður því að treysta meira á frammistöðu sína og „lobbyisma“ á flokksþinginu sjálfu. Þá bentu reyndir framsóknarmenn blaðamanni DV á það í tengslum við vinnslu fréttaskýringarinnar, að einn helsti ljóður á ráði flokksforystunnar undanfarin ár væri hversu illa henni hefði gengið að rækta samstöðuna innan þingflokksins. Nýr formaður verði helst að sitja á þingi og geta sýnt sinn myndugleik þar til þess að öðl- ast nægilegan trúnað og viðurkenn- ingu innan þingflokksins. Augljós- lega stendur Höskuldur betur að vígi en Páll og Sigmundur í þessu efni. Formaður þarf minnst helming Nýjar tillögur um kjör formanns eru afar forvitnilegar og geta haft afdrifaríkar afleiðingar í formanns- kjörinu verði þær samþykktar á flokksþinginu. Þær felast einfald- lega í því að nái enginn einn 50 pró- senta fylgi að lágmarki í fyrstu at- rennu verði að kjósa á milli tveggja efstu manna. Þetta þykir nauðsyn- legt til þess að tryggja sem mesta samstöðu um nýjan formann. Bent er á að ólíklegt sé að nokkur þeirra þriggja sem augljóslega berjast um formannsstólinn nái þessu tak- marki í fyrstu atrennu. Fari svo blasir við æði flókin mynd. Keppi Páll við Höskuld eða Sigmund í úrslitaviðureigninni eru að flestra dómi mestar líkur á því að kjós- endur Höskuldar kasti í miklum mæli atkvæðum sínum á Sigmund og öfugt. Þannig muni Páll eiga erfitt uppdráttar í úrslitaviðureign hvernig sem á málið er litið. Fari hins vegar svo að Höskuld- ur og Sigmundur berjist til úrslita er ómögulegt að segja til um kosn- ingahegðun þingfulltrúanna. Þá gæti verið gott að hafa stuðnings- menn Páls Magnússonar með sér. Viss tengsl eru milli Gunnlaugs, föður Sigmundar og fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokks- ins, og S-hópsins sem Páll tengdist að einhverju leyti í gegn um Finn, Halldór og Valgerði á sinni tíð. Þau tengsl gætu haft óvænta og mik- ilsverða þýðingu í formannskjöri Framsóknarflokksins næstkom- andi sunnudag. þriðjudagur 13. janúar 2009 3Fréttir Augljóslega hefur engum formanni flokksins undanfarin ár, Valgerði Sverrisdóttur, Guðna Ágústssyni, �óni Sigurðssyni eða �alldóri Ás� grímssyni, tekist að auka fylgi flokksins í þéttbýl� inu á suðvesturhorni landsins þar sem tveir þriðju hlutar landsmanna búa. Hóparnir sem berjast um FramsóknarFlokkinn: enDurnÝjun utan FrÁ Nýr formaður með Flokk í önDunarvél SENDIHErra Á VaNÚaTÚ Eitt fyrsta skrefið sem íslensk stjórnvöld verða að stíga strax til að bregðast við kreppunni er að bjóða aðalseðlabankastjóra að leita sér að nýrri vinnu. Þetta sagði Robert Wade, prófessor í stjórnmálahag- fræði, á borgarafundi í Háskóla- bíói. Bestu skilaboðin sem stjórn- völd geta sent heiminum um að þau vilji takast á við vandamál sín væru hins vegar að gera Davíð að sendiherra á Vanúatú, lítilli eyju í Kyrrahafi, sagði hann. Stærstur hluti fundargesta stóð úr sætum og nær allir klöppuðu mikið og lengi þegar Wade mælti þessi orð. Stóri salur Háskólabíós var þétt setinn þegar Wade og aðrir ræðumenn tóku til máls. Geir og Davíð gagnrýndir Wade sagði það vekja furðu meðal manna úti um allan heim að Dav- íð Oddsson sæti enn á stóli seðla- bankastjóra. Wade stytti ræðu sína nokkuð. Í lengri útgáfu hennar, sem birtist á tjaldi bíósalarins, mátti sjá að hann hafði ritað og ætlað að segja að