Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Side 14
N ú þegar Ísland rambar á barmi gjaldþrots, þjóðin hefur misst trú á stjórn-málamönnum, sjálfstæð- ismenn gera sig líklega til að varpa Evrópustefnu sinni fyrir róða og fram- sóknarmenn leita eftir leiðtoga til að vísa þeim veginn frá grafarbakkanum hlýtur ein spurning (tvískipt) að hvíla á þjóðinni af meiri þunga en nokkur önnur: Slær Kristinn H. Gunnarsson met þeirra Hannibals Valdimarsson- ar og Björns Jónssonar? Verður Krist- inn mesti flokkaflakkari allra tíma á Íslandi? K ristinn H. Gunnarsson hef-ur sýnt það og sannað að hann á erindi á þing. Hvað annað er hægt að segja þegar þrír flokkar hafa stillt honum fram í vænlegu sæti á framboðslistum sínum? Hvernig er hægt að afneita umboði mannsins sem hefur fengið Vestfirðinga, og síðar íbúar Norðvest- urkjördæmis alls, til að kjósa sig á þing undir þremur ólíkum gunnfánum? U ngur vaskur frambjóð-andi Alþýðubandalagsins heillaði Vestfirðinga upp úr skón- um laust eftir fall Berlín- armúrsins og var kosinn á þing 1991, var í stórum nýliða- hópi Al- þingis það árið ásamt Davíð Oddssyni, Össuri Skarp- héðinssyni og Finni Ingólfssyni svo nokkrir séu nefndir. Og í átta ár talaði Kristinn máli vestfirskrar alþýðu, eða allt þar til kommarnir ákváðu að taka saman við kratana og kellingarnar til að mynda Samfylkingu. Þá veislu leist Kristni ekkert á og lá þá beint við að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. Þar hafði Gunnlaugur Sigmundsson sagt að hann hygðist hætta á þingi ef það mætti verða til að ungur maður fengi tækifæri til að leiða flokkinn í kjördæminu. Og dúkkaði þá upp nýr maður í flokknum. Hinn rauði Krist- inn var orðinn grænn og hélst það í nokkur ár eða þar til samband hans og annarra framsóknarmanna hafði heldur látið á sjá. En þó framsóknar- menn hafi ekki séð ljósið í Kristni sáu forystumenn Frjálslynda flokksins öflugan mann sem ekki mátti láta valsa út í eyðimörkina. Kristinn gekk í Frjálslynda flokkinn og jafnaði þar með met tveggja gamalla verkalýðsforkólfa. L engi var haft fyrir satt að ef einhver stæði undir titl- inum alræmd- ur flokkaflakkari væri það Hanni- bal Valdimarsson. Á nærri þriggja áratuga þing- ferli sínum sem hófst 1946 kusu Vestfirðingar og Reykvíkingar hann á þing undir merkjum þriggja flokka, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna. Ekki nóg með það heldur tók hann þátt í að stofna þá tvo síðari (Alþýðubandalagið að vísu aðeins sem kosningabandalag) og var formaður allra þriggja. Björn Jónsson, sem var forseti Alþýðusam- bands Íslands um tíma, rétt eins og Hannibal fór öfuga leið. Hann var fyrst kosinn á þing fyrir Alþýðubanda- lagið 1956, síðan fyrir Frjálslynda og vinstrimenn og loks Alþýðuflokkinn 1978. Hann sat þó aldrei nema einn dag á þingi fyrir síðastnefnda flokkinn vegna erfiðra veikinda. Þ essir menn áttu sem sagt lengi vel Íslandsmetið í flokkaflakki. (Nokkrir jöfn-uðu það reyndar með því að sitja á þingi fyrir þrjá flokka og flokks- brot en enginn var kosinn á þing aftur fyrir þrjá flokka fyrr en Kristinn H. sló í gegn í Frjálslynda flokknum vorið 2007.) En nú kunna að vera blikur á lofti. Kristinn H. Gunnarsson, sem á yngri árum fékk við- urnefnið sleggjan, virðist hugsanlega á leiðinni í nýjan flokk. Kristinn yrði þá fyrsti maðurinn til að sitja á þingi fyrir fjóra stjórnmála- flokka. Stóra spurningin í ís- lensku þjóðfélagi hlýtur því að vera: Slær Kristinn Ís- landsmet? þriðjudagur 13. janúar 200914 Umræða SLÆR SLEGGJAN MET? svarthöfði spurningin „Já, því í kántrílögum er fólk alltaf að missa bílinn, húsið, hundinn eða kærustuna. Og ég missti þessa hluti líka.“ Aron Pálmi Ágústsson komst áfram í idol- áheyrnarprufunum um helgina en hann söng kántrílagið Thunderbolt, lag garth Brooks. ERTu MEð káNTRí í bLóðiNu? sandkorn n Guðlaugur Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra stóð sem nakinn frammi fyrir 2000 Hafnfirðingum í nauðvörn vegna niðurskurðar á Sankti Jósefsspítala. Ítrekað var púað á ráðherr- ann vegna aðgerðanna en hann bar þó höfuðið hátt. Skond- ið var að sjá að úti í sal sat Hafn- firðingurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, en lyfti ekki litlafingri til hjálpar Guðlaugi. Það kann að eiga sér þá skýringu að heil- brigðisráðherrann er talinn eiga sér þann draum að ýta Þorgerði til hliðar af hinu póli- tíska sviði. n Ofurbloggarinn Egill Helga- son á oft skemmilega spretti á Eyjunni. Með skemmtilegri færslum hans er þegar hann fór í sund og lýsti upplifun sinni. Barnungi í sturtuklefanum benti á hann en fór heiftar- lega mannavillt: „Ég var í sundi áðan. Lítill drengur, svona þriggja ára, benti á mig og kall- aði: „Davíð Oddsson!““ n Úr Hádegismóum Morgun- blaðsins heyrist að meðal þeirra sem áhuga hafi á að yf- irtaka ofurskuldir Árvakurs sé auðmaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson. Um það er rætt að hann myndi þá taka hönd- um saman við þá sem Kolbrún Bergþórs- dóttir blaða- maður kall- ar litla klíku í Sjálfstæð- isflokkn- um. Þar var blaðamaðurinn að vísa til Styrmis Gunnarssonar, fyrr- verandi ritstjóra og sannfærðan andstæðind ESB-aðildar. Talið er að gamli ritstjórinn hugsi sér gott til glóðarinnar að beita Mogganum málstað sínum til framdráttar. Í því felst væntan- lega að núverandi ritstjóri verði að víkja. n Höfuðskáldum Íslands hef- ur nú bæst öflugur liðsauki því Bubbi Morthens stimpl- aði sig inn í félagsskapinn svo um munaði í sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Þar við hliðina á umfjöllun um eitt höfuðskáldanna, sem Bubbi verður nú að teljast til, Böðvar Guðmundsson, er heljarinnar bálkur eftir Bubba; Vorið sem andaði köldu. Vald höfundar á staf dvergbúans skín þar úr hverjum drætti; „Byltingin lá í loftinu árið tvö- þúsund og níu / á nesinu beið fólkið eftir vorsins kríu / sem var á leiðinni en villtist oní öldu / drukknaði og vorið það andaði köldu“. Þetta er ekkert annað en tær snilld og vandséð að nokkur geti toppað túlkun meistara Bubba á þeirri raun sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á neTinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, riTsTjórn: 512 7010, áskrifTarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég þekkti ekki mitt eigið barn vegna meiðsla þess.“ n Palestínskur faðir á gaza um barn sitt þegar það gekk móti honum illa slasað og hrópaði „pabbi, pabbi“. - DV „Ég er hættur að taka við bókunum fyrir árið 2009.