það ætti að víkja Davíð úr starfi fyrir vanrækslu í störfum. Einnig að Davíð hefði greinilega lítinn skilning á alþjóðlegum fjár- málum. Geir H. Haarde forsætisráð- herra fékk líka skilaboð frá Wade sem sagði að eitt af brýnustu skref- um ríkisstjórnarinnar væri það að forsætisráðherra bæði þjóðina af- sökunar. Geir var reyndar ekki á staðnum til að hlýða á skilaboðin. Honum, líkt og öðrum formönnum stjórnmálaflokkanna, var boðið á fundinn en hann afboðaði komu sína. Steingrímur J. Sigfússon og Valgerður Sverrisdóttir voru einu formennirnir sem mættu. Gunn- ar Sigurðsson fundarstjóri aug- lýsti eftir einhverjum þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem gæti tekið sæti Geirs í hans stað en fékk eng- an staðgengil. Enginn mætti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Féllu af eigin verkum Íslenskir ráða- menn hafa marg- ir hverjir sagt að íslenska hagkerfið hafi hrun- ið vegna þeirrar niður- sveiflu sem hefði hafist í Banda- ríkjunum. Þessu hafnaði Wade. Hann sagði að ein ástæða þess að íslenska hagkerfið hefði hvort eð er lent í vandræðum væri sú galna hugmynd að byggja hér upp mið- stöð alþjóðlegra banka. Það væri ekki hægt í svona litlu hagkerfi, með sjálfstæðan gjaldmiðil og frjálsa fjármagnsflutninga. Önnur ástæða væri sú að efna- hagurinn eftir 2000 byggði á fölsku eða ósjálfbæru vaxtarmódeli. Það lýsti sér í að háir stýrivextir köll- uðu á erlent fjármagn sem ýtti upp krónunni og gerði innflutning þannig ódýran. Þetta sagði Wade að hefði meðal annars birst í því að það hefði verið ódýrt fyrir Íslend- inga að taka lán erlendis. Hann sagðist hafa verið furðu lostinn fyr- ir nokkrum árum þegar hann sá Ís- lendinga taka lán líkt og morgun- dagurinn kæmi aldrei. Wade klykkti svo út með því að segja að íslensk stjórnvöld hefðu getað brugðist við og dregið úr eða komið í veg fyrir hrunið. Mörg mögur ár Wade er svartsýnn á stöðu efna- hagsmála næstu árin. Reyndar ger- ir hann ráð fyrir að heimsbyggðin rétti ekki úr kútnum fyrir alvöru fyrr en upp úr 2015. Þá gerir hann sér hins vegar vonir um að taki við þrjátíu ára rólegt hagvaxtarskeið, svipað og það sem stóð frá lokum seinni heimsstyrjaldar fram undir 1980. Raffaella Tenconi, hagfræð- ingur Straums í London, spáði að samdráttur þjóðarframleiðslu á árinu yrði yfir tíu prósentum og að verðbólga héldist í tveggja stafa tölu áfram. Þó væri útlit fyrir að staða krónunnar batnaði aðeins en það byggir á peningamálastefnu og hvernig höft verða á henni. „Líklega er erfiðasti hluti þess- ara umbreytinga framundan en ekki að baki,“ sagði Tenconi. Eitt fyrsta verk ríkis- stjórnarinnar ætti að vera að reka Davíð Odds- son seðlabankastjóra. Næsta skref ætti að vera að gera hann að sendiherra langt, langt í burtu, segir Robert Wade hagfræðingur. Hann segir galna drauma um al- þjóðlega banka- miðstöð eina af helstu ástæð- um hrunsins á Íslandi. Robert Wade Stjórnmálahagfræð- ingur við London School of Economics. „Líklega er erfiðasti hluti þessara umbreyt� inga framundan en ekki að baki.“ BRynjólFuR ÞóR GuðMunDSSOn fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Davíð Oddsson Best geymdur sem sendiherra á Vanúatú, að mati roberts Wade, heimskunns stjórnmálahagfræðings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.