“ n Páll Óskar í talhólfi sínu en vinsældir hans hafa aldrei verið meiri. - DV „Hvergi var talað um að það vantaði níu leikmenn í okkar lið.“ n Guðmundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari um umfjöllun dana um sigur þeirra á íslenska landsliðinu. danir stærðu sig mikið af eins marks sigri á silfurliðinu frá ólympíuleikunum. - DV „Þau fá ekki frítt nema þau mæti.“ n Björn Leifsson, eigandi World Class, sem býður starfsfólki fjögurra stórra fyrirtækja frítt í ræktina gegn því að þau mæti að minnsta kosti einu sinni í viku á samningstímanum. - DV „Það er klárt lögbrot.“ n Aðalsteinn Baldursson, formaður framsýnar, um að fyrirtæki segi upp fólki og sendi það strax af stað til þess að sækja um bætur vegna skertrar atvinnu. - Fréttablaðið Skepnuskapur Leiðari Nú, þegar skuggar fátæktar færast yfir fjölskyldur og einstaklinga í samfélag-inu, er áríðandi að hlúa að sem flestum. DV skýrði í gær frá einni af dökkum hliðum kreppunn- ar sem kemur fram í því að rukkur- um er sigað á þá foreldra sem ekki geta greitt fyrir skólamáltíðir barna sinna. Þúsundir hafa misst atvinnu sína, tekið á sig launaskerðingu, eða vísitölulánin hafa einfaldlega slig- að þá. Sú aðgerð að mæta greiðslu- falli á skólamáltíðum með því að siga blóðhundum á foreldrana er hörmung af versta tagi. Víst er að margir foreldrar horfast nú í augu við að geta ekki veitt börnum sín- um það sem sjálfsagt þótti í góðær- inu. Þau börn sem verða fyrir því að geta ekki fengið heita máltíð í skól- anum sínum munu finna enn sár- ar fyrir fátækt sinni. Jafnvel er lík- legt að þau verði fyrir einelti þegar þau glíma við þá skömm að eiga ekki fyrir mat eins og félagar þeirra. Þetta eru sömu börnin og upplifa það að foreldrar þeirra eru að missa eigur sínar, jafnvel heimilið að fara á uppboð. Stjórnvöld verða þegar í stað að stöðva það illvirki sem felst í því að senda matar- reikninga barna í lögfræði- innheimtu. Ísland getur ekki verið svo djúpt sokkið í eymd að svona lagað megi viðgangast. Þegar í stað verð- ur að grípa inn í þessa ógn- araðgerð. Ef eina ráðið er að skólamáltíðir verði fríar þá skal svo verða. Þjóðin má ekki líða þann skepnuskap sem birtist í því að matur verði tekinn frá börnum. Þar hlýtur þjóðin að draga mörk- in. Stjórnvöld eiga leik. REyNiR TRAuSTASoN RiTSTJóRi SkRifAR. Ísland getur ekki verið svo djúpt sokkið í eymd SKÓLAMÁLTÍÐIR INNHEIMTAR AF HÖRKU: dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 12. janúar 2009 dagblaðið vísir 7. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 fréttir BÖrnin gjaLda fYrir VaXandi fátÆKt SKóLaStjórar KVíðafuLLir Vegna Kre ppunnar Boðið upp á frían hafragraut í tVeim ur SKóLum aronpáLmi áframíidoL fóLK SVonaforðaSt Þú fLenSuna RUKKARAR SENDIR Á SKÓLABÖRN SérfrÆðingarnir gefa ráð SÖng KántríLag fórna LÖmB íSraeLS EKKI VIÐ HÆFI BARNA sv ið se tt M YN d paLLitiL ameríKu fóLK LamB hrÆddi fjárhunda eYddi 600 ÞúSundumí Þrjá StóLa og Sér eKKi eftir ÞVí fréttir fréttir neYtendur hrYLLingurinn á gaza óritSKoðaður „ég ÞeKKti eKKi mitt eigið Barn“ bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.